Eftir mánuðum

31. maí 2011

Ný stjórn FG og aðrar trúnaðarstöður

Á nýafstöðnum aðalfundi FG var kosið í allar trúnaðarstöður félagsins fyrir árin 2011-2014. Talsverð endurnýjun varð í flestum ráðum og nefndum. Fráfarandi fólki í trúnaðarstöðum eru færðar þakkir fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu stéttarinnar. Nýtt fólk er boðið velkomið og því óskað velfarnaðar í störfum sínum. Sjá nánar hér.
Lesa meira

31. maí 2011

Kynningarfundir um nýjan kjarasamning KÍ/framhaldsskóla

FF og FS halda kynningarfundi um nýjan kjarasamning sem hér segir: Miðvikudagur 1. júní í Rauða sal Verzlunarskóla Íslands, kl. 15:00. Gengið inn gegnt Borgarleikhúsinu. Föstudagur 3. júní í Verkmenntaskólanum á Akureyri, kl. 11:30, salur M-01.
Lesa meira

30. maí 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning ...

... milli Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

30. maí 2011

Skólastjórar búnir að semja

Kennarasamband Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands og Samninganefnd sveitarfélaga hafa skrifað undir nýjan kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið á undanförnum dögum á almennum og opinberum markaði. Félögum hefur verið sendur samningurinn og kynningarbréf með yfirliti yfir það helsta sem í honum felst.
Lesa meira

26. maí 2011

Framhaldsskólakennarar búnir að semja

Kennarasamband Íslands/framhaldsskóli og Samninganefnd ríkisins hafa skrifað undir kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og kjarasamningar á almennum markaði. Samhliða hefur menntamálaráðherra og KÍ/framhaldsskóli undirritað samstarfssamning um samvinnu við innleiðingu framhaldsskólalaganna sem taka að fullu gildi 2015.
Lesa meira

25. maí 2011

Ný skólamálanefnd FF

Á fundi FF og formanna fagfélaga í morgun, þann 25. maí 2011, var kosin skólamálanefnd fyrir FF á grundvelli tilnefninga félagsins. Leitast var við að gæta jafnvægis milli faggreina og sviða við kosningu fulltrúanna.
Lesa meira

24. maí 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti á netinu og hefst miðvikudaginn 25. maí kl. 9:00 og lýkur mánudaginn 30. maí kl 14:00. Atkvæðagreiðslan er leynileg og leggur kjörstjórn áherslu á að félagsmenn virði það í hvívetna.
Lesa meira

21. maí 2011

Samninganefnd ríkisins bakkar út úr samningaviðræðum við KÍ/framhaldsskóla

Viðræður um endurnýjun kjarasamnings framhaldsskólans hafa staðið yfir að undanförnu. Nokkur mynd var komin að mati samninganefndar KÍ/framhaldsskóla á efni nýs kjarasamnings. SNR hafði ítrekað vilja sinn til að gera kjarasamning í vor áður en framhaldsskólarnir lykju störfum. Það kom því verulega á óvart þegar SNR tilkynnti í gær að hún hefði ekki umboð til að gera kjarasamning við KÍ/framhaldsskóla á þeim nótum sem um hafði verið rætt. Mikil samningavinna að undanförnu er unnin fyrir gýg og dýrmætum tíma eytt og tækifærum að ná niðurstöðu fyrir framhaldsskólana.
Lesa meira

19. maí 2011

Grunnþættir menntunar og framhaldsskólastarf

Menntavísindasvið HÍ, að undirlagi Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara, býður framhaldsskólakennurum og stjórnendum 10 eininga námskeið um grunnþætti nýrrar námskrár: Grunnþættir menntunar og framhaldsskólastarf (KEN001M). Námskeið þetta hefur nokkra sérstöðu þar sem því er ætlað að styðja menntalög frá 2008. Hér er tækifæri til að byggja upp nýja þekkingu í framhaldsskólunum sem nýtist við innleiðingu nýrrar námskrár og styður þá þverfaglegu nálgun sem þar birtist í grunnþáttunum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Lesa meira

19. maí 2011

Þing norænna sagnaþula á Íslandi 2011 - LÆKKAÐ VERÐ

Dagana 24. til 30. júlí nk. verður þing norræna sagnaþula haldið að Núpi í Dýrafirði. Þá verða einnig í boði fimm námskeið með leiðbeinendum frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Englandi. Þetta eru skemmtileg námskeið fyrir alla sem hafa gaman af að hlusta á sögur og segja frá.
Lesa meira

19. maí 2011

Nýr formaður FL tók við að loknum aðalfundi

Að loknum aðalfundi Félags leikskólakennara í gær, 18. maí, tók Haraldur F. Gíslason við formannsembættinu af Mörtu Dögg Sigurðardóttur.
Lesa meira

18. maí 2011

Kosið um nýjan samning Félags grunnskólakennara á næstunni

Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara var undirritaður laugardaginn 14. maí. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Samningurinn fylgir með í viðhengi.
Lesa meira

18. maí 2011

Aðalfundir FG, FL og FSL standa yfir

Á Grand hóteli Reykjavík standa nú yfir aðalfundir FG, FL og FSL. Í gær, 17. maí, sátu nefndir yfir tillögum til ályktanna sem ræddar verða á fundunum í dag. Áhugasamir geta séð fyrirliggjandi tillögur á heimasíðum viðkomandi félaga og samþykktir verða einnig aðgengilegar þar á næstu vikum.
Lesa meira

13. maí 2011

Stjórnarfundur NLS haldinn í Reykjavík 3. maí 2011

Fundurinn hófst með því að Eiríkur Jónsson sagði af sér formennsku NLS en hann sem formaður KÍ hafði verið formaður NLS frá síðustu áramótum. Nýr formaður KÍ, Þórður Á. Hjaltested var kosinn nýr formaður NLS út árið 2011 og tók við stjórnun fundarins. Fimm aðildarlönd NLS skipta með sér forystuhlutverki NLS og fer Ísland með formennsku fimmta hvert ár.
Lesa meira

13. maí 2011

Myndir frá viðburðum KÍ

Núna er hægt að skoða myndir frá m.a. 5. þingi KÍ hér, en þingið var haldið 6.-8. apríl sl.
Lesa meira

12. maí 2011

Fréttir af stöðu samningamála hjá FL

Eins og fram hefur komið lagði samninganefnd FL fram tilboð um kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga þann 2. maí sl. Samninganefnd sveitarfélaga setti síðan fram tillögur sínar um launaliði og gildistíma kjarasamnings þann 9. maí sl. Tillögur samninganefndar sveitarfélaga eru að mati samninganefndar FL algjörlega óásættanlegar þar sem gert er ráð fyrir þriggja ára gildistíma kjarasamningsins og að sá launamunur sem nú er á milli leikskólakennara og samanburðarhópa haldist óbreyttur þann tíma. Í ljósi þessara aðstæðna hefur samninganefnd FL ákveðið að óska eftir stuðningi aðalfundar félagsins við þá ákvörðun að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagsmanna. Verði boðun verkfalls samþykkt er gert ráð fyrir að það hefjist þann 22. ágúst nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira

11. maí 2011

Samþykkt FKE frá aðalfundi 7. maí sl.

Kennarasambandinu barst eftirfarandi samþykkt frá Félagi kennara á eftirlaunum.
Lesa meira

10. maí 2011

Ný vinnuumhverfisbóla um vinnuskilyrði þungaðra kvenna

Vinnuumhverfisbóla maí mánaðar fjallar um vinnuskilyrði þungaðra kvenna. Að vinnuskilyrði sem undir venjulegum kringumstæðum teljast í lagi geta orðið óviðunandi þegar þungaðar konur eiga í hlut.
Lesa meira

9. maí 2011

Nú er vetur úr bæ - stóri leikskóladagurinn.

Föstudaginn 27. maí nk. kl. 10:00 - 15:00 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð verður STÓRI leikskóladagurinn haldinn hátíðlegur. Mikið verður um að vera og má sem dæmi nefna áhugaverða fyrirlestra, skemmtilegar kynningar og sýning á margvíslegum verkefnum sem unnið er að í leikskólum Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

6. maí 2011

Málstofa um miðlamennt - ATH breyttur tími!

Miðlamennt (media education) hefur öðlast sess í námskrám margra þjóða og hún er meðal forgangsmála í menntastefnu Evrópusambandsins. Þótt talað hafi verið um miðlamennt sem „náms- og kennslufræði 21. aldarinnar“ glímir fræðafólk enn við áleitnar spurningar sem varða eðli hennar og útfærslu í skólastarfi. Rannum (Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun) boðar til málstofu um miðlamennt miðvikudaginn 18. maí. Verður hún haldin í Hamri, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, kl. 10-12 í stofu H201. Þar mun dr. Leo Pekkala segja frá fræðastarfi sem tengist miðlamennt í Háskólanum í Lapplandi, þar sem hann starfar, og ræða hugmyndir sínar um miðlalæsi og miðlamennt við málstofugesti.
Lesa meira

6. maí 2011

Hjólað í vinnuna

Undanfarin átta ár hefur ÍSÍ staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með átakinu „Hjólað í vinnuna“. Hjólað í vinnuna fer nú fram dagana 4.-24. maí.
Lesa meira

3. maí 2011

Ályktun samninganefnda FF og FS um stöðuna í kjaraviðræðum

Samninganefndir FF og FS ályktuðu um stöðuna í kjaraviðræðum. Þar kemur m.a. fram að nefndirnar krefjast þess að þegar verði gengið til viðræðna um að ljúka við gerð kjarasamnings félagsmanna KÍ í framhaldsskólum.
Lesa meira

2. maí 2011

List- og menningarfræðsla á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið réðst í umfangsmikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi árin 2008 - 2009. Niðurstöður úttektarinnar eru nú komnar út í íslenskri þýðingu og má sjá þær hér.
Lesa meira

2. maí 2011

Gagnrýnin hugsun í skólastarfi - Gamall arfur, nýjar áherslur, brýnt viðfangsefni

Föstudaginn 6. maí efna Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Menntavísindasvið Háskóla Íslands til ráðstefnu um gagnrýna hugsun í skólastarfi. Markmið ráðstefnunnar er að efla skilning á eðli gagnrýninnar hugsunar og ræða möguleika á að iðka hana og efla í skólastarfi á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður haldin í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg, föstudaginn 6. maí kl. 12–17.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli