Eftir mánuðum

27. jún. 2011

Skrifstofa Kennarasambands Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí til 2. ágúst.

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 11. júlí til 2. ágúst. Lágmarksþjónusta verður fyrir félagsmenn sem þurfa aðstoð vegna Orlofssjóðs.
Lesa meira

23. jún. 2011

Gildistaka laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla - Leyfisbréf

Vakin er athygli á því að hinn 1. júlí nk. taka lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 að fullu gildi.
Lesa meira

23. jún. 2011

Athygli er vakin á að daglega eru afbókaðar 10 – 15 leigueiningar

Stjórn Orlofssjóðs vekur athygli á að daglega eru 10 – 15 leigueiningar, sem félagsmenn hafa bókað og borgað, afbókaðar.
Lesa meira

23. jún. 2011

Tilboð frá Orlofssjóði

Tilboð frá Orlofssjóði - Þrjár nætur á verði tveggja og engir orlofspunktar dregnir frá vegna leigunnar.
Lesa meira

22. jún. 2011

Kjarasamningur Félags stjórnenda leikskóla var undirritaður í gærkvöldi

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi var skrifað undir kjarasamning Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn hljóðar upp á sömu hækkanir og almennt gerist.
Lesa meira

16. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning tónlistarskólakennara

Niðurstöður í rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga liggja nú fyrir.
Lesa meira

16. jún. 2011

Laus sæti í gönguferð á Hornstrandir

Vegna forfalla hafa losnað þrjú sæti í gönguferð á Hornstrandir sem farin verður 22. júní n.k.
Lesa meira

14. jún. 2011

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

Þann 14. júní 2011 lauk rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem skrifað var undir þann 26. maí sl. með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Lesa meira

14. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara (FL)

Í morgun lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara (FL) innan Kennarasambands Íslands um boðun verkfalls félagsmanna í Félagi leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögum. Greidd voru atkvæði um að verkfall hefjist 22. ágúst 2011.
Lesa meira

14. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning SÍ

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

9. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla fer fram 8. júní til 14. júní nk.
Lesa meira

8. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Skólastjórafélags Íslands er hafin

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Skólastjórafélags Íslands hófst í dag miðvikudaginn 8. júní kl. 9:00 og stendur til kl. 08:00 þriðjudaginn 14. júní. Kjörstjórn Kennarasambands Íslands sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem fer fram á rafrænu formi.
Lesa meira

7. jún. 2011

Úthlutun úr Sprotasjóði 2011

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2011-2012. Sjá nánar frétt á vefsíðu Sprotasjóðs og jafnframt frétt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Lesa meira

7. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning tónlistarskólakennara hefst föstudaginn 10. júní kl. 9:00

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning tónlistarskólakennara hefst föstudaginn 10. júní kl. 9:00 og stendur til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. júní. Kjörstjórn Kennarasambands Íslands sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem fer fram í rafrænu formi. Kjörstjórn mun póstleggja bréf til félagsmanna í dag þar sem fram koma allar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og lykilorð hvers og eins.
Lesa meira

2. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Félagi leikskólakennara

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls félagsmanna í Félagi leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögum, hefst miðvikudaginn 8. júní nk. kl 9:00 og lýkur þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 08:00. Greitt er atkvæði um að verkfall hefjist 22. ágúst 2011. Atkvæðagreiðslan er rafræn og sjá trúnaðarmenn um framkvæmd hennar í leikskólunum, en send verða út lykilorð með nákvæmum upplýsingum varðandi atkvæðagreiðsluna.
Lesa meira

1. jún. 2011

Tónlistarskólakennarar undirrituðu kjarasamning aðfararnótt 31. maí

Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna sem gera sameiginlega kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning við sambandið aðfararnótt 31. maí s.l. með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Félagsmenn hafa fengið kjarasamninginn og samantekt með helstu breytingum í netpósti en einnig verður kynningarbréf sent í pósti á næstu dögum.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli