Eftir mánuðum

31. okt. 2007

Fræðslufyrirlestur á vegum skólamálanefndar FL

Fyrirlesturinn verður haldinn þann 8. nóvember nk. í Breiðagerðisskóla í Reykjavík og hefst kl. 20:00.
Lesa meira

31. okt. 2007

Frumvarp til nýrra heildarlaga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Þann 9. október sl. samþykkti ríkisstjórnin frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Um er að ræða ný heildarlög á þessu sviði og byggir frumvarpið í meginatriðum á störfum þverpólitískrar nefndar sem starfaði undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur, fyrrverandi hæstaréttardómara. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að lagt hafi verið í endurskoðun laganna þar sem ljóst sé rúmum 30 árum eftir að fyrstu jafnréttislögin voru sett að jafnrétti sé ekki að virka á Íslandi.
Lesa meira

29. okt. 2007

Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna

Ráðstefnan verður haldin kl. 8:15-16:00 á Grand Hóteli í Reykjavík. Síðasti skráningardagur er í dag, mánudaginn 29. október.
Lesa meira

24. okt. 2007

Námstefna á Íslandi - Skýrsla norræna þankabankans um færni til framtíðar

Áhugaverð námstefna verður haldin á Grand hótel nk. fimmtudag 25. okt. frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira

22. okt. 2007

Brautskráðir nemendur af framhaldsskólastigi hafa aldrei verið fleiri

Alls brautskráðust 4.832 nemendur af framhaldsskólastigi með 5.317 próf skólaárið 2005-2006. Þetta er fjölgun um 31 nemendur frá fyrra ári, eða 0,7%. Aldrei áður hafa svo margir nemendur útskrifast af framhaldsskólastigi á einu skólaári. Konur voru nokkru fleiri en karlar eða 52,5% brautskráðra nemenda.
Lesa meira

19. okt. 2007

Sitja bara kennarar á Alþingi?

Ekki alveg, en rúmur þriðjungur alþingismanna, eða 38,1%, hefur stundað kennslu. Þetta eru 24 alþingismenn. Þá hafa 33,3% alþingismanna setið í sveitarstjórn eða 21 talsins. Loks hafa 11 alþingismenn bæði setið í sveitarstjórn og stundað kennslu, eða 17,5%.
Lesa meira

18. okt. 2007

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Hægt er að minnast dagsins með margvíslegu móti, t.d. upplestri, ritunarsamkeppni, verðlaunum og viðurkenningum, handritasýningum, samkomum af ýmsum toga og tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé nefnt.
Lesa meira

18. okt. 2007

Vinnuverndarvikan 2007, Hæfilegt álag er heilsu best

Vinnuverndarvikan 2007 verður 22. til 26. október næstkomandi. Vikan fjallar að þessu sinni um orsakir líkamlegra álagseinkenna s.s. verki í baki, hálsi og herðum.
Lesa meira

17. okt. 2007

Maður brýnir mann

Árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands verður haldið í húsnæði KHÍ við Stakkahlíð 18. og 19. október. Hægt verður að fylgjast með opnun málþingsins og fyrirlestri dr. Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar á slóðinni http://sjonvarp.khi.is/.
Lesa meira

15. okt. 2007

Talfræðingurinn - 1. tbl. 20. árg.

Talfræðingurinn, ársrit Félags talkennara og talmeinafræðinga, er nýkominn út en þar skrifa margir talmeinafræðingar áhugaverðar greinar um fagleg efni sem nýtast bæði leikskóla- og grunnskólakennurum.
Lesa meira

15. okt. 2007

Auglýst eftir umóknum úr fræðslusjóði um einhverfu

Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fyrir 1. nóvember 2007. Tilkynnt verður um úthlutun fyrir 1. desember 2007.
Lesa meira

15. okt. 2007

Varðliðar umhverfisins á Umhverfisþingi

Krakkar úr bekk 63 úr Hólabrekkuskóla kynntu verkefni sitt um ruslpóst á Umhverfisþingi í morgun. Krakkarnir voru útnefndir Varðliðar umhverfisins af umhverfisráðherra á Degi umhverfisins 25. apríl eftir þátttöku í verkefnasamkeppni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur.
Lesa meira

15. okt. 2007

Maður brýnir mann - Ingólfur Ásgeir með heitan fyrirlestur á málþingi KHÍ 18. og 19. október

Dagana 18. og 19. október verður haldið árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands. Málþingið ber yfirskriftina Maður brýnir mann – Samskipti, umhyggja, samábyrgð. Málþingið er vettvangur þeirra sem vilja koma rannsóknum og þróunar- og nýbreytnistarfi á framfæri til fagstétta sem starfa við menntun og þjálfun.
Lesa meira

12. okt. 2007

Leikritið Óhapp! og söngleikurinn Leg

Í miðborginni iðar mannlífið og þar blómstrar menningin. Í tengslum við sýningar á tveimur íslenskum verkum býður Þjóðleikhúsið sérstakt tilboð til hópa og fyrirtækja sem vilja eiga saman eftirminnilega kvöldstund í miðborginni.
Lesa meira

11. okt. 2007

Teaching and Learning English in Iceland: Málþing til heiðurs Auði Torfadóttur dósents

Auður Torfadóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands hefur verið í fararbroddi fyrir enskukennslu á Íslandi í fjölda ára. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gefur út bók henni til heiðurs og stendur fyrir málþingi föstudaginn 12. október af tilefni útgáfunnar.
Lesa meira

8. okt. 2007

Nógir peningar til að greiða kennurum sæmandi laun

Hátt á þriðja hundrað manns sátu kjaramálaráðstefnu Kennarasambands Íslands sem haldin var sl. föstudag. Ráðstefnuna bar upp á alþjóðadag kennara og hún var hýst af Kennaraháskóla Íslands, en þess má geta að KÍ og KHÍ standa sameiginlega að veglegri afmælisdagskrá í allan vetur í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá setningu fyrstu fræðslulaga og fyrstu nemendur hófu nám í gamla Kennaraskólanum sem nú er Kennarahúsið. Fjallað var um ýmis mál sem tengjast kjörum félagsmanna KÍ sem og annars launafólks.
Lesa meira

5. okt. 2007

Kjaramál framhaldsskóla

Félag framhaldsskólakennara bendir á nokkra meginpunkta varðandi kjaramál framhaldskólans sem stjórn og samninganefnd félagsins hefur verið að vinna að undanfarna mánuði.
Lesa meira

4. okt. 2007

Kjaramálaráðstefnu KÍ sjónvarpað

Horfa má á Kjaramálaráðstefnu KÍ á veraldarvefnum.
Lesa meira

4. okt. 2007

Nýr lögfræðingur hjá KÍ og BHM

Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur, hóf nú um síðastliðin mánaðamót störf hjá Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands.
Lesa meira

3. okt. 2007

Kjaramálaráðstefna KÍ á alþjóðadegi kennara 5. október

Kennarasamband Íslands heldur upp á alþjóðadag kennara 5. október nk. með veglegri kjaramálaráðstefnu í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð.
Lesa meira

2. okt. 2007

Túlkun á 33. grein grunnskólalaga nr. 66/1995

Á vef menntamálaráðuneytisins kemur fram að borist hafi fyrirspurnir þar sem óskað er eftir túlkun á 33. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995, sem breytt var með lögum nr. 98/2006, er lýtur að því ákvæði að óheimilt sé að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda.
Lesa meira

2. okt. 2007

Samningatækni í boði ríkissáttasemjara

Fulltrúar Kennarasambands Íslands sitja nú námskeið sem boðið er til og skipulagt af embætti ríkissáttasemjara. Til námskeiðsins er jafnframt boðið fulltrúum allra helstu stéttarsamtaka og viðsemjenda þeirra. Forvitnilegt verður að sjá hverju námskeiðið skilar en kjarasamningar kennarafélaganna í KÍ eru allir lausir á næsta ári.
Lesa meira

1. okt. 2007

Stjörnukíkir

Nýr þáttur á Rás 1 um listgreinakennslu og skapandi starf með börnum og ungmennum á Íslandi.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli