Eftir mánuðum

25. feb. 2011

Ályktun frá stjórn Félags stjórnenda leikskóla vegna leikskólafulltrúa og ráðgjafa

Leikskólafulltrúar og ráðgjafar á vegum sveitarfélaga eru lykilmenn í framkvæmd leikskólastarfs í hverju sveitarfélagi. Þeir eru sérfræðingar í málefnum leikskóla og hafa sem slíkir yfirsýn og eftirlit með faglegu starfi . Rödd leikskólafulltrúa tengir stjórnsýsluna við leikskólann og miðlar faglegri sýn til sveitastjórnarmanna. Leikskóla- og sérkennsluráðgjafar tengja saman stjórnsýslu, faglegt starf og framkvæmd þess. Enn hafa Félagi stjórnenda leikskóla borist upplýsingar um að stöður leikskólafulltrúa og ráðgjafa hafi verið lagðar niður og annars staðar séu hugmyndir á kreiki um skerðingu á stöðugildum. Slík skerðing bitnar á faglegu starfi leikskólanna og stuðningi við stjórnendur, starfsfólk og foreldra, auk þess að vera brot á lögum um leikskóla.
Lesa meira

25. feb. 2011

Velferð í vinnunni – Fræðsluátak fyrir stjórnendur í skólum á vegum KÍ með aðkomu ráðgjafa VIRK

Í nóvember s.l. stóð Kennarasambandið fyrir fræðsluátaki undir nafninu „Velferð í vinnunni“. Á tímabilinu 3. – 25.nóvember voru haldnir alls 11 fundir víðsvegar um landið fyrir skólastjóra á öllum skólastigum. Fræðsluna sóttu alls 212 stjórnendur. Í lok fræðslunnar var lagt fyrir matsblað og voru svör og athugasemdir þátttakenda almennt mjög jákvæðar.
Lesa meira

25. feb. 2011

Stjórnarkosningar FL – kynning á frambjóðendum

Nýtt kjörtímabil (2011 – 2014) Félags leikskólakennara hefst í kjölfar aðalfundar FL sem haldinn verður 17. og 18. maí nk. Lögum samkvæmt hefur uppstillinganefnd FL lagt fram nafnalista um frambjóðendur til stjórnar og einnig nafnalista þeirra sem bjóða sig fram til annarra trúnaðarstarfa. Uppstillingarnefnd hefur afhent kjörstjórn FL þessa lista, en kjörstjórn stýrir allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórnarkjör og öðrum kosningum sem henni er falið. Kjörstjórn FL undirbýr nú atkvæðagreiðsluna sem mun fara fram með rafrænum hætti dagana 21. mars til 3. apríl nk. Nánari upplýsingar frá kjörstjórn munu berast til allra félagsmanna þegar nær dregur.
Lesa meira

25. feb. 2011

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2011-2012

Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands (Vonarsjóður) auglýsir styrki til félagsmanna sinna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í kennsluháttum í grunnskólum skólaárið 2011-2012.
Lesa meira

24. feb. 2011

Ályktun stjórnar FSL vegna aðfarar að skólastjórnun

Stjórn FSL skorar á Menntaráð Reykjavíkur að draga nú þegar til baka tillögur um sameiningu og samrekstur skóla. Breytingar á skólastarfi þurfa að koma innan frá í nánu samstarfi stjórnenda, kennara og foreldra. Farsælar breytingar eru unnar af fagmennsku sem byggir á skýrri framtíðarsýn.
Lesa meira

22. feb. 2011

Tilkynning frá Kjörstjórn Félags framhaldsskólakennara ...

... um niðurstöður í stjórnarkjöri Félags framhaldsskólakennara 2011.
Lesa meira

22. feb. 2011

Skóli í Mið-Noregi leitar eftir samstarfsaðila

Grunnskólinn Steinkjer í Mið-Noregi er að leita eftir samstarsaðila í verkefninu Nordplus Junior Class Mobility vorið 2012. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars 2011. Bekkur með 42 nemendur (14 til 15 ára, 9 bekkur) myndi gjarnan vilja finna samstarfsbekk á Íslandi. Þema samstarfsins þarf að vera innan ramma Nordplus-verkefnisins.
Lesa meira

22. feb. 2011

Skertur símatími hjá endurmenntunarsjóðunum og Sjúkrasjóði

Frá og með föstudeginum 18. febrúar til og með föstudagsins 25. febrúar nk. verður símatími fulltrúa endurmenntunarsjóðanna og Sjúkrasjóðs skertur. Fulltrúar munu svara í símann á milli 15:00 til 16:00 þessa daga. Ástæða þessa er nýtt rafrænt umsóknarkerfi og aukið álag vegna þessa. Félagsmenn eru beðnir um að sýna biðlund. Senda má fyrirspurnir á ki hjá ki.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er.
Lesa meira

21. feb. 2011

Yfirlýsing frá Félagi grunnskólakennara (FG)

Undanfarnar vikur hefur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldór Halldórsson komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig efnislega um ýmis atriði er lúta að kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS), áður Launanefnd. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Félags grunnskólakennara hafa á undanförnum vikum átt í kjaraviðræðum og hafa verið haldnir nokkrir fundir auk vinnufunda undirnefnda.
Lesa meira

21. feb. 2011

Morgunverðarfundur 23. febrúar nk.

Eru breytingar framundan á stjórnendastefnu ríkisins? Hvaða hugmyndir liggja að baki ráðningarvaldi ráðherra og hvernig samræmast þær kenningum stjórnsýslufræðanna? Er ríkið að fá það besta út úr verðmæti mannafla þess? Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar miðvikudaginn 23. febrúar kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.
Lesa meira

21. feb. 2011

Auglýsing um námskeið

Þann 1. mars nk. byrjar námskeið í markvissri þjálfun í list og tækni leikarans. Umsókn þarf að berast fyrir 25. febrúar nk.
Lesa meira

18. feb. 2011

Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitafélögum landsins.

Stjórn Félags leikskólakennara sendir frá sér eftirfarandi ályktun vegna niðurskurðar hjá sveitafélögum landsins. Stjórn Félags leikskólakennara lýsir þungum áhyggjum af þróun leikskólastarfs vegna gríðarlegs niðurskurðar hjá sveitafélögum landsins og varar eindregið við frekari niðurskurði til leikskóla.
Lesa meira

16. feb. 2011

Að þekkja menninguna, verjum tónlistarskólana

Tónlistarfólki bárust góðar kveðjur og stuðningur við málstað sinn frá Ágústi Einarssyni, prófessor, fyrrverandi rektor og fyrrverandi alþingismanni, í formi greinar sem birtist í Fréttablaðinu 14. febrúar sl. Áhugasamir geta rýnt í efnið hér.
Lesa meira

16. feb. 2011

Ályktanir frá stjórn Skólastjórafélags Íslands

Á fundi föstudaginn 11. febrúar sl. samþykkti stjórn SÍ tvær ályktanir.
Lesa meira

15. feb. 2011

Ráðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi 25. febrúar nk.

Föstudaginn 25. febrúar nk. stendur Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um tónlistarrannsóknir á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Listgreinahúsi Háskóla Íslands, Skipholti 37 og stendur frá kl. 8:30 til 15:00.
Lesa meira

15. feb. 2011

Háskóladagurinn - Opið hús í Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður landsmönnum á öllum aldri í heimsókn laugardaginn 19. febrúar milli kl. 11:00 og 16:00. Þar verða í boði ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.
Lesa meira

15. feb. 2011

Áhugavert málþing 25. febrúar

Félagsmenn athugið: Öryrkjabandalag Íslands, Velferðarráðuneytið, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir málþingi föstudaginn 25. febrúar nk. Yfirskrift málþingsins er Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja.
Lesa meira

11. feb. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009 næsta þriðjudag

Opinn umræðufundur um PISA 2009 verður næsta þriðjudag, 22. febrúar, í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A, kl. 14:00-15:30. Þetta er annar fundur vetrarins um niðurstöður PISA 2009 og þar verður haldið áfram að ræða um jafnrétti til náms og tengsl bakgrunns nemenda við árangur. Auk þessa verður meðal annars fjallað um stöðu lesskilnings í grunnskólum með tilliti til nokkurra breyta og skoðað hvers konar lesskilningaverkefni veitast nemendum auðveld og erfið.
Lesa meira

10. feb. 2011

Hvatningarleikurinn Lífshlaupið

Lífshlaupið er hvatningarverkefni ÍSÍ og er tilgangur þess er að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og að þessu sinni mun hvatningarleikur Lífshlaupsins fyrir vinnustaði og grunnskóla fara fram dagana 2. - 22. febrúar 2011.
Lesa meira

10. feb. 2011

Námskeið hjá Vinnueftirlitinu

Vinnueftirlitið hefur sett inn á heimasíðu sína, www.vinnueftirlit.is, áætlun yfir námskeið sem haldin verða til vors 2011.
Lesa meira

9. feb. 2011

Mínar síður

Félagsmenn athugið. Mínar síður er hnappur hér vinstra megin á forsíðu ki.is þar sem hægt er að skrá sig inn og halda utan um sín mál hjá Kennarasambandinu. Til dæmis umsóknir til sjúkrasjóðs og endurmenntunarsjóða. Þetta er glæný þjónusta og verður bætt við hana fleiri þjónustuþáttum þegar fram líða stundir. Mínar síður verða einnig kynntar sérstaklega í tölvupósti til félagsmanna og víðar.
Lesa meira

9. feb. 2011

Hvað var mest lesið á ki.is í síðasta mánuði?

Undanfarinn mánuð hafa þrír hlutar vefjarins okkar verið vinsælastir hjá lesendum. Það eru eftirtaldir: Sjúkrasjóður, launatöflur Félags leikskólakennara (FL) og laus störf.
Lesa meira

8. feb. 2011

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur mótmælir niðurskurði

Á fundi starfsfólks Grunnskóla Grindavíkur var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur starfsmanna Grunnskóla Grindavíkur mótmælir harðlega niðurskurði bæjarstjórnar til fræðslumála í Grindavík fyrir næsta skólaár. Með þessum aðgerðum er vegið að grunnstoðum samfélagsins og þjónustu við börn og unglinga. Á tímum sem þessum geta slíkar aðgerðir verið afdrifaríkar og óbætanlegt tjón hlotist af...“
Lesa meira

7. feb. 2011

Formaður FG sjálfkjörinn

Framboðsfresti til embættis formanns Félags grunnskólakennara (FG) lauk 3. febrúar síðastliðinn. Eitt framboð barst, frá Ólafi Loftssyni núverandi formanni FG. Ólafur er því sjálfkjörinn formaður FG fyrir tímabilið 2011-2014, skv. reglum uppstillingarnefndar og lögum FG.
Lesa meira

7. feb. 2011

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.
Lesa meira

6. feb. 2011

Úrslit í stuttmyndakeppni leikskólanna

Stuttmyndahátíð leikskólanna var haldin á Degi leikskólans í Bíó Paradís. Á hátíðinni voru sýndar þær myndir sem tilnefndar höfðu verið til verðlauna. Þátttaka í stuttmyndakeppninni fór fram úr björtustu vonum, en alls bárust 54 stuttmyndir í keppnina, alls staðar að af landinu. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir skemmtilegustu stuttmyndina, athyglisverðustu stuttmyndina og bestu stuttmyndina. Bíó Paradís, ELKÓ og Krumma styrktu stuttmyndakeppnina og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira

3. feb. 2011

Áhrif kreppunnar á börn og ungmenni - ráðstefna á vegum Lionshreyfingarinnar

Opin ráðstefna um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni verður haldin á vegum Lions í Norræna húsinu fimmtudaginn 10. febrúar nk. kl. 16:30-18:30. „Þetta er frábær fræðsla fyrir alla, jafnt foreldra, fagfólk og aðra sem láta sig varða velferð barna og ungmenna“, segir einn aðstandenda ráðstefnunnar. „Aukin þekking og umræða getur stuðlað að betra lífi barna og ungmenna og þessi ráðstefna er innlegg í þá baráttu.“ Fyrirlesarar eru viðurkenndir sérfræðingar hver á sínu sviði, sem fjalla um vandann og hvernig við leitum lausna.
Lesa meira

2. feb. 2011

Fjölmennur félagsfundur FL og FSL

Þriðjudagskvöldið 1. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur FL og FSL. Framsögu á fundinum höfðu Marta Dögg formaður FL, Ingibjörg formaður FSL, Oddný formaður Menntaráðs, Þorbjörg Helga og Óttar borgarfulltrúar. Fundurinn var boðaður til þess að ræða um sparnaðar- og hagræðingaráform hjá Reykjavíkurborg. Mikill fjöldi mætti á fundinn (300-350 manns) og samstaða stéttarinnar kom berlega í ljós og það var mikill hugur í fólki.
Lesa meira

2. feb. 2011

Yfir þúsund manns mótmæltu niðurskurði til tónlistarmenntunar

Mótmælafundur undir yfirskriftinni „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“ var haldinn þriðjudaginn 1. febrúar fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur. Við upphaf fundar léku tónlistarnemendur ættjarðarlög og síðan tóku við ávörp flutt af Sigrúnu Grendal, formanni Félags tónlistarskólakennara og Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur, tónlistarnema. Þá ávarpaði borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, fundinn og tók við ályktun sem samþykkt var á fundinum. Mikil eindrægni ríkti meðal fundarmanna sem sameinuðust í fjöldasöng á milli ávarpa undir stjórn Garðars Cortes, skólastjóra Söngskólans í Reykjavík. Yfir þúsund manns sóttu fundinn og að honum loknum fylltu fundarmenn palla og salarkynni Ráðhússins þar sem málefni tónlistarskólanna voru á dagskrá borgarstjórnarfundar.
Lesa meira

1. feb. 2011

Punktastýrð úthlutun á orlofshúsum næsta sumar

Meðfylgjandi reglur gilda um úthlutun orlofshúsa næsta sumar. Upplýsingar um orlofshús verða birtar í Ferðablaði Orlofssjóðs sem kemur út um miðjan mars mánuð.
Lesa meira

1. feb. 2011

Tónlistarnemendur mótmæla

Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara heldur hvatningarávarp í boði tónlistarnema á mótmælafundi þeirra gegn fyrirhuguðum niðurskurði fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í dag. Boðað er til mótmælastöðu klukkan 13:00 en formleg dagskrá hefst klukkan 13:30. Gífurlegur niðurskurður er fyrirhugaður í fjárveitingum til tónlistarskóla í Reykjavík og er talinn vera ein alvarlegasta atlaga sem gerð hefur verið að íslenskri tónlistarmenntun, ef af verður.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli