Eftir mánuðum

31. jan. 2012

Sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2012

Athygli er vakin á því að félagsmenn KÍ í leik-, grunn- og tónlistarskólum sem eru við störf þann 1. febrúar 2012 fá greidda sérstaka eingreiðslu, kr. 25.000,- miðað við fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012.
Lesa meira

31. jan. 2012

Enskunámskeið fyrir grunnskólakennara

Félag enskukennara á kost á 16 plássum á online námskeið á vegum British Council sem hefst 20. febrúar 2012. Námskeiðið nefnist Primary Essentials og er ætlað grunnskólakennurum sem kenna ensku. Enn eru 5 sæti laus á námskeiðið sem er þátttakendum að kostnaðarlausu en útheimtir töluverða vinnu.
Lesa meira

30. jan. 2012

Ráðstefna Iðnmenntar 2012

Starfsmenntun, skóli - atvinnulíf. Gildi starfsmenntunar í íslensku samfélagi. Föstudaginn 3. febrúar verður ráðstefna Iðnmenntar 2012 haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst hún kl. 13:00.
Lesa meira

30. jan. 2012

Skuldbinding framhaldsskólanemenda í tengslum við námsframvindu þeirra

Fyrsta málstofan af átta um framhaldsskólarannsóknir verður haldin miðvikudaginn 1. febrúar kl. 16:20-17:05 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, stofu K-207. Í þessari fyrstu málstofu er það Kristjana Stella Blöndal, lektor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem fjallar um áhugavert efni undir heitinu: Skuldbinding framhaldsskólanemenda í tengslum við námsframvindu þeirra.
Lesa meira

27. jan. 2012

Skráðum nemendum í framhalds- og háskólum fjölgar um 3,1% frá fyrra ári

Haustið 2011 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 48.723. Á framhalds- og viðbótarstigi voru skráðir 29.389 nemendur og 19.334 nemendur á háskóla- og doktorsstigi. Skráðum nemendum fjölgar um 3,1% frá fyrra ári og með þeirri fjölgun er sú fækkun sem varð á síðasta ári að mestu gengin til baka.
Lesa meira

26. jan. 2012

Norrænn samanburður og ánægja nemenda af lestri

Opinn umræðufundur þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 14-16 í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A. Þetta er fimmti fundur vetrarins hjá Námsmatsstofnun um PISA, opinn öllu áhugafólki um grunnmenntun og grunnskóla. Dagskráin er tvíþætt. Norrænn samanburður á lesskilningi í tilefni af nýju riti frá Norrænu ráðherranefndinni og hins vegar ánægja nemenda af lestri í tilefni af nýafstaðinni ráðstefnu Rithöfundasambands Íslands.
Lesa meira

26. jan. 2012

Menntaáætlun Nordplus 2012

Auglýst er eftir styrkjum til menntasamvinnu á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Umsóknarfrestur er 1. mars 2012.
Lesa meira

26. jan. 2012

Skólaráðstefna Epli.is

Fimmtudaginn 2. febrúar stendur Epli.is fyrir menntaráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík.
Lesa meira

25. jan. 2012

Símenntunar-/starfsþróunarmál í brennidepli

Föstudaginn 13. janúar 2012 var haldinn á vegum Skólamálaráðs fræðslufundur um símenntun/starfsþróun - framtíðarsýn. Á fundinn mættu um 60 manns, flestir frá Kennarasambandinu, stjórnum og skólamálanefndum aðildarfélaganna, en einnig sátu fundinn fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira

23. jan. 2012

Fullt út úr dyrum á málþingi BSRB, BHM og KÍ um lífeyrismál

Málþing BSRB, KÍ og BHM fór fram á Grand hóteli á fimmtudaginn fyrir fullum sal en alls mættu rúmlega 400 manns til að hlýða á þau erindi sem þar voru flutt.
Lesa meira

20. jan. 2012

Læsi - Meira en stafir og staut

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar heldur ráðstefnu fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk leikskóla laugardaginn 4. febrúar í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Dag leikskólans, en síðastliðin tvö ár hefur Leikskólasvið Reykjavíkurborgar haldið ráðstefnur á þessum tíma.
Lesa meira

19. jan. 2012

„Munurinn á lífeyrisgreiðslum minni en munurinn á lífeyrisréttindum gefur til kynna“

Þetta kemur fram í skýrslu Benedikts Jóhannessonar sem hann vann fyrir BSRB, KÍ og BHM og sem var kynnt á málþingi fyrr í dag.
Lesa meira

17. jan. 2012

Hægt að fylgjast með lífeyrismálþinginu á netinu

BHM, BSRB og KÍ standa fyrir málþingi um samspil lífeyris og almannatrygginga á Grand hóteli Reykjavík (Gullteig) þann 19. janúar nk. frá kl. 13:00-16:00. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis en einnig verður hægt að fylgjast með þinginu gegnum netið.
Lesa meira

16. jan. 2012

Samspil lífeyris og almannatrygginga – þín framtíð

Málþing um samspil lífeyris og almennatrygginga verður haldið þann 19. janúar á Grand hóteli í Reykjavík kl. 13-16. Þingið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Þar verða kynntar niðurstöður skýrslu sem Benedikt Jóhannesson vann að beiðni BSRB, KÍ og BHM um samspil lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Auk Benedikts munu nýskipaður fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins halda erindi. Skráningarmöguleiki er kominn inn.
Lesa meira

13. jan. 2012

Framtíðarsýn í list- og verkgreinum

Mánudaginn 16. janúar verður haldinn undirbúningsfundur vegna vinnu við aðalnámskrá grunnskóla í list- og verkgreinum 2012. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Listaháskóla Íslands og stendur frá kl. 14:00 til 17:30.
Lesa meira

10. jan. 2012

Símenntun/starfsþróun – framtíðarsýn?

Framkvæmdastjórn skólamálaráðs Kennarasambands Íslands í samstarfi við fulltrúa KÍ í samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun heldur fræðslufund föstudaginn 13. janúar kl. 13:00-16:30. Fundurinn er ætlaður þeim sem sitja í stjórn KÍ og stjórnum og skólamálanefndum aðildarfélaga auk fulltrúa KÍ í stjórnum endurmenntunarsjóða. Athugið að ný dagskrá er komin inn.
Lesa meira

10. jan. 2012

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2012-2013 er til og með 20. febrúar 2012.
Lesa meira

10. jan. 2012

Upplýsingatækninámskeið fyrir leik- og grunnskólakennara

3f, félag um upplýsingatækni og menntun, heldur námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara í Verzlunarskóla Íslands mánudaginn 23. janúar og þriðjudaginn 24. janúar kl. 16:00-20:00 báða dagana.
Lesa meira

10. jan. 2012

Kroppaklapp og kórstjórn meðal námskeiða Opna Listaháskólans fyrir listgreinakennara

Listkennsludeild LHÍ býður í vor upp á úrval spennandi endurmenntunarnámskeiða fyrir listgreinakennara undir merkjum Opna Listaháskólans. Námskeiðin eru öll á meistarastigi en þátttakendur geta valið hvort þeir taka námskeiðin til eininga eða ekki. Námskeiðin eru opin öllum með grunn-háskólagráðu í kennslu eða listum. Starfandi listgreinakennarar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Lesa meira

6. jan. 2012

Er barnalýðræði á Íslandi?

Dagana 26.-27. janúar verður málþing Þroskaþjálfarafélags Íslands haldið á Grand hótel Reykjavík undir heitinu Er barnalýðræði á Íslandi? Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra og skemmtileg dagskrá.
Lesa meira

5. jan. 2012

Íslensk skólamál í alþjóðlegum samanburði

Á fundi kjararáðs KÍ 11. nóvember sl. flutti Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ stórfróðlegt erindi um íslensk skólamál í alþjóðlegum samanburði.
Lesa meira

4. jan. 2012

Opnunarráðstefna 11. janúar - Norrænir styrkir til menntamála 2012-2016

Miðvikudaginn 11. janúar nk. verður haldin opnunarráðstefna Nordplus. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu frá kl. 15:00 til 17.00. Þar verður farið verður yfir helstu atriði Nordplus menntaáætlunarinnar, eldri Nordplus verkefni verða til sýnis og síðan verða ítarlegri kynningar í vinnustofum.
Lesa meira

4. jan. 2012

Orlofssjóður auglýsir eftir orlofshúsnæði fyrir sumarið 2012

Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir að taka á leigu húsnæði til endurleigu sumarið 2012 fyrir félagsmenn. Bæði íbúðarhúsnæði og sumarhús koma til greina. Húsnæðið þarf að vera vel búið húsgögnum og uppfylla kröfur um góðan húsbúnað. Leigusali þarf að hafa reglulegt eftirlit með húsnæðinu. Fastur leigutími eru 8 vikur á tímabilinu 8. júní til 17. ágúst 2012.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli