Eftir mánuðum

29. jún. 2009

Nýlokið er fundi stjórna og samninganefnda aðildarfélaga KÍ um sáttmálann

Þrátt fyrir veðurblíðu streymdi Kennarasambandsfólk á Grand hótel í Reykjavík til að ræða um stöðugleikasáttmálann sem var undirritaður í síðustu viku. Á þessum fundi stjórna og samninganefnda aðildarfélaga KÍ, sem var að ljúka, var meðal annars staðfest að opinberir starfsmenn stimpluðu sig aldrei út í viðræðum um stöðugleikasáttmálann eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Á fundinum var farið í gegnum sáttmálann og forystumenn aðildarfélaga tóku til máls og sögðu frá stöðunni í sínu félagi m.t.t. kjarasamninga, niðurskurðar og annarra aðgerða. Vakin var sérstök athygli á fyrstu grein sáttmálans sem er mjög mikilvæg en þar segir að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggjast á.
Lesa meira

29. jún. 2009

KÍ fólk fundar um stöðugleikasáttmálann í dag

Í dag, mánudag, verður fundað með stjórnum og samninganefndum aðildarfélaga Kennarasambandsins og farið yfir stöðugleikasáttmálann sem var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 13:00.
Lesa meira

26. jún. 2009

Myndir frá undirritun stöðugleikasáttmálans

Ljósmyndararnir Jón Svavarsson og Þorleifur Óskarsson tóku þessar myndir í Þjóðmenningarhúsinu í gær þegar stöðugleikasáttmálinn var undirritaður.
Lesa meira

26. jún. 2009

Undirritaður stöðugleikasáttmáli

Hér er pdf af undirrituðum stöðugleikasáttmála.
Lesa meira

25. jún. 2009

Standa á vörð um menntakerfið og ganga frá kjarasamningum eins fljótt og auðið er

Skrifað var undir stöðugleikasáttmála laust eftir hádegi í Þjóðmenningarhúsinu í dag, 25. júní. Mikil áhersla er lögð á áframhaldandi virkt og víðtækt samráð í sáttmálanum. Samkvæmt honum verður hlutdeild skattahækkana í endurreisn ríkisfjármála allt að en aldrei hærra en 45%, endurskipulagningu eignarhalds bankanna skal vera lokið 1. nóvember á þessu ári og vextir verði komnir í eins stafs tölu fyrir þann tíma.
Lesa meira

25. jún. 2009

KÍ fundur um stöðugleikasáttmálann á mánudag

Næstkomandi mánudag 29. júní verður fundað með stjórnum og samninganefndum aðildarfélaga Kennarasambandsins og farið yfir stöðugleikasáttmálann sem verið er að undirrita í Þjóðmenningarhúsinu. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík kl. 13:00.
Lesa meira

25. jún. 2009

Fréttatilkynning frá Bandalagi háskólamanna, BSRB og Kennarasambandi Íslands

Samtök opinberra starfsmanna, BHM, KÍ og BSRB hafa tekið þátt í samráði aðila vinnumarkaðarins um kjarasamningagerð og forsendur hennar í ljósi efnahagsþrenginga í landinu. Myndin af umfangi fjárhagsvandans er fyrst nú að skýrast og er mun dekkri en lá fyrir við upphaf vinnunnar. Samtökin hafa lagt áherslu á að verja störf og kjaraumhverfi félagsmanna. Stöðugleikasáttmáli er mikilvægur grundvöllur uppbyggingar og endurreisnar í landinu jafnframt því að mynda umgjörð fyrir vinnu við gerð kjarasamninga til ársloka 2010. Samtök opinberra starfsmanna telja nauðsynlegt að mynda enn breiðari grundvöll undir áframhaldandi vinnu með stjórnvöldum við uppbyggingu efnahags, atvinnulífs og kjara í landinu og að í þeirri vinnu verði jafnræði allra aðila tryggt.
Lesa meira

23. jún. 2009

Stjórn FT gagnrýnir framkvæmd niðurskurðar í tónlistarskólum í borginni

Stjórn Félags tónlistarskólakennara (FT) sendi nýverið bréf til borgarstjóra og borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem lýst er miklum áhyggjum af stórfelldum niðurskurði á fjárframlögum til tónlistarskóla í borginni. Í bréfi sínu bendir stjórn FT á að fyrirhugaðar breytingar á reglum borgarinnar um þjónustusamninga við tónlistarskóla, sem muni leiða af sér lakari starfskjör en kjarasamningar kveða á um, eru að mati stjórnar FT brot á friðarskyldu á gildistíma kjarasamninga. Stjórn FT leggur ríka áherslu á að starfskjör tónlistarskólakennara samkvæmt kjarasamningum séu virt og þá um leið samningsréttur félagsins.
Lesa meira

23. jún. 2009

Stíf fundahöld um stöðugleikasáttmálann

Áfram er fundað um stöðugleikasáttmálann í Karphúsinu í dag og sex fulltrúar Kennarasambandsins eru að störfum í Borgartúninu þegar þetta er skrifað, þeirra á meðal formaður og varaformaður KÍ. Ekki er enn að fullu ljóst hver framvinda verður enda viðræðum ekki lokið við ríkisstjórnina um fjármálarammann og tiltekin atriði.
Lesa meira

19. jún. 2009

KÍ mun ekki semja um lækkun taxtalauna

Síðustu daga hafa verið haldnir nokkrir fundir í vinnuhópum vegna gerðar svokallaðs stöðugleikasáttmála og í gær var kynnt frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Fátt í því frumvarpi kemur í sjálfu sér á óvart þar sem flestir þættir þess höfðu verið ræddir á vettvangi samningsaðila áður en þeir voru kynntir í frumvarpinu.
Lesa meira

15. jún. 2009

Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni

Námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla 2009 - 2010. Um er að ræða 5 fyrirlestra sem verða 13. og 14. ágúst.
Lesa meira

12. jún. 2009

Útivistarglaðir kennarar frá Íslandi í norska sjónvarpinu

Í gær var birt ítarleg frétt í norska ríkissjónvarpinu, svæðissjónvarpi Vesturlands, um íslenska kennara sem staddir eru á námskeiði í Noregi um útiskólun. Stórskemmtilegt!!
Lesa meira

11. jún. 2009

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Dagana 21. til 22. september 2009 verður haldin norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík. Hún er opin fyrir alla sem vilja fræðast um jafnréttisfræðslu og jafnréttisstarf í skólum og sækjast eftir innblæstri til góðra verka á því sviði.
Lesa meira

9. jún. 2009

Samningafréttir 9. júní 2009

Nokkuð hefur verið um fundarhöld í Karphúsinu og eins hefur verið fundað með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum síðustu daga. Vinnuhópur um ríkisfjármál og velferðarmál hefur fundað nokkrum sinnum og eins hefur hópur um efnahags- og atvinnumál haldið nokkra fundi. Lítið hefur verið um fundarhöld í þeim hópi sem fjallar um launaþáttinn og ljóst að á þeim stað eru sjónamið aðila nokkuð ólík. Þá hafa verið haldnir fundir í sameiginlegum hópi allra vinnuhópanna.
Lesa meira

5. jún. 2009

Til hamingju Blönduós! Foreldraverðlaunin 2009 veitt í gær

Grunnskólinn á Blönduósi og Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra sem afhent voru í fjórtánda sinn í gær, 4. júní, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin.
Lesa meira

4. jún. 2009

Gott skólastarf skiptir sköpum

Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, samþykktu ályktun á aðalfundi sínum 26. maí sl. þar sem skorað er á menntamálaráðherra og sveitarstjórnir að slá skjaldborg um menntun og velferð grunnskólabarna. „Niðurskurður á fjármagni til skóla- og frítimastarfs á tímum efnahagsþrenginga mun hafa afar afdrifaríkar afleiðingar fyrir börnin okkar,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þá segir: „Sá félagslegi stuðningur sem felst í góðu skóla- og frístundastarfi skiptir sköpum um hvort grunnskólabörn koma heil út úr þeim vanda sem margar fjölskyldur eiga nú við að etja. Grunnskólinn hefur verið kjölfesta og vettvangur jöfnuðar sem almenn sátt hefur verið um í samfélaginu.
Lesa meira

4. jún. 2009

Fjárfesting í menntakerfinu skilar tvöföldum árangri á við skattalækkanir.

„Verjum börnin og fjárfestum í menntun“ er yfirskrift á bréfi sem norrænu kennarasamtökin NLS sendu ríkisstjórnum á Norðurlöndum í maí sl. Í bréfinu er hvatt til þess að ungt fólk sé varið fyrir áföllum og komið í veg fyrir niðurskurð í menntakerfinu. Þar er m.a. vitnað til fullyrðinga sérfræðinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að fjárfesting í menntakerfinu skili tvöföldum árangri á við skattalækkanir.„Áhrif hinnar alþjóðlegu bankakreppu koma niður á Norðurlöndunum með mismunandi hætti,“ segir meðal annars í bréfinu. „Enn er erfitt að hafa yfirsýn yfir þau í bráð og lengd. Við, sem erum fulltrúar kennarasamtaka á öllum Norðurlöndunum, höfum miklar áhyggjur af umræðu um niðurskurð í menntakerfinu og þeirri staðreynd að sums staðar er hann þegar hafinn. Skammsýnar ákvarðanir um að draga úr fjármunum til skólastarfs hafa alvarleg áhrif á börn og ungmenni.“
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli