Eftir árum

30. des. 2010

Óskir Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á grunnskólalögum

Óskir Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á grunnskólalögunum tengjast tillögum sambandsins um að stytta vikulegan kennslutímafjölda, fækka skóladögum nemenda og minnka framboð vegna valgreina. KÍ getur ekki annað en lagst gegn þessum hugmyndum.
Lesa meira

30. des. 2010

Fjölgun stöðugilda í grunnskólum

Í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins 29.12. 2010, vill Félag grunnskólakennara (FG) koma eftirfarandi á framfæri. Staðhæfingar um fjölgun kennara síðustu ár (1998-2007) eiga sér eðlilegar skýringar og ekki er ástæða til að gera þær tortryggilegar eins og gert er í forsíðufrétt Fréttablaðsins.
Lesa meira

30. des. 2010

Ný vinnuumhverfisbóla!

Athugið að inn er komin ný vinnuumhverfisbóla þar sem haldið er áfram að fjalla um einelti á vinnustöðum.
Lesa meira

28. des. 2010

Afsláttur af leikskólagjöldum afnuminn

Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær hafa ákveðið að afnema afslátt leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla af leikskólagjöldum. Það er álit lögmanns Kennarasambands Íslands að afsláttarkjör af leikskólagjöldum séu hluti af starfskjörum leikskólakennara og þar af leiðandi verði að lágmarki að segja þeim upp með tilgreindum uppsagnarfresti, sem er í flestum tilfellum þrír mánuðir. Lögmaður Kennarasambandsins mun á næstu dögum kanna hvort um geti verið að ræða starfskjör sem hafi kjarasamningsígildi og séu þar af leiðandi óuppsegjanleg með öllu.
Lesa meira

28. des. 2010

Lokað á gamlársdag

Kennarahúsið verður lokað frá og með 31. desember. Opnum aftur mánudaginn 3. janúar á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár!
Lesa meira

21. des. 2010

Jólalokun

Kennarahúsið verður lokað frá og með 23. desember. Opnum aftur þriðjudaginn 28. desember.
Lesa meira

20. des. 2010

PISA greining og umfjöllun

Niðurstöður PISA rannsóknarinnar hafa vakið athygli að venju. Hér er bent á nokkur gögn sem hjálpa fólki að glöggva sig á niðurstöðunum.
Lesa meira

20. des. 2010

Friðargöngur framundan

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir árvissri blysför niður Laugaveginn í Reykjavík miðvikudaginn 23. desember en gengið hefur verið í þágu friðar niður Laugaveginn í þrjátíu ár. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og lagt af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi áður en gangan leggur af stað. Í lok göngunnar verður stuttur fundur á Ingólfstorgi þar sem Steingerður Hreinsdóttir, alþjóðaþróunarfræðingur, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands, flytur ávarp en fundarstjóri er Árni Pétur Guðjónsson leikari. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Samstarfshópurinn minnir á að málstaður og rök friðarsinna skipta jafn miklu máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt berast fregnir af ofbeldisverkum þjóða á milli og innan samfélaga. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist á stríðunum í Írak og Afganistan. Meðal þeirra sem standa að samstarfshópnum er Félag leikskólakennara. Á Ísafirði leggur friðargangan af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 og gengið er niður á Silfurtorg þar sem verður hefðbundin dagskrá með tónlist, ljóðum og mæltu máli. Ræðumaður er Martha Ernstdóttir. Friðargöngur tíðkast víðar á landinu svo sem á Akureyri, í Stykkishólmi og á Akranesi en Kennarasambandinu hafa ekki borist fregnir af fleiri göngum sem enn eru ógengnar, gengið var í þágu friðar um Hólastað í gærkvöldi.
Lesa meira

20. des. 2010

Kennarasambandið styrkir Krabbameinsfélagið

Kennarasamband Íslands hefur undanfarin ár styrkt ýmis samtök í tilefni jóla, í stað þess að senda jólakort. Í ár er komið að Krabbameinsfélaginu og stjórn KÍ ákvað á síðasta fundi sínum að styrkja félagið með 250.000 króna framlagi. „Það er von stjórnarinnar að styrkurinn komi sér vel í því mikilvæga starfi sem Krabbameinsfélagið sinnir,“ segir Eiríkur Jónsson formaður KÍ.
Lesa meira

20. des. 2010

Nýr vefur NLS

Norrænu kennarasamtökin NLS eru komin með nýjan vef. NLS er vettvangur samvinnu kennarasambanda á Norðurlöndum og KÍ tekur virkan þátt í starfsemi samtakanna. Slóð vefjarins er www.nls.info.
Lesa meira

16. des. 2010

Tilkynning frá Orlofssjóði: GJAFABRÉF Í FLUG ERU EKKI ENDURGREIDD

Að gefnu tilefni vill Orlofssjóður taka fram að gjafabréf í flug eru ekki endurgreidd og þau er ekki hægt að nota í pakkaferðir. Gjafabréfin gilda í tvö ár.
Lesa meira

16. des. 2010

Félagsmenn athugið!

Lokað verður í Kennarahúsinu á milli 12:00 og 13:00 í dag fimmtudaginn 16. desember.
Lesa meira

13. des. 2010

Barnaheill kallar eftir jafnræði til náms og hvetur til að skólaganga verði aukin en ekki skert í kreppunni

Samtökin Barnaheill lýsa yfir þungum áhyggjum af niðurskurði í skólakerfinu sem þegar hefur komið til framkvæmda. Hugmyndir um enn frekari niðurskurð í skólakerfinu eru óásættanlegar og áframhaldandi niðurskurður í menntakerfi, heilbrigðis- og félagsþjónustu getur haft alvarleg áhrif á stöðu fjölda barna í nútíð og framtíð. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Barnaheilla 9. desember sl. Samtökin hvetja ríkisstjórn og sveitarfélög til að forgangsraða upp á nýtt og setja börn í fyrsta sæti. Vitnað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vakin athygli á að öll börn eiga að njóta sömu réttinda, óháð stöðu þeirra og foreldra þeirra. Öll börn eiga meðfæddan rétt til lífs og þroska og öll börn eiga rétt á endurgjaldslausri grunnmenntun. Öll börn eiga rétt á góðri heilsu, umönnun og vernd. Samtökin hvetja sveitarfélög til að standa vörð um menntun barnanna, sérkennslu, aðstoð við heimanám og stuðning við börn innflytjenda. Grunnskólinn er grunnþjónusta sem ber að standa vörð um.
Lesa meira

13. des. 2010

Þórður Á. Hjaltested verður næsti formaður KÍ

Niðurstöður í formannskjöri KÍ liggja fyrir. Tvö voru í framboði, Elna Katrín Jónsdóttir og Þórður Á. Hjaltested. Þórður náði kjöri með 80 atkvæða mun og tekur við formennsku Kennarasambandsins á þingi þess þann 8. apríl nk. Atkvæði féllu þannig að Þórður hlaut alls 3609 atkvæði eða 48,2% og Elna hlaut alls 3529 atkvæði eða 47,2 %. Auðir seðlar og ógildir voru 345 eða 4,6 %. Á kjörskrá voru 10.128. Atkvæði greiddu 7.483 eða 73,9 %. Kosning fór fram skriflega meðal félagsmanna KÍ dagana 22. – 26. nóvember og atkvæði voru talin 11. desember 2010.
Lesa meira

10. des. 2010

Kennarar á Norðurlöndum vara við misnotkun á PISA

Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina átt það til að nýta sér niðurstöður PISA rannsóknarinnar á miður skynsamlegan hátt og mættu tileinka sér meiri varkárni, vandvirkari vinnubrögð og minni valdyfirfærslu til OECD í mótun menntastefnu. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við fólk í norrænu kennaraforystunni sem hittist í Osló í haust, þeirra á meðal Elnu Katrínu Jónsdóttur varaformann KÍ. Að mati forystufólksins hefur PISA alla burði til að vera jákvætt og uppbyggilegt verkfæri í þágu menntaþróunar en niðurstöður eru því miður oft rangtúlkaðar og notaðar á yfirborðskenndan máta, jafnvel í þágu skammtímahagsmuna. Skólakerfinu, með áherslu á gott skólastarf, getur stafað ógn af slíku.
Lesa meira

7. des. 2010

Lesskilningur upp á við - samhent átak í grunnskólum skilar sér!

Um svipað leyti og niðurstöður bárust úr PISA rannsóknum að lesskilningi íslenskra nemenda hrakaði jafnt og þétt var að hefjast öflugt lestrar- og lesskilningsátak í grunnskólum um allt land. Það hefur nú skilað þessum líka fína árangri, Ísland er búið að snúa vörn í sókn og hefur endurheimt fyrri stöðu.
Lesa meira

6. des. 2010

Engar forsendur fyrir að semja lengur en til eins árs, að óbreyttu

Í ályktun frá sameiginlegum fundi stjórna og samninganefnda félaga innan KÍ kemur fram að sambandið mun ekki taka þátt í heildarsamfloti um gerð kjarasamninga. Enn fremur segir að miðað við núverandi aðstæður telji Kennarasamband Íslands engar forsendur fyrir því að gera kjarasamninga til lengri tíma en eins árs. „Þessi skoðun er byggð á þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi ýmis atriði sem varða kjör félagsmanna KÍ. Nægir hér að nefna óvissu um fjárlög næstu ára, óvissu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og ekki síst óvissu um þróun verðlags á næstu misserum. Þá er starfsöryggi margra í uppnámi vegna óvissu um framtíð skóla þar sem áform eru uppi um sameiningu og /eða niðurlagningu þeirra.“
Lesa meira

1. des. 2010

Undanrenna og blóð

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur ályktað um niðurskurð til framhaldsskóla. Í ályktuninni kemur meðal annars fram eftirfarandi: „Í kjölfar bankahruns og peningaæðis þar sem þykjusturíkidæmi brann upp á einni nóttu er rétt að minna á að sú innistæða sem ríki á í vel menntuðum þegnum rýrnar aldrei. Yfirvöld skyldu því fara varlega í að hreyta eina af bestu kúm þjóðfélagsins. Út úr slíku fæst ekkert nema undanrenna og blóð.“
Lesa meira

1. des. 2010

Kennarasambandið gerir samning um dælulykil við Atlantsolíu

Kennarasamband Íslands (KÍ) ásamt öllum aðildarfélögum hefur gert samning við Atlantsolíu um afsláttarkjör fyrir félagsmenn í KÍ. Félagsmönnum KÍ býðst afsláttur sem hér segir: 1. Fimm krónu afsláttur á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu. 2. Átta krónu aukaafsláttur á afmælisdegi dælulykilshafa á öllum stöðvum. 2. Staðbundin sértilboð á AO stöðvum bætast við boðinn afslátt. Dregnir verða út vinningar miðvikudaginn 22. desember 2010 fyrir þá félagsmenn sem eru með dælulykil í notkun.
Lesa meira

26. nóv. 2010

Kynning á frambjóðendum í kjöri til formanns Kennarasambands Íslands

Tvö eru í kjöri til formanns Kennarasambands Íslands: Þórður Árni Hjaltested gjaldkeri KÍ og varaformaður FG og Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ. Kynning á frambjóðendum, áherslum þeirra og helstu baráttumálum hefur verið send félagsmönnum Kennarasambandsins í Eplinu - rafrænu fréttabréfi KÍ. Kynningarefni er einnig hægt að nálgast hér inni í fréttinni og það verður sömuleiðis sent trúnaðarmönnum til upphengis og kynningar á vinnustöðum.
Lesa meira

26. nóv. 2010

Menntaáætlun Nordplus - kynningarráðstefna 10. desember nk.

Menntaáætlun Nordplus verður kynnt á Hótel Sögu 10. desember nk. frá kl. 13:00 til 16:00. Fjallað verður um ýmsa norræna styrki og gefst gestum kostur á að taka þátt í vinnustofum. Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur í lokin.
Lesa meira

25. nóv. 2010

Yfirlýsing frá Kennarasambandi Íslands vegna komandi kjaraviðræðna

Fyrr í dag var haldinn fundur á Hótel Nordica að frumkvæði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og til hans boðið fulltrúum samtaka launamanna og atvinnurekenda. Ríkissáttasemjari stjórnaði fundinum. Þar var lögð fram yfirlýsing KÍ vegna komandi kjaraviðræðna og í henni segir meðal annars: „Kennarasamband Íslands er tilbúið til samvinnu við aðra aðila á vinnumarkaði sem miða að því að finna þær forsendur sem kjarasamningar gætu byggt á. Kennarasambandið telur eðlilegt að ef slík vinna verður sett af stað þá verði hún á ábyrgð og undir verkstjórn ríkissáttasemjara en ekki samningsaðila.“ Eiríkur Jónsson formaður KÍ kynnti yfirlýsingu sambandsins fyrir fundarmönnum og ræddi reynslu KÍ af þátttöku í samfloti á vinnumarkaði á samningstímabilinu frá sumri 2009. Hún er meðal annars sú mikill meirihluti félagsmanna KÍ hefur verið samningslaus í átján mánuði, fæstir félagsmenn hafa fengið neinar launahækkanir á tímabili svokallaðs stöðugleikasáttmála og kaupmáttur þeirra auk þess rýrnað af öðrum ástæðum.
Lesa meira

25. nóv. 2010

Jólagjöfin í ár

Miðvikudaginn 1. desember nk. byrjar Orlofssjóður aftur að selja Veiðikortið. Kennarar geta keypt veiðikortið á kr. 3.500 en til þess að gera það þarf að fara inn á Orlofsvefinn, velja krækjuna afsláttarávísanir og þar er Veiðikortið til sölu. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.
Lesa meira

25. nóv. 2010

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga mótmælir niðurskurði

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga mótmælir þeim hugmyndum sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. Upptökusvæði skólans er stórt eða Snæfellsnes og sunnanverðir Vestfirðir. Hætta er á að niðurskurðurinn muni hafa í för með sér minna námsframboð og miklar líkur á því að nemendum verði neitað um skólavist. Framhaldsskólar eru grunnþáttur í menntakerfi þjóðarinnar og brýn nauðsyn er að tryggja öllum ungmennum ásættanleg tækifæri til menntunar. Því er stefnt í hættu með þessum niðurskurði.
Lesa meira

23. nóv. 2010

Fréttabréf Menntavísindasviðs

Fréttabréf Menntavísindasviðs kom út þann 19. nóvember. Meðal efnis er frétt um opnun Tungumálatorgsins, doktorsvörn, afmælisár Háskólans, útgáfumál og starfsmannabreytingar. Fréttabréfið kemur að jafnaði út tvisvar á misseri.
Lesa meira

23. nóv. 2010

Ný vinnuumhverfisbóla!

Nú er komin inn ný vinnuumhverfisbóla þar sem áfram er fjallað um einelti á vinnustað. Kennarar, endilega kynnið ykkur þetta þarfa efni.
Lesa meira

23. nóv. 2010

Niðurskurður kemur í veg fyrir að skólar sinni lögbundnu hlutverki

„Ósýnt er að skólar geti öllu lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu með áframhaldandi niðurskurði“, segir meðal annars í ályktun sem Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík sendi frá sér í gær. „Þetta er ekki lengur gerlegt eins og hver maður sér.“
Lesa meira

21. nóv. 2010

Reykvískir leikskólastjórnendur hafna hugmyndum um sameiningu leikskóla og samrekstur leik- og grunnskóla og frístundaheimila

Á fundi 1. svæðadeildar Félags stjórnenda leikskóla og stjórnar félagsins var mótmælt hugmyndum um sameiningu leikskóla og samrekstur leik- og grunnskóla og frístundaheimila og bent á að námi og starfi leikskólabarna er með þessu stefnt í hættu. „Námi og velferð barna að sex ára aldri er best borgið í leikskólum undir stjórn leikskólastjóra,“ segir í ályktun frá fundinum. „Ýmsir möguleikar eru til að auka á samvinnu frístundaheimila, leik- og grunnskóla en engin rök hníga að því að farsælt sé að þvinga þessa að mörgu leyti ólíku mennta- og frístundastaði barna og unglinga undir sömu stjórn.“
Lesa meira

18. nóv. 2010

Sveitarfélög líta ekki á grunnskóla sem grunnþjónustu sem beri að standa vörð um

Stjórn KÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem linnulausum árásum formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á grunnskóla landsins er harðlega mótmælt. „Íslendingar geta lært það af öðrum þjóðum sem lent hafa í efnahagslegum þrengingum að það boðar ekki gott að skerða nám barna og unglinga,“ segir meðal annars í ályktuninni. „Slíkt hefur alvarleg áhrif á börnin og allt samfélagið þegar fram líða stundir. Sterk efnahagsleg rök hníga að því að skerða alls ekki skólagöngu barna og ungmenna heldur auka við hana á krepputímum ef þess er nokkur kostur. Menntamálaráðherra er þetta ljóst og hefur staðið dyggilega vörð um menntun barna í grunnskólum þrátt fyrir tímabundnar þrengingar og að hart sé að henni sótt af sveitarfélögum. Sveitarstjórnarmenn ætla greinilega ekki að standa vörð um grunnþjónustu og störf. Nú er ljóst að sveitarfélög, ólíkt fólkinu í landinu, telja grunnskóla ekki til grunnþjónustu sem beri að standa vörð um. Kennarasamband Íslands hafnar sem fyrr öllum leiðum sem skerða gæði skólastarfs og vega að námi barna okkar. Kennarasambandið hvetur menntamálaráðherra til hvika hvergi frá stefnu sinni í málefnum grunnskólans heldur verja hann í lengstu lög og skipa sér þannig fremst í röð þeirra sem standa vörð um nám barna á Íslandi.“
Lesa meira

16. nóv. 2010

Fréttatilkynning frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema

Samband íslenskra framhaldsskólanema stendur fyrir mótmælum á morgun, miðvikudaginn 17. nóvember, frá kl 11:30 - 14:00 fyrir framan Alþingishúsið. Við neitum að sitja þegjandi hljóði á meðan skera á enn frekar niður í menntamálum. Við sættum okkur ekki við að skerða eigi menntun okkar enn frekar og aðstöðu til náms.
Lesa meira

12. nóv. 2010

Sameiningarhugmyndir vekja ugg – boðað til umræðufundar

Þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um sameiningu og samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila hafa vakið mikinn ugg og óöryggi í hópi leikskólastjórnenda. Reykjavíkurborg skipaði starfshóp fyrir rúmri viku síðan til að vinna að þessum málum. Af þessu tilefni boðar Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og stjórn 1. svæðadeildar félagsins til opins fundar fyrir félagsmenn í Gerðubergi nk. mánudag, 15. nóvember, kl. 17:00. Tilgangurinn er að fá skoðanir fólks upp á yfirborðið og skapa vettvang til samræðu. Í grein í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. segir Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður frá stofnun starfshópsins og verkefnasviði hans auk þess að ræða við Ingibjörgu Kristleifsdóttur formann FSL. Þar segir Ingibjörg meðal annars að fyrst og fremst sé verið að horfa á fjárhagslegan ávinning en ekki faglegan: „Það er örugglega hægt að gera þetta á faglegum forsendum. En sá tilgangur er vandséður, eins og þetta hefur verið lagt upp.“
Lesa meira

12. nóv. 2010

Flutningur gagna í nýtt kerfi hjá sjúkra- og endurmenntunarsjóðum KÍ

Hjá Kennarasambandi Íslands er verið að taka í notkun nýtt kerfi fyrir sjúkra- og endurmenntunarsjóði sambandsins. Á meðan á flutningi gagna úr eldri kerfum stendur má búast við töfum á afgreiðslu umsókna. Reynt verður að hraða afgreiðslu eins og unnt er en búast má við að afgreiðslufrestur verði allt að fjórar vikur, frá því öll gögn berast. Nýtt kerfi, sem tekið verður í notkun, mun flýta og einfalda alla afgreiðslu og verður það kynnt félagsmönnum fljótlega.
Lesa meira

12. nóv. 2010

Tilkynning frá uppstillinganefnd FL

Samkvæmt lögum FL er hér með auglýst eftir framboðum og/eða tilnefningum til trúnaðarstarfa fyrir Félag leikskólakennara fyrir næsta kjörtímabil frá aðalfundi 2011 – aðalfundar 2014.
Lesa meira

12. nóv. 2010

Tilkynning frá Orlofssjóði KÍ

Stjórn Orlofssjóðs KÍ hefur samþykkt hækkun útleigu á Orlofshúsum um 10% frá og með 1. mars 2011 og hefur stjórn KÍ staðfest hækkunina. Orlofssjóður KÍ hefur ekki hækkað leiguverð á orlofshúsum síðan í maí 2006. Nú er svo komið að sjóðurinn getur ekki haldið áfram sömu þjónustu og hann hefur veitt hingað til án hækkunar, því er þessi hækkun samþykkt eftir nána skoðun á rekstrargjöldum sjóðsins.
Lesa meira

11. nóv. 2010

Evrópusamkeppni um besta barnaefnið á netinu

Evrópusamkeppni um besta barnaefnið á netinu er sameiginlegt átak fjórtán netöryggismiðstöðva í Evrópu og þeirra þjóða er starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Tilgangur samkeppninnar er að vekja athygli á gæðaefni fyrir 6 til 12 ára börn sem er nú þegar til staðar á netinu. Einnig er ætlunin að hvetja til framleiðslu á þess háttar efni. Markmiðið er að netefnið gagnist börnum á einn eða annan hátt svo sem við fræðslu og sköpun.
Lesa meira

11. nóv. 2010

Skólamálafundur á Grand hóteli 15. nóvember

Skólamálaráð KÍ boðar til fundar með fulltrúum skólamálanefnda aðildarfélaga Kennarasambandsins á Grand hóteli, Hvammi, mánudaginn 15. nóvember nk. Öflugt starf er í skólamálum í sambandinu í vetur og sérstaklega er sjónum beint að þremur umfjöllunarefnum, 1) fagmennsku, 2) forystu í skólastarfi og skólastjórnun og 3) vettvangsnámi og símenntun/starfsþróun sem hluta af kennaramenntun. Einnig er mikið rætt um nýjar aðalnámskrár, lög og reglugerðir og um mat á skólastarfi. Tveir fundir eru haldnir sameiginlega með öllum skólamálanefndum og skólamálaráði og er fundurinn á Grand sá fyrri þeirra. Síðari fundurinn verður í febrúar.
Lesa meira

10. nóv. 2010

Stöðugleikasáttmálinn skelfileg reynsla - ekki áhugi á að endurtaka leikinn

„Ég held að ég geti fullyrt að það er ekki áhugi innan okkar raða á að endurtaka leikinn frá því í fyrra“, segir Eiríkur Jónsson formaður KÍ í viðtali á mbl.is og vísar þar til stöðugleikasáttmálans. „Hann leiddi til þess að almenni markaðurinn samdi. Þar hafa orðið talsverðar launahækkanir á meðan við höfum ekki náð að semja fyrir 80% af okkar félagsmönnum.“ Viðtal við Eirík um þessi mál var birt í Skólavörðunni, sent félagsmönnum í Eplinu og einnig birt hér á vefnum 14. september sl.
Lesa meira

10. nóv. 2010

Tónmenntakennarar halda veglega ráðstefnu um stefnumótun tónmenntar 12. nóvember

Föstudaginn 12. nóvember halda tónmenntakennarar ráðstefnu í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi. Félag tónmenntakennara á Íslandi, TKÍ, vill minna á mikilvægi þess að sem flestir mæti og taki þátt í stefnumótun framtíðarinnar. Félagar eru beðnir um að skrá sig séu þeir ekki þegar búnir að því. Mjög áhugaverðar málstofur og fyrirlestrar verða á ráðstefnunni. Að venju er verði stillt í hóf og taka skal fram að ráðstefnugjald og fargjald/gisting er endurgreiðsluhæft frá endurmenntunarsjóði KÍ.
Lesa meira

9. nóv. 2010

Opnun Tungumálatorgs á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember

Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið bjóða þér að vera við opnun Tungumálatorgsins á Degi íslenskrar tungu. Forseti Menntavísindasviðs Jón Torfi Jónasson flytur ávarp og Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir kynna verkefnið og fjalla um þróun og ávinning af því.
Lesa meira

9. nóv. 2010

Orlofsvefurinn liggur niðri vegna bilana hjá Skýrr

Verið er að vinna að lagfæringu og er Orlofssjóður KÍ í forgangi varðandi viðgerð. Vinsamlegast fylgist með reglulega til að sjá hvort tekist hefur að lagfæra síðuna.
Lesa meira

8. nóv. 2010

Velferð í vinnunni – fræðslufundir fyrir stjórnendur standa yfir

Nú í nóvembermánuði stendur KÍ stendur fyrir tólf fræðslufundum víða um land fyrir skólastjórnendur undir yfirskriftinni Velferð í vinnunni. Tveimur fundum í Reykjavík er lokið og sá þriðji stendur yfir í dag. Mjög góðar umsagnir um fundina hafa borist sambandinu bæði bréflega og símleiðis auk þess sem fólk lýsir yfir ánægju sinni á fundunum sjálfum. Þar er fjallað um vinnuumhverfi, vinnuvernd, heilsueflingu, veikindarétt, réttindi í sjúkrasjóði og þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Næsti fundur verður haldinn í Borgarnesi 10. nóvember. Stjórnendur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla eru eindregið hvattir til að nýta sér þetta tilboð.
Lesa meira

4. nóv. 2010

Herrar, menn og stjórar

Í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2 stendur yfir ljósmyndasýningin „Herrar, menn og stjórar“. Sýningin er tileinkuð Vigdísi Finnbogadottur og er hún eitt viðfangsefnanna á sýningunni sem samanstendur af 36 ljósmyndum af konum sem bera starfsheiti sem enda á herra, maður eða stjóri og/eða gegna störfum sem álitin voru karlastörf hér áður fyrr. Sýningin stendur til 14. nóvember nk. og er opin virka daga frá kl. 9:00 til 17:00 en frá 13:00 til 17:00 á laugardögum og sunnudögum.
Lesa meira

4. nóv. 2010

Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna. Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember 2010.
Lesa meira

3. nóv. 2010

Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun

Dagana 5. og 6. nóvember nk. verður ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun haldið í Sjálandsskóla.
Lesa meira

25. okt. 2010

Hvers vegna fjárfestum við í menntun umfram aðrar þjóðir?

Það hefur vakið nokkra athygli að heildarkostnaður við íslenska grunn- og framhaldsskóla er hvergi hærri en á Íslandi þrátt fyrir að laun íslenskra kennara mælist miklu lægri en gengur og gerist í löndum OECD. Í skýrslu OECD um menntamál, Education at a Glance 2010, kemur fram að heildarkostnaður Íslendinga vegna grunn- og framhaldsskóla er 5,1% af vergri landsframleiðslu en 3,6% að meðaltali í öðrum löndum OECD. Þegar málið er skoðað nánar blasa þrjár megin skýringar við á þessum mun: Aldur þjóðarinnar, íbúafjöldi hennar og metnaður til að bjóða sem flestum af íbúum landsins upp á skólahald í heimabyggð. Hlutfall barna og ungmenna á aldrinum 5-19 ára er mun hærra hér en meðaltal í OECD og árgangar í grunn- og framhaldsskóla fleiri. Þetta og margt fleira athyglisvert kemur fram í úttekt Odds S. Jakobssonar hagfræðings KÍ á málinu.
Lesa meira

22. okt. 2010

Baráttudagur kvenna - Kvennafrí

Samtök launafólks óska konum á Íslandi til hamingju með afmæli Kvennafrídagsins 24. október. Þrjátíu og fimm ár eru nú liðin síðan þúsundir íslenskra kvenna lögðu niður störf og söfnuðust saman á fundum um land allt, hrópuðu: „Áfram stelpur!“ og sýndu þannig á táknrænan hátt hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra er fyrir atvinnulífið og samfélagið. Samstaðan var algjör. Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er og verður baráttudagur íslenskra kvenna. Hann er einn mikilvægasti atburður íslenskrar kvennasögu og Íslandssögunnar.
Lesa meira

21. okt. 2010

Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin?

Skortur er á efni hérlendis fyrir börn til að vinna með erfiðar tilfinningar, reiði, kvíða og annars konar vanlíðan en þörf fyrir efni af þessum toga er brýn. Sálfræðingarnir Árný Ingvarsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir hafa nú þýtt tvær bækur á þessu sviði sem mikill fengur er að fyrir nemendur, kennara og foreldra. Kennarar geta notað bækurnar sem umræðu- og verkefnagrundvöll auk þess að láta þær einstökumnemendum í té. Sú fyrri kom út 2009 og heitir „Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?“ en sú seinni er nýlega komin út og heitir „Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin?“
Lesa meira

21. okt. 2010

Nýr formaður og ný stjórn í Skólastjórafélagi Íslands

Föstudaginn 15. og laugardaginn 16. október sl. var haldinn aðalfundur og árleg námstefna Skólastjórafélags Íslands. Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa þau Svanhildur María Ólafsdóttir skólastjóri Korpuskóla (formaður), Þórður Kristjánsson skólastjóri Seljaskóla,Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla og María Pálmadóttir skólastjóri Setbergsskóla. Nýja stjórnin er hér með boðin innilega velkomin og fráfarandi stjórnarmönnum og formanni stjórnar, Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni, þakkað kærlega fyrir frábær störf.
Lesa meira

21. okt. 2010

Tvö bjóða sig fram í formannskjöri Kennarasambandsins

Frestur til að tilnefna formann KÍ rann út þann 15. október sl. Tvö skiluðu inn framboðum, þau Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður skólamálaráðs KÍ og Þórður Hjaltested gjaldkeri KÍ og varaformaður FG. Frambjóðendur verða kynntir í næstu Skólavörðu. Kosið verður um formann í almennri kosningu félagsmanna KÍ sem lokið verður í síðasta lagi 14. desember nk.
Lesa meira

20. okt. 2010

Málstofa um skólabrag 1. nóvember

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur málstofu um skólabrag þann 1. nóvember nk. í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð í Reykjavík.
Lesa meira

19. okt. 2010

Ráðstefna 29. október nk.

Föstudaginn 29. október nk. verður haldin ráðstefnan Tryggjum gæði í skólakerfinu með stjórnunarstöðlum.
Lesa meira

19. okt. 2010

Evrópsk vinnuverndarvika 25. til 29. október

Evrópska vinnuverndarvikan 2010 er 25. - 29. október nk. og af þessu tilefni er blásið til ráðstefnunnar „Örugg viðhaldsvinna“ þriðjudaginn 26. október kl. 13 - 16:30. Hún er á Grand hóteli í Reykjavík og er tvískipt, í sal A eru fyrirlestrar frá kl. 13 - 15 og í sal B eru veitingar og kynningarbásar frá 15 - 16:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

18. okt. 2010

Menntakvika, rannsóknir, nýbreytni og þróun

Ráðstefna í menntavísindum verður haldin föstudaginn 22. október nk. Rúmlega 170 áhugasamir fræðimenn og sérfræðingar á sviði menntavísinda og tengdra fræðasviða munu flytja erindi um fjölbreytt málefni sem tengjast uppeldi, menntun og þjálfun.
Lesa meira

15. okt. 2010

Dagur gegn einelti

Í dag 15. október er „Dagur gegn einelti“ hjá Reykjavíkurborg. Á fundi sínum þann 3. nóvember 2009 samþykkti borgarstjórn að halda slíkan dag árlega. Átakið að þessu sinni snýr að börnum og ungmennum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar ásamt hvatningu til starfsmanna borgarinnar. Barmmerkjum var dreift til allra starfsmanna og stjórnendur hvattir til þess að vekja athygli á atburðinum og opnaður var hugmyndabanki á innri vef þar sem settar voru tillögur að verkefnum vegna átaksins. Nemendur í skólum fengu einnig ýmist barmmerki eða broskarla. Í mörgum skólum á öllum skólastigum fóru fram umræður og unnin voru ýmis konar verkefni í tilefni dagsins.
Lesa meira

15. okt. 2010

Ályktun FF frá fundi 4. október sl.

Félag framhaldsskólakennara fundaði með formönnum félagsdeilda og trúnaðarmönnum í framhaldsskólum 4. október sl. á Grand hóteli í Reykjavík. Á fundinum var ályktað um aðferðir við fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla 2011.
Lesa meira

15. okt. 2010

Ársfundur Félags tónlistarskólakennara 2010

Ársfundur Félags tónlistarskólakennara verður haldinn föstudaginn 22. október 2010 frá kl. 10:00 til 14:30 í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, Bankastræti 2 í Reykjavík. Á ársfundinum verður farið yfir starfsemi og starfsáætlun félagsins og reikningar þess kynntir. Sérstök umfjöllunarefni á ársfundinum verða skólastefna félagsins og valin kjarasamningstengd atriði. Ársfundur er opinn öllum félagsmönnum.
Lesa meira

14. okt. 2010

Kreppan hefur mikil áhrif í framhaldsskólum

Minni þjónusta bitnar á nemendum sem standa höllum fæti í námi og hafa minna fjárhagslegt svigrúm. Stór hluti kennara finnur fyrir streitu og álagi í starfi. Út eru komnar niðurstöður rannsókna á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara sem voru unnar af Guðrúnu Ragnarsdóttur lýðheilsufræðingi, framhaldsskólakennara og kennslustjóra í Borgarholtsskóla í samstarfi við Félag framhaldsskólakennara. Fyrri rannsóknin var lögð fyrir vorið 2008 á miklum þenslutímum í íslensku samfélagi. Tilgangur seinni rannsóknarinnar sem fór fram vorið 2010 var að kanna áhrif efnahagskreppu frá hausti 2008 á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara og viðhorf þeirra til framhaldsskólalaga sem Alþingi samþykkti sumarið 2008. Í báðum rannsóknum voru lagðir spurningalistar fyrir framhaldsskólakennara, þátttakendur í fyrri rannsókninni voru 901 og 892 í þeirri síðari. Niðurstöður benda til að kreppan hafi veruleg áhrif í framhaldsskólum landsins.
Lesa meira

12. okt. 2010

Efni frá málþingi í tilefni af Evrópska tungumáladeginum

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum efndu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og STÍL, Samtök tungumálakennara á Íslandi til málþings þriðjudaginn 28. september og hófst það kl. 15:30 í Námu, sal Endurmenntunar, Dunhaga 7. Efni málþingsins var tungumálakennsla í grunn- og framhaldsskólum í ljósi nýrra laga um framhaldsskóla. Flutt voru þrjú stutt framsöguerindi og að þeim loknum fóru fram pallborðsumræður.
Lesa meira

8. okt. 2010

Róma-börnum gróflega mismunað í skólum - viðburður þeim til stuðnings í Smáralind á morgun

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir viðburði í Dropanum í Smáralind, Kópavogi, laugardaginn 9. október frá klukkan 13:00 til 17:00 til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu. Gestir og gangandi eru hvattir til að koma til aðstoðar Róma-börnum í Slóvakíu sem mismunað er í skólum landsins og „afhenda lykil að framtíð þeirra“ með undirritun aðgerðakorts sem er í formi lykils.
Lesa meira

8. okt. 2010

Fræðslufundur um einelti og áreiti á vinnustöðum

Fræðslufundur um einelti og áreiti á vinnustöðum var haldinn í Gerðubergi í gær að frumkvæði þriggja nefnda hjá Kennarasambandinu, jafnréttisnefnd, siðaráðs og vinnuumhverfisnefnd. Til hans var boðið nefndarfólki, formönnum aðildarfélaga KÍ, formönnum skólamálanefnda KÍ og þeim starfsmönnum Kennarahúss sem tengjast þessum málaflokki með einhverjum hætti. Þrjú erindi voru haldin um einelti, forvarnir og úrvinnslu og sagt frá merkilegu starfi sem Reykjavíkurborg annars vegar og hins vegar fjögur ráðuneyti í samstarfi við ýmsa aðila hafa unnið til að koma í veg fyrir og vinna bug á ofbeldi af þessum toga. Var þar meðal annars kynntur ferill í grunnskólum þegar upp kemur einelti í starfsmannahópnum, ný greinargerð í samstarfi þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn einelti í skólum og á öðrum vinnustöðum og niðurstöður eineltiskönnunar meðal ríkissstarfsmanna.
Lesa meira

5. okt. 2010

Alþjóðadagur kennara - sérblað KÍ með Fréttablaðinu í dag

Fjögurra blaðsíðna sérblað um Alþjóðadag kennara fylgir Fréttablaðinu í dag, 5. október. Hér að neðan er tengill í blaðið en þar eru meðal annars viðtöl við fjóra kennara og fimmtán manns eru spurðir hvert sé hlutverk kennara í samfélaginu, leiðari og ýmislegt fleira áhugavert efni.
Lesa meira

5. okt. 2010

Alþjóðadagur kennara er í dag, 5. október

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um allan heim 5. október ár hvert að forgöngu UNESCO. Yfirskrift alþjóðadagsins í ár er BATINN HEFST MEÐ KENNURUM. Þennan dag eru kennarar heiðraðir af tugum þúsunda nemenda, foreldra og aðgerðasinna í yfir hundrað löndum í öllum heimsálfum. Og þennan dag nota kennarar samtakamátt sinn til að tryggja að hugað sé að þörfum barna og ungmenna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Við hvetjum alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn og berjast fyrir góðri almennri menntun á heimsvísu til að fagna í dag, hylla kennara og sýna þeim stuðning í verki. Til hamingju með daginn!
Lesa meira

5. okt. 2010

Nei, það er ekki hægt að skera meira niður í framhaldsskólum!

Hátt í 6% niðurskurður í framhaldsskólum er boðaður í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Framhaldsskólakennarar telja einsýnt að skólarnir muni ekki geta staðið undir þeim niðurskurðarkröfum sem frumvarpið gerir ráð fyrir og auk þess séu kröfurnar atlaga að kjarasamningum og brot á stöðugleikasáttmála frá 2009. Útgjaldaaukning á undanförnum árum skýrist aðallega af fjölgun nemenda og ekki er hægt að neita fleirum um nám í framhaldsskólum en þegar hefur verið gert. Fundurinn gagnrýnir harðlega í ljósi þessa að ekki hafi verið slakað á niðurskurðarkröfu til framhaldsskóla. Þetta kemur meðal annars fram í ályktun sem fundur Félags framhaldsskólakennara (FF) með formönnum félagsdeilda og trúnaðarmönnum í framhaldsskólum sendi frá sér í gær.
Lesa meira

5. okt. 2010

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á sunnudaginn

Sunnudaginn 10. október nk. verður haldið upp á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn í göngugötunni í Mjódd. Dagskráin hefst kl. 13 og henni lýkur kl. 16:30.
Lesa meira

4. okt. 2010

Hátíð í Dalskóla

Það var gaman í Dalskóla á laugardaginn þegar hann var formlega tekinn í notkun en hann er nýr skóli í Úlfarsárdal sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu af íbúum hverfisins. Þetta er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili með mikilli tengingu við tónlist og aðrar listir. Skólinn skartar frábæru starfsfólki sem er vel að sér í Montessori fræðum og tónlistarkennslu svo einungis tvennt sé nefnt og ekki er hægt að undanskilja frábæran kokk sem töfraði fram listilegar og lystaukandi veitingar í skólavígslunni. Borgarstjóri lét sig ekki vanta og mætti með fleira góðu fólki úr borgarstjórn sem gripu í hljóðfæri og tóku fullan þátt í hátíðahöldunum með nemendum þegar þeir frömdu hvert hljóðverkið á fætur öðru, meðal annars á sjálfsmíðuð hljóðfæri. Þegar gestir hurfu af vettvangi afhenti nemandi þeim fallegan litaðan stein, hverjum og einum, en steinar voru áberandi þennan dag og vísuðu til hugmyndafræðilegra hornsteina Dalskóla.
Lesa meira

28. sep. 2010

Æskan - rödd framtíðar, ráðstefna 28. og 29. október 2010

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var á síðasta ári. Rannsóknin fór fram á öllum Norðurlöndunum þ.m.t. Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum á meðal ungmenna á aldrinum 16-19 ára. Kynningunni verður fylgt eftir með málstofum og umræðum þar sem stjórnmálamenn, fræðimenn og aðrir sem tengjast ungu fólki munu fjalla um hvernig á að halda áfram að vinna að framkvæmd núverandi stefnu og hvernig hægt er að auðvelda aukna samvirkni á milli stefnu og aðgerða Norðurlanda í málefnum ungmenna.
Lesa meira

28. sep. 2010

Umsóknir um námslaun

Verkefna- og námsstyrkjasjóður (Vonarsjóður) auglýsir eftir umsóknum félagsmanna í grunnskólum um námslaun vegna framhaldsnáms á skólaárinu 2011-2012. Umsóknir þurfa að berast til sjóðsins fyrir 1. október 2010.
Lesa meira

28. sep. 2010

MUNIÐ MÁLÞINGIÐ Í DAG!

Í dag kl. 15:30 hefst málþingið Tungumálin skapa tækifæri sem haldið er í tilefni af Evrópska tungumáladeginum.
Lesa meira

27. sep. 2010

Eiga nemendur að skilja tilfinningarnar eftir heima? Ráðstefna til heiðurs Erlu Kristjánsdóttur sjötugri

Erla Kristjánsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands verður sjötug 13. október nk. Henni til heiðurs verður haldin ráðstefnan „Eiga nemendur að skilja tilfinningarnar eftir heima?“ í Skriðu við Stakkahlíð þann 15. október kl. 13-17. Erla hefur á starfsævi sinni sýnt margháttað frumkvæði í skólamálum. Hún hefur tekið virkan þátt í námskrár- og námsefnisgerð og meðal annars verið brautryðjandi við að innleiða lífsleikni sem mikilvæga námsgrein. Öðrum fremur hefur hún verið ötul við að kynna fjölgreindakenningu Howards Gardner fyrir íslenskum kennurum, nemendum og foreldrum.
Lesa meira

27. sep. 2010

Vinir Vigdísarstofnunar á Degi evrópskra tungumála

Stofnfundur hreyfingarinnar Vinir Vigdísarstofnunar var í gær í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Degi evrópskra tungumála. Ragnheiður Jónsdóttir kennari á veg og vanda að Vinunum og segir markmiðið „að leggjast á árar með Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til að koma Alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni upp.“
Lesa meira

27. sep. 2010

Frétt frá BSRB: Samið um upplýsingagjöf

Samkomulag um umgjörð upplýsingagjafar frá ríki til heildarsamtaka ríkisstarfsmanna var undirritað 24. september sl. Það er liður í Framkvæmdaáætlun kjarasamninga, en samkvæmt því verður upplýsingagjöfin milli heildarsamtaka ríkisstarfsmanna og aðildarfélaga þeirra samræmd. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undirritaði samkomulagið, ásamt þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur formanns BHM og Elnu Katrínu Jónsdóttur, varaformanni Kennarasambands Íslands. Gunnar Björnsson og Sverrir Jónsson skrifuðu undir fyrir hönd fjármálaráðherra.
Lesa meira

24. sep. 2010

Málþing í tilefni Evrópska tungumáladagsins 28. september nk.

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum efna Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og STÍL, Samtök tungumálakennara á Íslandi til málþings, þriðjudaginn 28. september klukkan 15:30-17:00 í Námu Endurmenntun Dunhaga 7. Efni málþingsins er tungumálakennsla í grunn- og framhaldsskólum í ljósi nýrra laga um framhaldsskóla. Flutt verða flutt þrjú stutt framsöguerindi og að þeim loknum fara fram pallborðsumræður. Einn framsögumanna er Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður KÍ.
Lesa meira

22. sep. 2010

Fyrirlestur dr. Helen Haste þriðjudaginn 28. september nk,

Þann 28. september nk. heldur dr. Helen Haste, gestaprófessor við Harvard háskóla, fyrirlestur í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 13:00.
Lesa meira

22. sep. 2010

Prófessor emeritus David Carr heldur fyrirlestur 24. september nk.

Þann 24. september nk. heldur prófessor emeritus David Carr fyrirlestur í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Fyrirlesturinn hefst kl. 15:00 og honum lýkur kl. 16:15.
Lesa meira

20. sep. 2010

Ályktun frá stjórn Kennarasambands Íslands

Stjórn Kennarasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við forystu SFR stéttarfélags í almannaþjónustu í deilum hennar við forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um stéttarfélagsaðild þeirra starfsmanna sem vinna að málefnum fatlaðra. Stjórn KÍ telur það afar óeðlilegt að vinnuveitendur beiti fólk þvingunum varðandi stéttarfélagsaðild þó störf þeirra séu færð frá einum vinnuveitanda til annars. Við flutning á rekstri grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga kom aldrei til álita að félagsmenn KÍ skiptu um stéttarfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að starfsmenn haldi félagsaðild sinni og öllum kjarasamnings- og lögbundnum réttindum þrátt fyrir breytingar á rekstri stofnana. Stjórn KÍ skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að virða rétt fólks til að velja sér stéttarfélag innan þeirra laga sem um það gilda.
Lesa meira

17. sep. 2010

KENNARAR: Munið eftir teiknisamkeppni og vísindavöku Rannís!

Í tilefni af Vísindavöku 2010 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Ef ég væri vísindamaður...“. Myndum skal skila í síðasta lagi 20. september.
Lesa meira

17. sep. 2010

FÉLAGSMENN ATHUGIÐ: Tilnefningum um formann skal skila fyrir 15. október 2010 ...

... og tilnefningum um varaformann og aðrar trúnaðarstöður fyrir 15. janúar 2011.
Lesa meira

15. sep. 2010

Grein á Netlu - Veftímarit um uppeldi og menntun

Þann 1. september sl. var birt grein á Netlu um rannsókn Guðrúnar Ragnarsdóttur, Ásrúnar Matthíasdóttur og Jóns Friðriks Sigurðssonar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Rannsóknin byggist á gögnum sem safnað var árið 2008 í tengslum við meistaraprófsverkefni Guðrúnar Ragnarsdóttur við Háskólann í Reykjavík.
Lesa meira

14. sep. 2010

Þema haustannar hjá Vinnuumhverfisnefnd KÍ

Á haustönn 2010 verður „einelti og áreitni á vinnustöðum“ þema Vinnuumhverfisnefndar KÍ. VUN hefur einnig útbúið almennar upplýsingar um einelti á vinnustað annars vegar og ofbeldi nemanda gagnvart kennara hins vegar í samráði við lögfræðing KÍ og má nálgast það efni efst á síðu VUN. Það er von VUN að val á þessu þema verði til þess að efla umræðuna í skólunum um einelti og áreitni á vinnustöðum og auki meðvitund um mikilvægi góðs starfsumhverfis.
Lesa meira

14. sep. 2010

Launahækkanir verða að skila sér til allra félagsmanna

Eiríkur Jónsson segir einhug ríkja í Kennarasambandinu um áherslur í komandi kjarasamningum: Að verja réttindi félagsmanna, sækja kjarabætur sem skila sér til allra og krefjast þess að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga verði virtur. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í næstu Skólavörðu (í prentun). Þá segir Eiríkur: „Kennarasambandið hefur haft það á stefnuskrá sinni árum saman að meta beri menntun og ábyrgð til launa. Nú er verið að lengja kennaramenntun og því tekur lengri tíma að afla sér réttinda til kennslu en áður var. Þetta er grundvallaratriði sem meta verður til launa. Kennarasambandið mun krefjast þess að kjarabætur í komandi kjarasamningum verði raunverulegar og að þær skili sér til allra félagsmanna en ekki einungis þeirra sem lægst hafa launin. KÍ hefur alla tíð stutt hækkun lægstu launa og gerir enn en nú er algjörlega nauðsynlegt að hækkanir nái líka til þeirra sem ofar eru. Þeir hafa margir hverjir tekið á sig verulega mikið aukna skattbyrði ásamt því að yfirvinna hefur minnkað eða horfið og þola þannig mun meiri kaupmáttarskerðingu.“ Aðspurður hvort KÍ taki þátt í samfloti við gerð kjarasamninga svarar Eiríkur: „Félög innan KÍ munu örugglega ekki taka því að fá upp í hendurnar uppskrift af kjarasamningum sem samin er af SA og ASÍ eins og raunin var síðast. Það er ekkert sem mælir gegn því að aðilar hafi með sér samstarf við gerð kjarasamninga í haust en forsendur þess verða að vera þær að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur að fullu.“
Lesa meira

8. sep. 2010

Námskeið um matstækið skólafærni athugun

Þann 15. október nk. verður haldið námskeið um matstækið Skólafærni athugun (SFA). Námskeiðið er ætlað kennurum, sérkennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðru fagfólki sem starfar með 6-12 ára nemendum með sérþarfir af ýmsum toga.
Lesa meira

8. sep. 2010

Myndir úti í mýri

Föstudaginn 10. september kl. 14:00 - 17:00 verður síðari hluti barna- og unglingabókmenntahátíðarinnar Myndir úti í mýri haldinn í sal Norræna hússins.
Lesa meira

3. sep. 2010

ATHUGIÐ!

Að gefnu tilefni: Þótt þú fáir Skólavörðuna senda heim nú þegar, þarftu að smella á hnappinn og slá inn nafn og kennitölu ef þú vilt fá hana áfram. Hnappurinn er hér vinstra megin á síðunni. Ef þú lendir í vandræðum geturðu sent okkur nafn og kennitölu (kristin hjá ki.is) og við gerum þetta fyrir þig.
Lesa meira

3. sep. 2010

Viltu fá Skólavörðuna? Smelltu þá á hnappinn í vinstri dálki á ki.is

Nú er hægt að fá Skólavörðuna senda heim með því að skrá nafn og netfang hjá okkur á www.ki.is. Vinstra megin hér til hliðar á síðunni, undir Eplinu, er hnappur sem ber titilinn SKÓLAVARÐAN SEND HEIM Á PAPPÍR. Nokkur eintök verða jafnframt send í skóla (tvö til níu eftir fjölda félagsmanna) en viljir þú tryggja að þú fáir blaðið er þetta leiðin. Skólavarðan kemur eftirleiðis út fjórum sinnum á ári. Eplið, rafrænt fréttabréf kemur út að meðaltali tólf sinnum á ári.
Lesa meira

3. sep. 2010

Klárasta kort í heimi

... er auðvitað bókasafnskortið. Alþjóðadagur læsis er næsta miðvikudag, 8. september. Lesum hvert fyrir annað þennan dag og tökum vel á því frá klukkan 11:00 - 11:15, þá erum við öll hvött til að leggja frá okkur verk og lesa fyrir okkur sjálf og aðra.
Lesa meira

1. sep. 2010

Grunnskólakennarar komnir á fésbókina

Félag grunnskólakennara hefur opnað síðu á Facebook.
Lesa meira

1. sep. 2010

Réttindakennurum fjölgar í framhaldsskólum

Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að 82,2% starfsmanna við kennslu í framhaldsskólum í nóvember 2009 höfðu kennsluréttindi og hafði fjölgað úr 78,0% árið áður. Í fréttinni segir að hlutfall réttindakennara hafi ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst fyrir áratug. Af þeim sem starfa við kennslu hafa hlutfallslega fleiri konur en karlar kennsluréttindi. Skólaárið 2009-2010 höfðu 86,9% kvenna kennsluréttindi en 77,1% karla. Rúmur fjórðungur framhaldsskólakennara (25,4%) er með meistaragráðu, doktorsgráðu eða sambærilega menntun og hefur fjölgað um 2,3 prósentustig frá fyrra skólaári.
Lesa meira

30. ágú. 2010

Engin lokapróf lengur í Harvard

DV birti í gær frétt á vef sínum um nýlega ákvörðun Harvard háskóla að hætta að nota lokapróf sem námsmat í námskeiðum við skólann. Í fréttinni er haft eftir Jonathan Zimmerman prófessor í menntunarfræði og sagnfræði að lokapróf séu „forn og að öllu jöfnu umdeild leið til lærdóms, sem leggur að jöfnu þekkingu og upptalningu staðreynda. Hinn raunverulegi lærdómur er hins vegar að læra að setja fram skoðun sem studd er með staðreyndum. Þetta styðja fjölmargar nýlegar rannsóknir í sálfræði og menntunarfræði. Skólinn er ekki að sýna kæruleysi með ákvörðuninni, þvert á móti greiðir hún leiðina fyrir sannlega ögrandi og krefjandi námsreynslu,“ segir Zimmerman.
Lesa meira

30. ágú. 2010

5. október nálgast óðfluga

Alþjóðadagur kennara er 5. október og í ár ber hann upp á þriðjudag. Víða um lönd gera kennarar sér glaðan dag af þessu tilefni og vekja athygli á mikilvægi menntunar og skólagöngu með ýmsu móti og nemendur og foreldrar hylla kennara og þakka þeim fyrir framlag þeirra í þágu almennrar velferðar og menntunar. Alþjóðasamband kennara heldur úti vef um 5. október og á hverju ári er sjónum beint að einu sérstöku málefni þennan dag. Í ár er yfirskriftin „Batinn hefst með kennurum“ sem vísar til þess að kennarinn er miðlægur í félagslegri, hugmyndafræðilegri og efnahagslegri endurreisn samfélagsins eftir kreppu - og einnig eftir náttúruhamfarir og styrjaldir.
Lesa meira

27. ágú. 2010

Fyrirlestur Sören Breitling 2. september nk.

Sören Breitling frá Danska menntavísindasviðinu mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 2. september nk., kl. 14:00-15:00 í Bratta húsnæði HÍ við Stakkahlíð.
Lesa meira

27. ágú. 2010

Skólafærni - athugun (SFA)

SFA eða skólafærni athugun er matstæki til að kanna þátttöku og færni í skólastarfi hjá 6-12 ára nemendum með sérþarfir.
Lesa meira

24. ágú. 2010

Tónlistarskólinn á fund borgarstjóra

Sigrún Grendal, Árni Sigurbjarnarson og Jón Hrólfur Sigurjónsson í stjórn Félags tónlistarskólakennara (FT) gengu á fund borgarstjóra í morgun og ræddu við hann um málefni íslenskra tónlistarskóla og stefnumörkun og rannsóknaniðurstöður um gildi listarinnar í menntun og mótun menntastefnu og -kerfa. Fundurinn var haldinn að frumkvæði FT og til að fylgja eftir bréfi sem félagið hafði sent nokkru áður. Að sögn Sigrúnar Grendal var fundurinn mjög góður en auk ofangreindra sátu hann þau Laufey Ólafsdóttir, Oddný Sturludóttir, Óttar Proppè og S. Björn Blöndal.
Lesa meira

19. ágú. 2010

88% segja niðurskurð há skólastarfi

Alls hafa 1219 manns svarað spurningu á www.ki.is um hvort niðurskurður hái skólastarfi á vinnustað þeirra. 76% haka við svarmöguleikana „Mjög mikið“ eða „Þó nokkuð“. Önnur 12% til viðbótar að svo sé, en „Lítillega“. „Nei“, svara 7% og 3% segjast ekki vita það.
Lesa meira

18. ágú. 2010

Ráðagóðir kennarar og fleiri námskeið

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur gefið út bækling um námskeið á haustmisseri 2010. Fjölbreytt úrval er í boði, þeirra á meðal „Ráðagóðir kennarar“, námskeið byggt á hugmyndafræði hagnýtrar atferlisgreiningar, og „Skipulögð kennsla“, námskeið byggt á hugmyndafræði TEACCH líkansins.
Lesa meira

17. ágú. 2010

Munið námsgagnasýninguna í dag

Í dag frá kl. 8:30 til 16:00 er árleg sýning Námsgagnastofnunar á öllu efni sem stofnunin gefur út fyrir grunnskóla. Í ár er sýningin í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og haldin í húsnæði þess við Stakkahlíð í Reykjavík. Fræðslufundir í boði Námsgagnastofnunar og annarra þátttakenda eru fjölmargir.
Lesa meira

17. ágú. 2010

Aðalnámskrá grunnskóla - allir geta skilað inn athugasemdum til 1. október!

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýjum almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla á vef sínum. Kennarar, foreldrar, skólastjórnendur, nemendur og aðrir sem málið varðar geta sent inn athugasemdir eða umsögn um drögin til 1. október nk. Við hvetjum kennarasamfélagið til að taka þessu boði og hafa áhrif.
Lesa meira

17. ágú. 2010

Áhrif kreppunnar á samræðu kennara, vinnuveitenda og stjórnvalda

KÍ tók nýlega þátt í fjölþjóðlegri könnun ETUCE á áhrifum kreppunnar á samskipti stéttarfélaga kennara og skólastjórnenda við vinnuveitendur og stjórnvöld. Spurt var um stöðu mála á öllum þremur skólastigunum sem KÍ er fulltrúi fyrir, meðal annars um fjármögnum skólastarfs, ákvarðanir um niðurskurð, samráð um ákvarðanatöku o.fl. Þá var spurt nánar um áhrif niðurskurðar og þrenginga á starfstæður kennara, svo sem áhrif á laun, vinnutíma, vinnu utan skóla, ólaunaða yfirvinnu, aðgang að símenntun, fjölda nemenda á hvern kennara og lífeyrisgreiðslur í nútíð og framtíð.
Lesa meira

16. ágú. 2010

Námsbraut í mannauðsstjórnun í Opna háskólanum í HR

Opni Háskólinn í HR vill vekja athygli á námsbraut í mannauðsstjórnun sem boðið verður upp á að nýju í haust. Námsbraut í mannauðsstjórnun er í senn fræðileg og hagnýt og samanstendur af sex námskeiðum sem miða öll að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Námið sameinar hin ýmsu svið innan mannauðsmála og er því afar hagnýtt.
Lesa meira

16. ágú. 2010

Gagnrýna áherslu OECD á leikskóla sem hagvaxtartæki

Í júní sl. birti Alþjóðasamband kennara, Education International (EI), úttekt starfshóps á leikskólastarfi í aðildarlöndum EI víðsvegar um heiminn. Fram kemur meðal annars að þótt leikskólastarf sé víða í sókn og vaxandi skilningur á mikilvægi leikskólagöngu fyrir öll börn séu framfarir hægfara og ójafnar bæði innan einstakra ríkja og á milli landa. Ennfremur er bent á að stór hluti leikskólageirans sé einkarekinn og utan við lög og reglur á lands- eða sveitarfélagavísu, þar sé menntun og starfsþjálfun starfsmanna slök og uppeldisfræðileg stefna og starfsáætlanir dragi dám af því. Starfshópurinn gagnrýnir áherslu OECD (2006) á leikskólastarf í þeim tilgangi að konur geti verið á vinnumarkaði sem aftur þjóni þeim tilgangi að auka hagvöxt. EI leggur ríka áherslu á þýðingu leikskólastarfs sem veganesti fyrir öll börn út í lífið, sem lið í því að auðvelda þeim og létta frekari skólagöngu og efla félagsþroska þeirra en einnig sem tæki til þess að berjast gegn fátækt og auka jöfnuð.
Lesa meira

16. ágú. 2010

KÍ lýsir yfir stuðningi við baráttu LSS fyrir bættum kjörum

Í ályktun sem Kennarasambandið sendi frá sér í dag eru sveitarstjórnarmenn hvattir til að sýna sanngirni og ganga þegar í stað til samninga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er ólíðandi að grunnlaun starfsmanna sveitarfélaga sem lægst hafa launin skuli ekki hækka í það minnsta til jafns við það sem gerst hefur almennt meðal launafólks á Íslandi að undanförnu“, segir meðal annars í ályktuninni.
Lesa meira

16. ágú. 2010

Reglur um félagsaðild

Á fundi stjórnar KÍ, föstudaginn 13. ágúst sl., voru samþykktar annars vegar reglur um félagsaðild í launalausu leyfi og hins vegar reglur um félagsaðild lífeyrisþega annarra en eftirlaunafólks.
Lesa meira

12. ágú. 2010

Skýrsla um aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum

Starfshópur um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum hefur gefið út skýrslu með 30 tillögum að samhæfðum aðgerðum gegn einelti.
Lesa meira

9. ágú. 2010

Ráðstefnan Æskan - rödd framtíðar

Eitt af helstu verkefnum Íslands á formennskuári í Norrænu ráðherranefndinni 2009 var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal Norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á ráðstefnunni Æskan - rödd framtíðar, Youth - Voice of the Future sem haldin verður 28. - 29. október 2010 á Hilton Nordica hótel, Reykjavík.
Lesa meira

9. ágú. 2010

Grunnskólakennarar fá þakkir fyrir að vera til fyrirmyndar!

Hvatningarátakið „Til fyrirmyndar“, sem tileinkað er frú Vigdísi Finnbogadóttur, felst í að skrifa bréf og þakka þeim sem manni finnst vera góð fyrirmynd. Bréfsefni var dreift á öll heimili landsins og hægt er að setja bréfin ófrímerkt í póst til sumarloka. Kennarasambandinu barst bréf um daginn þar sem öllum íslenskum grunnskólakennurum eru sérstaklega þökkuð þeirra störf í þágu barna á hverjum degi, sendandi er Edda Valborg Sigurðardóttir. Við þökkum Eddu kærlega á móti fyrir bréfið.
Lesa meira

5. ágú. 2010

Áhugavert rafrænt tímarit fyrir kennara í raunvísindum

Á meðan sumarlokun Kennarahússins stóð yfir kom áhugaverð ábending um rafrænt tímarit í raunvísindum. Kynninguna og tengla á tímaritið er hægt að nálgast inn í fréttinni.
Lesa meira

8. júl. 2010

Toppfundur um menntun í tengslum við HM

Fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn boðar ríkisstjórn S-Afríku til toppfundar um menntun í tengslum við 1Goal átakið og HM. Til fundarins mæta stjórnmálaleiðtogar, fótboltastjörnur og embættismenn SÞ til umræðna um baráttuna fyrir menntun öllum til handa en talið er að 72 milljónir barna í heiminum gangi ekki í skóla. Jacob Zuma forseti landsins hefur sagt að hann myndi vilja sjá jafnmikla og einbeitta vinnu fara í að byggja upp menntakerfið og þjóðin lagði að mörkum til undirbúnings heimsmeistarakeppninnar. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni segir að markmiðið með toppfundinum sé að nota HM til að vekja athygli heimsins á mikilvægi menntunar fyrir þróun. „Við viljum að bætt menntun verði arfleifð HM 2010, fyrstu heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem haldin er á afrískri jörð“, sagði Zuma ennfremur. 1Goal er komið með hátt á 12 milljónir stuðningsmanna en betur má ef duga skal.
Lesa meira

7. júl. 2010

1Goal á HM 2010 - stuðningur við menntun fyrir öll börn í heiminum

Enn er hægt að skrá sig sem stuðningsmann 1Goal, vera í liði með þeim bestu og leggja sitt af mörkum til að tryggja börnum menntun og þar með betri framtíð.
Lesa meira

5. júl. 2010

Ekki láta börnin borga brúsann

Frá kreppubyrjun hefur Kennarasambandið og félagsmenn þess varað við niðurskurði til skólakerfisins með öllum tiltækum ráðum. Að loknu sumarleyfi fara nýjar sveitar-, bæjar- og borgarstjórnir á fullt að undirbúa næsta vetur í erfiðu árferði. Enn og aftur sendum við út þessi skilaboð: Ekki láta börnin borga brúsann. Með því að bjarga skólunum byggjum við upp samfélagið. Þess utan á maður að vera góður við börn, burtséð frá öðru og sama hvað á bjátar.
Lesa meira

29. jún. 2010

Gefandi og endurnýjandi starf - viðtal við Elnu Katrínu Jónsdóttur

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 26. júní sl. var viðtal við Elnu Katrínu Jónsdóttur varaformann Kennarasambandsins. Í því ræðir hún um kennaramenntunina og kennarastarfið.
Lesa meira

28. jún. 2010

Margmiðlunarhönnun og upplýsingatækni

Borgarholtsskóli býður upp á tvær námsleiðir, annars vegar í margmiðlunarhönnun og hins vegar í upplýsingatækni. Dreifnámið er samband af námi á netinu og staðbundnum lotum. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk. Námið hefst svo með staðbundinni lotu 3.-4. september.
Lesa meira

23. jún. 2010

Sumarnámskeið Ísbrúar 5. og 6. ágúst nk.

Ísbrú heldur sjöunda sumarnámskeið sitt, fyrir kennara á öllum skólastigum sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál, 5. og 6. ágúst nk.
Lesa meira

23. jún. 2010

Haustsýning Námsgagnastofnunar 17. ágúst

Þann 17. ágúst nk. verður árleg sýning Námsgangastofnunar á öllu efni sem stofnunin gefur út fyrir grunnskóla. Í ár er sýningin í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og verður haldin í húsnæði þess við Stakkahlíð í Reykjavík. Námsgagnastofnun mun einnig bjóða upp á fræðslufundi og kynningar á ný útkomnu námsefni. Sýningin verður frá kl. 8:30 til 16:00.
Lesa meira

21. jún. 2010

ATHUGIÐ! Fimmti og síðasti fundurinn í fundaröð Menntavísindasviðs

Fimmtudaginn 24. júní nk. verður fimmti og síðasti fundur í fundaröð Menntavísindasviðs um kennaramenntun haldinn. Fundurinn verður í Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og hefst kl. 15:00 en lýkur kl. 17:00. Á þessum fundi verður fjallað um kennaramenntun í Evrópu, farið yfir samantekt frá fyrri fundum og síðan taka við pallborðsumræður en í pallborði situr m.a. annarra Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ. - Kennarar og aðrir sem hafa áhuga á kennaramenntun eru velkomnir.
Lesa meira

21. jún. 2010

Leitin að fegurðinni í því einstaka

Fyrirlestur Dr. Alfredo Hoyuelos, eins helsta sérfræðings heims um hugmyndafræði Reggio Emilia, ber heitið Leitin að fegurðinni í því einstaka og verður haldinn 25. júní kl. 13:00 í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð.
Lesa meira

21. jún. 2010

Styrkir til starfsmenntakennara, frestur rennur út 30. júní

Menntamálaráðuneyti Danmerkur og Noregs veita á námsárinu 2010-2011 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnnám eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í starfsmenntaskólum eða framhaldsnáms starfsmenntakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi. Styrkirnir eru miðaðir við níu mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Fjárhæð styrks í Danmörku er 21.000 d.kr., Noregi 20.000 n.kr. Einnig er gert ráð fyrir að sams konar styrkir verði í boði til náms í Svíþjóð á árinu 2011.
Lesa meira

16. jún. 2010

Enn er hægt að sækja um í haustsmiðjur kennara!

Reykvískir grunnskólakennarar halda haustsmiðjur sínar í ágúst og þar kennir margra grasa, meðal annars er boðið upp á dagskrá fyrir kennara um fræðslumöguleika Listasafns Reykjavíkur, jafnréttis- og kynjafræði og hagnýtt námskeið í word og powerpoint. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til mánudagsins 21. júní.
Lesa meira

15. jún. 2010

Sumarafgreiðsla umsókna í sjúkra- og endurmenntunarsjóði

Umsóknir í sjúkra- og endurmenntunarsjóði sem berast fyrir 21. júní verða afgreiddar fyrir sumarlokun Kennarahússins 9. júlí, að því gefnu að öll nauðsynleg gögn fylgi með og ekki sé um að ræða umsóknir sem stjórnir sjóða þurfa að samþykkja. Ekki er hægt að ábyrgjast afgreiðslu umsókna sem berast eftir þann tíma fyrir sumarlokun en við gerum okkar besta.
Lesa meira

14. jún. 2010

Kennaraball í Iðnó!

Kennarafélag Reykjavíkur stendur fyrir stórdansleik í Iðnó þann 12. ágúst nk. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því er kennurum bent á að pússa dansskóna tímanlega, dusta af diskógallanum og senda samkvæmiskjólana og jakkafötin í efnalaugina. Danshúsið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Fjölmennum í Iðnó 12. ágúst.
Lesa meira

11. jún. 2010

Úthlutun úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2010-11

Lokið er úthlutun úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2010-11. Sprotasjóður starfar skv. ákvæðum laga um leik-, grunn og framhaldsskóla og reglugerð um sjóðinn. Hlutverk hans er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum vegna skólaársins 2009-10 44 milljónum króna til 44 verkefna en það ár bárust rúmlega 140 umsóknir og sótt var samtals um rúmlega 250 milljónir. Stjórn sjóðsins gerir tillögu til ráðherra um einstök áherslusvið sem skulu hafa forgang.
Lesa meira

11. jún. 2010

Nýtt félag stjórnenda á leikskólastigi stofnað – tveir nýir formenn

Frá og með 1. maí eru starfandi tvö aðildarfélög á leikskólastigi í Kennarasambandi Íslands, Félag leikskólakennara (FL) og Félag stjórnenda leikskóla (FSL). Þessar breytingar hafa verið í undirbúningi frá því árið 2004. Leiðarljós í samstarfi félaganna verður „Tvö félög – ein rödd“. Það undirstrikar þá stefnu að félögin starfa hlið við hlið að áframhaldandi þróun leikskólastarfs og bættum starfskjörum félagsmanna.
Lesa meira

11. jún. 2010

Greining á námsferli heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda við 24 ára aldur

Hagstofa Íslands hefur unnið greiningu fyrir menntamálaráðuneytið á námsferli heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda við 24 ára aldur. Skoðuð var skráning heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda sem fæddir eru á árunum 1979-1985 í nemendaskrá Hagstofu Íslands og námslok samkvæmt prófaskrá til 24 ára aldurs.
Lesa meira

10. jún. 2010

Laus pláss í gönguferð

Enn eru laus pláss í gönguferð í Stafafell/Lónsöræfi 8.-12. ágúst.
Lesa meira

9. jún. 2010

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga

„Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga“ er átaksverkefni sem margir kennarar gætu haft gaman af að taka þátt í og fer fram dagana 5. júní til 16. september nk. Verkefnið stendur því yfir í 103 daga í tilefni af því að liðin eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri og hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni og hópa /fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum. Sjá nánar á www.ganga.is.
Lesa meira

9. jún. 2010

Til hamingju Lækjarskóli, Ragnheiður, Linda og Iðunn!

Forseti veitti Íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum. Verðlaunin hlutu Lækjarskóli í Hafnarfirði, Ragnheiður Hermannsdóttir, Linda Heiðarsdóttir og Iðunn Steinsdóttir.
Lesa meira

3. jún. 2010

Kennarar og annað áhugafólk um kennaramenntun: Munið fundinn í dag kl. 15:00!!

Þann 3. júní nk. verður fjórði fundur fundaraðar Menntavísindasviðs haldinn. Fundurinn hefst kl. 15:00 og stendur til 16:30. Haldinn í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Lesa meira

1. jún. 2010

Fyrirlestur um þátttökuaðlögun í leikskólanum Aðalþingi

Þann 10. júní nk. heldur Kristín Dýrfjörð leikskólastjóri opinn fyrirlestur um þátttökuaðlögun í leikskólanum Aðalþingi.
Lesa meira

31. maí 2010

Fjórði fundur fundaraðar Menntavísindasviðs: Hæfni kennara og leiðir í menntun

Þann 3. júní nk. verður fjórði fundur fundaraðar Menntavísindasviðs haldinn. Fundurinn hefst kl. 15:00 og stendur til 16:30.
Lesa meira

31. maí 2010

Haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun 13. ágúst

Þann 13. ágúst nk. verður haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun haldin í Borgarholtsskóla í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og stendur til 14:30. Fjöldi skemmtilegra erinda verður í boði. Að erindum loknum gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í fjölbreyttum vinnustofum, málstofum og hugarflugsfundum þar sem unnið verður að því að undirbúa samþætt viðfangsefni og þemu.
Lesa meira

31. maí 2010

Stóri leikskóladagurinn!!

Uppskeruhátíð Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar verður haldin laugardaginn 5. júní kl. 10:00-14:30 í gamla Miðbæjarskólanum Fríkirkjuvegi 1.
Lesa meira

31. maí 2010

Sænskir kennarar styrkja Alþjóðlega tungumálamiðstöð

Kennarasambandið styrkir Alþjóðlega miðstöð tungumála í nafni Vigdísar Finnbogadóttur og hefur kynnt miðstöðina fyrir öðrum kennarasamtökum á Norðurlöndum. Þrjú þeirra hafa ákveðið að leggja miðstöðinni lið, nú síðast Lärarförbundet í Svíþjóð sem hefur 225 þúsund kennara innan sinna raða. Í bréfi um stuðning Lärarförbundet segir meðal annars að hið nýja fræðslu- og upplifunarsetur um tungumál heimsins sé staðfesting á mikilvægi tungumála í sameiginlegum menningararfi og framlag til skilnings og virðingar fyrir framandi tungumálum, þjóðum og menningu.
Lesa meira

27. maí 2010

Enginn fulltrúi reykvísku framboðanna telur unnt að skera meira niður í leikskólum

Fulltrúar allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík mættu á fund í Norræna húsinu í gær til spjalls um leik- og grunnskólamál í borginni næstu fjögur ár. Um 120 kennarar sátu fundinn og voru leikskólakennarar í miklum meirihluta en prófadagar eru í grunnskólum. Fram kom að niðurskurður í leikskólum er farinn að hafa veruleg hamlandi áhrif á faglegt starf, ekki síst vegna erfiðleika við mönnun þegar kennarar og annað starfsfólk forfallast. Þá hafa kennarar miklar áhyggjur af ráðningarhafti í leikskólum sem felst í að skólastjórnendur mega ekki ráða annað starfsfólk en leikskólakennara til lengri tíma en þriggja til sex mánaða í senn. Frambjóðendur voru á einu máli um að ekki væri hægt að skera meira niður í leikskólum enda niðurskurður nú þegar kominn inn að beini. KÍ hvetur félagsmenn til að kjósa með menntun og kynna sér vel menntastefnu framboða um allt land áður en þeir gera upp hug sinn.
Lesa meira

27. maí 2010

Sumarfrí

Nú er sumarið komið, það hlýnar í veðri og sólin skín. Skólanum er að ljúka og nú er tíminn til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum, hreyfa sig úti, sinna áhugamálunum og slappa af! Á tímum sem nú er afar mikilvægt að fólk noti tækifærið og nýti tímann markvisst til að „endurhlaða batteríin“. Óvissan sem fylgir „skipulagsleysinu“ í fríinu getur þó valdið sumum kvíða – og hér má lesa stuttar ráðleggingar fyrir þá sem eru að takast á við slíkt.
Lesa meira

26. maí 2010

Leiðrétt dagskrá fyrir fundaröðina Kennaramenntun í deiglu og fjórði fundurinn

Þau leiðu mistök urðu hjá vefstjóra að setja inn úrelta dagskrá fundaraðarinnar Kennaramenntun í deiglu og er hér með bætt úr því og í leiðinni vakin aftur athygli á fjórða fundinum sem haldinn verður 3. júní nk.
Lesa meira

26. maí 2010

Við minnum á fundinn í dag á vegum 1. svæðadeildar FL og Kennarafélags Reykjavíkur ...

... undir heitinu Viltu spyrja frambjóðendur um stefnu þeirra í leik- og grunnskólamálum Reykjavíkurborgar? Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst kl. 17:30 en lýkur 18:30. Fundarstjóri verður María Ellingsen leikkona.
Lesa meira

25. maí 2010

Stór könnun á brotthvarfi frá námi í framhaldsskólum á Norðurlöndunum

Í lok mars sl. kom út ný rannsókn á brotthvarfi í framhaldsskólum á Norðurlöndum (Frafall i utdanning for 16-20 åringer i Norden 2010) en höfundar kaflans um Ísland eru þau Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, Háskóla Íslands. Í könnuninni er gerð grein fyrir umfangi og einkennum brotthvarfs í löndunum fimm. Það sem m.a. vekur athygli er hve mikla áherslu rannsakendur leggja á áhrif félagslegs bakgrunns nemenda á brotthvarf. Því verði að beina sjónum að stöðu nemenda áður en þeir eru komnir á framhaldsskólaaldur eigi að draga frekar úr áhættu á brotthvarfi. Í þessu sambandi má nefna að Danir hafa þegar gripið til aðgerða í þeim anda og aukið ábyrgð sveitarfélaga á vegferð nemenda frá grunnskóla til framhaldsskóla.
Lesa meira

25. maí 2010

Mat á skólastarfi

Menntamálaráðuneytið birti fyrir skömmu áætlun um ytra mat í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum fyrir tímabilið 2010-2012 en í skólastigalögunum er kveðið á um að ráðuneytið geri áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir (ytra mat) sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd laga, aðalnámskrár og aðra þætti skólastarfs. Félagið hvetur kennara til að kynna sér áætlunina sem er á vef ráðuneytisins.
Lesa meira

25. maí 2010

Flataskóli sigrar í Schoolovision

Evrópska eTwinningverkefnið Schoolovision er með eindæmum skemmtilegt. Við óskum nemendum í 5. bekk í Flataskóla í Garðabær innilega til hamingju með sigurinn í þessari frábæru keppni sem þrjátíu og fjögur lönd taka þátt í, hvorki meira né minna. Gríðarlega flott hjá ykkur, frábært myndband og æðislegir listamenn! Ísland fékk 252 stig, Tékkland varð í öðru sæti með 236 stig og Skotland í því þriðja með 156 stig.
Lesa meira

19. maí 2010

Hæfni kennara og leiðir í menntun: Leikskóli - grunnskóli - framhaldsskóli

Þann þriðja júní nk. verður fjórði fundurinn haldinn í fundaröð Menntavísindasviðs. Fundurinn er öllum opinn og er haldinn í húsnæði Menntavísindasviðs kl. 15:00-16:30.
Lesa meira

17. maí 2010

Málþing um samskipti kennara og barna í leikskólum

Föstudaginn 4. júní verður haldið málþing um samskipti kennara og barna í leikskólum undir heitinu Það skal vanda sem lengi á að standa.
Lesa meira

17. maí 2010

Menntun kennara á vettvangi og tengsl við þróun skólastarfs

Á morgun, 18. maí kl. 15:00-16:30, verður haldinn þriðji fundur fundaraðar Menntavísindasviðs Kennaramenntun í deiglu. Erindi flytja Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við Menntavísindasvið, Ingibjörg Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Ingibjörg E. Jónsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Bakka.
Lesa meira

12. maí 2010

KJÓSTU MEÐ MENNTUN sérblað KÍ með Fréttablaðinu 19. maí

Kennarasambandið gefur út sérblað (fjórblöðung) með Fréttablaðinu þann 19. maí nk. í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sérblaðið ber yfirskriftina: Kjóstu með menntun. Markmiðið er að vekja athygli og áhuga fólks á að kynna sér hvað frambjóðendur hafa að segja um menntun og skólamál. Meðal annars efnis í fjórblöðungnum verður gátlisti með spurningum til frambjóðenda sem fólk getur tekið með sér á fundi eða til dæmis sent stjórnmálamönnum í tölvupósti. Einnig er þeirri spurningu beint til nokkurra frambjóðenda víðs vegar um landið hvort og þá hvað þeir hyggist skera niður í menntun, komist þeir til valda. Örsögur, slagorð, viðtöl og pistlar um skólamál fylla svo blaðið - sem einnig verður hægt að lesa á vef KÍ þegar það kemur út.
Lesa meira

12. maí 2010

Félag kennara á eftirlaunum ályktar um lífeyrismál

Ályktun um lífeyrismál var samþykkt samhljóða á aðalfundi Félags kennara á eftirlaunum 8. maí sl. Þar er meðal annars lýst eindregnum stuðningi við andstöðu fulltrúa Kennarasambandsins í stjórnum lífeyrissjóða gegn ásælni stjórnvalda og annarra til áhrifa á þá lífeyrissjóði er félagsmenn eiga aðild að.
Lesa meira

5. maí 2010

Gögn frá ársfundi KÍ

Þann 16. apríl sl. var ársfundur KÍ haldinn og þar voru flutt mörg fróðleg erindi. Er núna hægt að nálgast þau hér á vefnum.
Lesa meira

5. maí 2010

Formaður kveður og annar tekur við

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara undanfarin fjórtán ár, lauk formennskutíð sinni föstudaginn 30. apríl á auka aðalfundi FL og við tók nýr formaður, Marta Dögg Sigurðardóttir. Hlýja og virðing var nánast áþreifanleg í salnum á Grand hóteli þegar Björgu voru þökkuð störf hennar í þágu félagsins og sömuleiðis var tekið á móti nýjum formanni með jákvæðni, áhuga og gleði í fyrirrúmi.
Lesa meira

5. maí 2010

Nýtt félag er orðið til í Kennarasambandinu

Félag stjórnenda leikskóla, FSL, var stofnað með formlegum hætti þann 30. apríl sl. Formaður þess er Ingibjörg Kristleifsdóttir og aðrir í stjórn eru Björk Óttarsdóttir, Inga Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sverrir Jörstad Sverrisson.
Lesa meira

4. maí 2010

Sumarnámskeið framhaldsskólakennara og náms- og starfsráðgjafa

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara hefur staðið að sumarnámskeiðum fyrir starfandi framhaldsskólakennara og náms- og starfsráðgjafa í samstarfi við fagfélögin um langt árabil. Sumarið 2010 eru á þriðja tug námskeiða í boði ýmist fyrir kennara í ákveðnum greinum eða fögum eða þverfagleg.
Lesa meira

4. maí 2010

Hjólað í vinnuna

Á morgun, miðvikudaginn 5. maí, hefst átakið „Hjólað í vinnuna“ og í tilefni þess verða haldnar opnunarhátíðir kl. 8.30 í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er í áttunda skipti sem heilsu- og hvatningarátakið fer fram en markmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Með þátttöku er unnið að eflingu hreyfingar og starfsanda á vinnustöðum og eru allir áhugasamir hvattir til að kynna sér málið frekar á vefsíðu átaksins.
Lesa meira

3. maí 2010

Ótækt að aðilar ræði ekki saman

Aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur var haldinn á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 30. apríl sl. Fundurinn ályktaði um kjarasamning grunnskólans og hvatti til að gengið yrði til samninga hið fyrsta eins og kveðið er á um í stöðugleikasáttmála. Jafnframt segir í ályktun að enn séu engin merki þess að nýr samningur sé á næsta leiti og ótækt að aðilar ræði ekki saman. Stjórn KFR er nú þannig skipuð: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir (formaður), Eiríka Ólafsdóttir, Ólafur Örn Pálmarsson, Guðrún Halla Sverrisdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, Guðjón Ragnar Jónasson, Þórunn Sif Böðvarsdóttir.
Lesa meira

3. maí 2010

Samfélagið og áherslur í kennaramenntun

Í dag er annar fundur fundaraðar Menntavísindasviðs HÍ.
Lesa meira

3. maí 2010

Annar- og orlofsuppbót

Upplýsingar um annar- og orlofsuppbót eru komnar inn á vefinn.
Lesa meira

1. maí 2010

Stöndum vörð um samningsbundin réttindi

BSRB, BHM og KÍ sendu í gær, 30. apríl, frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem hér segir: Á grundvelli stöðugleikasáttmálans hefur verið starfandi nefnd sem falið var að fjalla um þau vandamál sem nú steðja að íslenska lífeyrissjóðakerfinu og mögulegar lausnir í því sambandi. Fulltrúar samtaka opinberra starfsmanna hafa tekið þátt í þeirri vinnu ásamt öðrum fulltrúum launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda í þeirri trú að þessi vinna geti leitt til farsællrar lausnar fyrir kerfið í heild sinni. Nú er svo komið að opinberir starfsmenn og lífeyrissjóðakerfi þeirra liggur undir stöðugum árásum, meðal annars frá hendi forseta ASÍ og VÍ. Með þessu framferði grafa þessir aðilar undan því starfi sem unnið er á borði nefndarinnar. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru hluti af starfskjörum þeirra og það er ólíðandi að samtök launafólks eins og ASÍ skuli ráðast á kjarasamningsbundin kjör annarra launamanna. Samtök opinberra starfsmanna mótmæla þessari aðför og vilja undirstrika að lögbundin og samningsbundin réttindi launafólks verða ekki af því tekin, enda er um réttindin samið á milli samningsaðila og sá samningur síðan festur í lög. Samtök opinberra starfsmanna telja að forsenda fyrir að lausn náist um lífeyrismálin er að staðið verði að fullu við lífeyrisskuldbindingar enda eru þær hluti af launakjörum opinberra starfsmanna.
Lesa meira

30. apr. 2010

Viðbótarflakkarar

Félagsmenn athugið! Nokkur hús hafa bæst við í flakkaraleigu og er hægt að skoða þá í meðfylgjandi skjali.
Lesa meira

30. apr. 2010

Tvær ályktanir frá ársfundi Félags grunnskólakennara 21. apríl sl.

Áttundi ársfundur Félags grunnskólakennara 21. apríl 2010 ályktaði um tvö mál, niðurskurð á grunnskólastarfi og kjarasamning grunnskólakennara. Meðal annars mótmælir fundurinn harðlega ósk sveitarfélaga um að þeim sé heimilað, með breytingum á lögum, að skerða lögbundið nám grunnskólanemenda. Þá er skorað á sveitarfélög og Launanefnd þeirra að uppfylla skilmála stöðugleikasáttmálans og gera kjarasamning við FG líkt og ríkið hefur gert við Félag framhaldsskólakennara.
Lesa meira

30. apr. 2010

Kennarar: Byggjum nýtt samfélag DAGSKRÁ 1. MAÍ UM ALLT LAND

Kennarasambandið hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum á 1. maí víða um land og sýna með nærveru sinni stuðning, aðhald og kröfur kennara í uppbyggingu nýs samfélags.
Lesa meira

29. apr. 2010

Nýtt félag stofnað innan KÍ

Stjórnendur leikskóla stofna sérstakt félag eftir hádegi á morgun, föstudag, sem hlotið hefur nafnið Félag stjórnenda leikskóla (FSL). Nýja félagið verður við hlið FL og annarra félaga kennara og skólastjórnenda innan Kennarasambands Íslands. Auka aðalfundur FL er sama dag fyrir hádegi, þar verður kosið í nýja stjórn FL og nýr formaður tekur við af Björgu Bjarnadóttur sem hefur verið í forystu félagsins í rúm tuttugu ár og þar af formaður í fjórtán ár.
Lesa meira

28. apr. 2010

Aldrei verið fleiri nemendur í leikskólum

Í frétt á vef Hagstofunnar kemur fram að í desember 2009 sóttu 18.699 börn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 421 frá desember 2008 eða um 2,3%. Þessi fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri auk þess sem sex nýir leikskólar tóku til starfa á árinu. Hlutfall barna sem sækja leikskóla hefur einnig hækkað í öllum aldurshópum.
Lesa meira

27. apr. 2010

1. maí í Reykjavík 2010

Útifundur á 1. maí í Reykjavík verður á Austurvelli og kennarar sem staddir eru í borginni halda sitt baráttukaffi á Kaffi Reykjavík að fundinum loknum.
Lesa meira

26. apr. 2010

Allir að mæta í hús menntavísindasviðs HÍ og hlusta á Jón Torfa í dag

Í dag kl. 15:00 flytur Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs HÍ fyrirlesturinn „Hugmyndafræðileg átök í mótun kennaramenntunar“. Þar rekur hann ýmis mikilvæg álitamál, s.s. hver séu í raun meginverkefni skólanna, sem búa þarf kennara undir, og hvernig þessi viðfangsefni taki breytingum; hvaða kunnátta kennurum gagnist best til að þeir geti sinnt hlutverkum sínum og þróað þau áfram í starfi, hverjir eigi að kenna kennurunum og hvað þeir eigi að vita um skólastarf.
Lesa meira

23. apr. 2010

Vegið að framtíðarmenntun íslenskra námsmanna á Norðurlöndum

Félag dönskukennara hefur vakið athygli á því í ályktun frá aðalfundi að yfirvofandi breytingar á dönskukennslu í framhaldsskólum landsins geta haft talsverð áhrif á nemendur og framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Í samræmi við ný framhaldsskólalög er fyrirsjáanlegt að áföngum í dönsku fækki og hún verði ekki skyldufag á náttúrufræðibrautum og í verkemnntaskólum. Rúmlega helmingur íslenskra nemenda erlendis stundar nám sitt á Norðurlöndum af þeim sem taka námslán hjá LÍN, þar af flestir í Danmörku. Þessir nemendur þurfa til dæmis ekki að taka kostnaðarsöm inntökupróf í Danmörku vegna þess náms sem þeir eiga að baki í dönsku. Atvinnuþátttaka Íslendinga á Norðurlöndum eykst dag frá degi og þátttaka í samstarfi Norðurlandaþjóða er sömuleiðis umsvifamikil. Í ályktun sinni skorar Félag dönskukennara á yfirvöld menntamála að gæta hagsmuna íslenskra námsmanna framtíðarinnar þannig að þeir hafi um ókomna tíð sömu tækifæri til menntunar á Norðurlöndum og þeir hafa haft hingað til.
Lesa meira

20. apr. 2010

Kennaramenntun í HÍ - fundaröð í apríl til júní

Árið 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um að menntun kennara á skólastigunum frá leikskóla til framhaldsskóla skuli frá og með júlí 2011 ljúka með meistaraprófsgráðu. Í kjölfar lagasetningarinnar hófst vinna við skipulag fimm ára kennaranáms í Kennaraháskóla Íslands og síðan við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Af þessu tilefni boðar Menntavísindasvið til fimm opinna funda á næstu vikum. Fyrsti fundurinn er 26. apríl nk.
Lesa meira

20. apr. 2010

Baráttuvika 19.-25. apríl um menntun fyrir alla og verkefnið 1GOAL

Menntun vinnur bug á fátækt en 75 milljónir barna og ungmenna í heiminum ganga ekki í skóla. Alþjóðleg baráttuvika fyrir fjármögnun góðrar almennrar menntunar fyrir alla stendur nú yfir. Það eru Alþjóðasamband kennara (Education International) og mikill fjöldi annarra alþjóða- og landssamtaka sem standa að vikunni og vinna saman í regnhlífarsamtökunum GCE – Global campaign for education. Í fréttatilkynningu frá EI um málið kemur meðal annars fram að tíu ár eru liðin frá því að átakið um menntun fyrir alla og þúsaldarmarkmiðin svokölluðu fór af stað. Nú blasir við að markmiðum áætlunarinnar sem menn hugðust ná fyrir árið 2010 verður enn ekki náð árið 2015! Ástæðan er sú að alþjóðasamfélagið hefur ekki lagt fram það fé sem heitið var í upphafi og staðan hefur enn versnað vegna alþjóðlegrar efnahagskreppu. Það skiptir gífurlega miklu máli að snúa óheillaþróuninni við og hraða uppbyggingarstarfi svo ekki verði enn frekari tafir á þessu sameiginlega risaverkefni um menntun fyrir alla.
Lesa meira

20. apr. 2010

Æskan – rödd framtíðar

Vegna annarra norrænna viðburða sem haldnir verða 20.- 21. maí næstkomandi hefur verið ákveðið að fresta ráðstefnunni Æskan - rödd framtíðar þangað til 28.-30. október 2010. Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður var auglýst. Heimasíða ráðstefnunnar www.nyr2010.is verður áfram opin og uppfærð miðað við þessar breytingar. Nýtt boð á ráðstefnuna verður sent út í ágúst.
Lesa meira

20. apr. 2010

Ársfundur KÍ

Um áttatíu manns mættu á sjötta ársfund KÍ sem haldinn var sl. föstudag, 16. apríl, á Grand hóteli í Reykjavík. Var það mál ársfundarfulltrúa eftir fundinn að hann hefði tekist vel og erindi áhugaverð. Efni frá fundinum verður sett á vefinn innan skamms, þ.m.t. glærur frá fyrirlesurum, en ársskýrsla stjórnar var sett á netið fyrir fundinn ásamt fundarboði og dagskrá.
Lesa meira

20. apr. 2010

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Barnamenningarhátíð í Reykjavík hófst í morgun með skrúðgöngu fjórðubekkinga í borginni. Hátíðin fer fram víðsvegar um borgina; ofan í sundlaugum, uppi í Esjuhlíðum, á skólalóðum, á öldum ljósvakans og á götum úti. Hátíðin fjallar um menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.
Lesa meira

15. apr. 2010

Hádegisfyrirlestur í boði Rannsóknastofu í vinnuvernd

Tómas Bjarnason, dr. í félagsfræði og sviðsstjóri starfsmanna- og kjararannsókna hjá Capacent heldur fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í vinnuvernd föstudaginn 16. apríl kl. 12.00 -13.00. Fyrirlesturinn, sem verður haldinn í Háskóla Íslands Odda, stofu 201 nefnist Hollusta og tryggð starfsfólks – skiptir félagsleg viðurkenning máli?
Lesa meira

15. apr. 2010

ATHUGIÐ! Skilafrestur framlengdur til 9. ágúst í verðlaunasamkeppni

Skólavarðan/KÍ efnir til samkeppni meðal félagsmanna um 1) myndverk á forsíðu Skólavörðunnar fyrir árið 2010 og 2) slagorð til birtingar í Skólavörðunni og Eplinu. Peningaverðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig og mun fimm manna dómnefnd velja vinningshafa. Þemað í samkeppninni er „Kennarinn“ og er þar skírskotað til starfs kennarans og þess jákvæða við að mennta sig og næra sálina. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Skólavörðunnar og hæfir viðfangsefninu. Slagorð geta verið hefðbundin slagorð eða jákvæð hvatningarorð/orð um menntun, kennslu, nám og/eða skóla allt að 100 orð, í bundnu eða óbundnu máli. Ef viðbrögð verða góð er fyrirhugað að halda sýningu á innsendum tillögum og veita aukaverðlaun: „Jákvæðasta tillagan“. Með því að senda inn tillögu í samkeppnina heimilar viðkomandi þátttakandi Skólavörðunni/KÍ afnotarétt á tillögum til ofangreindra nota. Skilafrestur framlengdur! Nokkrar góðar tillögur hafa þegar borist (bæði myndverk og slagorð) en of fáar. Skilafrestur hefur því verið framlengdur sem hér segir: Tillögur sendist fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. ágúst 2010 á heimilisfangið: Kennarasamband Íslands Skólavarðan v/samkeppni Laufásvegi 81 101 Reykjavík Slagorðum má einnig skila í tölvupósti á netfangið kristin@ki.is, merktum „SLAGORÐ Í SKÓLAVÖRÐUNA/EPLIГ: Reglur um skil á myndverki • Niðurstöður verða kynntar sigurvegurum eigi síðar en 25. ágúst 2010. • Tillögum skal skilað útprentuðum í stærðinni A4 og á stafrænu formi á geisladiski sé þess kostur. • Tillaga sem berst ekki innan tilgreinds skilafrests eða uppfyllir ekki önnur tilgreind skilyrði er útilokuð frá dómi dómnefndar. • Innifalið í verðlaunum er þóknun og notkunarréttur á hönnun og frekari frágangur til prentunar ef einhver er. Gert er ráð fyrir að sú tillaga sem hreppir fyrsta sæti verði notuð sem forsíða Skólavörðunnar en þó áskilja Skólavarðan/KÍ sér rétt til að nota aðra tillögu eða hönnun á forsíðu Skólavörðunnar en þá sem hlýtur verðlaun í samkeppninni. Með því að þiggja verðlaunafé afsalar viðkomandi vinningshafi sér öllum notkunarrétti á vinningstillögunni til Skólavörðunnar/KÍ. Reglur um skil á slagorði • Niðurstöður verða kynntar sigurvegurum eigi síðar en 25. ágúst 2010. • Tillaga sem berst ekki innan tilgreinds skilafrests eða uppfyllir ekki önnur tilgreind skilyrði er útilokuð frá dómi dómnefndar. • Innifalið í verðlaunum er þóknun og notkunarréttur á slagorði. Með því að þiggja verðlaunafé afsalar viðkomandi vinningshafi sér öllum notkunarrétti á vinningstillögunni til Skólavörðunnar/KÍ.
Lesa meira

15. apr. 2010

Málþing um Pierre Bourdieu sem kemur kennurum við!

Bourdieu hefur haft talsverð áhrif innan menntageirans, ekki síst með kenningum sínum um menningarlegt auðmagn og félagslega mismunun. Áhrif hans hafa þó ekki verið jafnmikil í framkvæmd menntunar eins og t.d. í akademískri samræðu um þekkingarfræði sem er miður því hann hefur margt og merkilegt fram að færa. Næstkomandi mánudag, 17. maí kl. 13-17, stendur menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir opnu málþingi í stofu H-207 í Stakkahlíð um kenningar þessa merka franska félagsfræðings. Á málþinginu verður leitað svara við þessari spurningu: „Heldur hugtak Pierre Bourdieu um menningarauð gildi sínu á 21. öld?“ Fyrirlesarar verða Diane Reay, prófessor við Cambridge-háskóla í Bretlandi og Donald Broady, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, en þau eru í hópi virtustu fræðimanna sem túlka kenningar Bourdieus, þróa þær og nota í rannsóknum. Málþingið er haldið á vegum Rannsóknarstofu í bernsku- og æskulýðsfræðum – BÆR og doktorsnemanámskeiðs í félagsfræði menntunar sem haldið er á Íslandi 14.-19. maí, með stuðningi NordForsk. Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði menntunar, stýrir málþinginu og andmælandi verður Jon Lauglo, prófessor við Oslóarháskóla. Öðrum þátttakendum verður gefinn kostur á fyrirspurnum og að taka þátt í umræðum. Málþingið fer fram á ensku. Góð lesning: Bók þeirra Michael Grenfell og David James, Bourdieu end education, er góðtenging milli fræða og framkvæmdar og áhugaverð lesning fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig hægt er að nota hugmyndir Bourdieus í skólum.
Lesa meira

15. apr. 2010

Afmælishátið frú Vigdísar Finnbogadóttur

Kennarasamband Íslands vekur athygli á afmælishátíð í tilefni af 80 ára afmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 15. apríl í Háskólabíói. Húsið verður opnað kl. 15.30 en dagskráin hefst kl. 16.30. Hátíðin er öllum opin.
Lesa meira

15. apr. 2010

Nýtt list- og hönnunarnám - ráðstefna 16. apríl

Samtök list- og hönnunarkennara á framhaldsstigi (SLHF) mun standa fyrir ráðstefnu föstudaginn 16. apríl n.k., þar sem til umræðu mun verða yfirstandandi námskrárvinna fyrir kennslu í list- og hönnunargreinum og tengsl listnámsbrauta í framhaldsskólum við háskólastigið.
Lesa meira

15. apr. 2010

Hvernig á að nota gagnvirkar töflur í kennslu?

Alþjóðleg ráðstefna um kennslufræði og gagnvirkar töflur (interactive whiteboards) verður haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 3. - 4. júni 2010. Ráðstefnan er lokahluti verkefnisins NordicBoard sem kennarar og aðrir sérfræðingar á Norðurlöndunum vinna að. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
Lesa meira

14. apr. 2010

Flestir vita um nýja félagið ... en ekki allir

14% svarenda í skyndikönnun á vefsíðu Félags leikskólakennara vita ekki af stofnun nýs félags stjórnenda í leikskólum. Alls svöruðu 524 könnuninni.
Lesa meira

14. apr. 2010

Ný handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla

Á vef Lýðheilsustöðvar er kynnt ný handbók stöðvarinnar um hreyfingu fyrir grunnskóla „Virkni í skólastarfi“. Leitast hefur verið við að setja fram með heildrænum hætti stutt, hnitmiðað og hagnýtt stuðningsefni sem gagnast öllum þeim sem vilja stuðla að aukinni, daglegri hreyfingu í tengslum við skólastarf. Fyrst um sinn býðst grunnskólum að panta 1-2 eintök af handbókinni án endurgjalds. Hún er auk þess öllum aðgengileg á rafrænu formi.
Lesa meira

13. apr. 2010

Sjötti ársfundur KÍ er á föstudaginn, 16. apríl

Reykingar eru liðin tíð í fundarsölum en samræður eru alveg jafnlíflegar og fyrr. Spennandi erindi á sjötta ársfundi KÍ kynda örugglega undir slíkum. Boðið er upp á feykilega áhugaverða umfjöllun um kjara- og skólamál á ársfundi KÍ á Grand hóteli næstkomandi föstudag, þar á meðal um forystuhæfni, nýja kennaramenntun, kjarasamninga hjá ríkinu og fleira. Ársfundir Kennarasambands Íslands eru haldnir þau ár sem þing er ekki haldið og á þeim eiga seturétt stjórn KÍ og stjórnir, skólamála- og samninganefndir aðildarfélaga Kennarasambandsins, ásamt formönnum þingkjörinna nefnda og nefnda sem starfa samkvæmt ákvörðun þings.
Lesa meira

10. apr. 2010

Að vaxa í starfi

Föstudaginn 16. apríl gangast Félag um starfendarannsóknir og Samtök áhugafólks um skólaþróun fyrir ráðstefnu um starfendarannsóknir. Ráðstefnan, sem ber heitið Að vaxa í starfi, verður haldin í Verzlunarskóla Íslands og hefst kl. 14:00.
Lesa meira

8. apr. 2010

Heilsueflandi skólar - skólaþing Lýðheilsustöðvar 9. apríl

Lýðheilsustöð hefur frá upphafi starfað mikið með skólasamfélaginu, bæði beint og óbeint, og einn liður í að styrkja tengslin þarna á milli er að standa fyrir s.k. skólaþingum. Fyrsta skólaþing stöðvarinnar var haldið árið 2008 og nú er komið að því næsta sem verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni á morgun, föstudaginn 9. apríl. Heiti og þema þingsins er Heilsueflandi skólar. Þingið er haldið í samvinnu Lýðheilsustöðvar við ráðuneyti heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Lesa meira

8. apr. 2010

Tækifæri til starfs- og skólaþróunar - kynning á þróunarverkefni kennara með kenningarramma OECD

Nýtt þróunarverkefni á unglingastigi grunnskóla er að hefja göngu sína. Markmiðið er að vinna með hópi kennara í grunnskólum í Reykjavík og kennurum við menntavísindasvið HÍ að mótun kennslu í 8.-10. bekk í samræmi við kenningaramma OECD um grunnfærni einstaklinga við lok grunnskóla.
Lesa meira

8. apr. 2010

Nýstárleg kennsla á menntavísindasviði

Guðmundur Sæmundsson aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ hefur skrifað grein í Netlu um námsþátt sem hann sá um nýverið í námskeiði á íþrótta- og heilsubraut. Eitt verkefnanna sem hann lagði fyrir nemendur sína fólst í að yrkja ljóð um einelti. Markmiðið var meðal annars að fá nemendur til að lifa sig inn í aðstæður og tilfinningar þeirra sem verða fyrir einelti. Árangurinn varð sérstaklega áhugaverður og honum lýsir Guðmundur vel í greininni. Sköpun sem náms- og kennsluaðferð er að mati höfundar besti kosturinn vilji fólk að nám fari fram og verði velheppnað.
Lesa meira

8. apr. 2010

Gæði eða geymsla? Ráðstefna á morgun, föstudag

Ráðstefna um starfshætti tómstundaheimila (skóladagvista, dægradvalar, frístundar, lengdrar viðveru, frístundaheimila o.fl.) verður haldin föstudaginn 9. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta, kl. 10.00-12.30 og 13.15-15.15.
Lesa meira

6. apr. 2010

Mat á leikskólastarfi

Leikskólasvið Reykjavíkur stendur fyrir fræðuslufundi um mat og matsaðferðir í leikskólastarfi 15. apríl nk. Fundurinn verður að Fríkirkjuvegi 1 frá kl. 8:30-11:30.
Lesa meira

5. apr. 2010

Sumarleiga Orlofssjóðs

Sumartími er frá lokum maí til loka ágúst. Sumarleiga er með tvennu móti, þ.e. leiga á heilli viku frá föstudegi til föstudags eða leiga í skemmri tíma frá einum sólarhring og upp í sjö á sama stað. Síðara fyrirkomulagið er hér eftir nefnt flakkaraleiga. Leigutími er frá klukkan 16:00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila leigueign klukkan 12:00 á skiladegi. Ef einhver sérákvæði gilda um einstakar leigueignir koma þau fram á kvittun, í umfjöllun um eignina í ferðablaði og á vef Orlofssjóðs og er á ábyrgð leigutaka að kynna sér þær. Þegar sumarleiga hefst getur sjóðsfélagi einungis fest eina leiguviku. Eftir fyrsta júní getur hann þó leigt fleiri eignir ef þær eru lausar þó ekki fleiri en samtals að hámarki 96 punktum. Ekki er hægt að skrá sig á biðlista. Ef leigueign losnar eru þær upplýsingar þegar settar á vef Orlofssjóðs. Sumarleiga er punktastýrð þannig að félögum í Orlofssjóði er skipt upp í fimm flokka miðað við punktaeign. Þeir sem eiga flesta punkta geta bókað sig fyrst og síðan koll af kolli. Punktaviðmið og dagsetningar eru auglýst í lok febrúar á vef Orlofssjóðs og í ferðablaði hans. Bókanir í flakkaraleigu hefjast í byrjun maí. Reglur um forgang eru birtar á sama hátt og um vikuleigu væri að ræða. Þeir sjóðsfélagar sem eiga enga orlofspunkta geta bókað hús eftir að sumartími hefst.
Lesa meira

5. apr. 2010

Auka aðalfundur FL, stofnfundur FSL og ný stjórn FL

Auka aðalfundur FL verður haldinn á Grand hóteli föstudaginn 30. apríl nk. og stendur frá kl. 8:30 – 12:30. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum til áheyrnar. Þeir sem hyggjast sitja fundinn sem slíkir eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á inga hjá ki.is Frá því 2008 hefur farið fram undirbúningur að stofnun Félags stjórnenda leikskóla. Stofnfundur nýja félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af auka aðalfundinum. Sjálfkjörið var í stjórn FL og því mun ekki fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna.
Lesa meira

4. apr. 2010

Verðlaunasamkeppni - opin öllum félagsmönnum KÍ

Skólavarðan/KÍ efnir til samkeppni meðal félagsmanna um 1) myndverk á forsíðu Skólavörðunnar fyrir árið 2010 og 2) slagorð til birtingar í Skólavörðunni og Eplinu. Peningaverðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig og mun fimm manna dómnefnd velja vinningshafa. Þemað í samkeppninni er „Kennarinn“ og er þar skírskotað til starfs kennarans og þess jákvæða við að mennta sig og næra sálina. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Skólavörðunnar og hæfir viðfangsefninu. Slagorð geta verið hefðbundin slagorð eða jákvæð hvatningarorð/orð um menntun, kennslu, nám og/eða skóla allt að 100 orð, í bundnu eða óbundnu máli. Ef viðbrögð verða góð er fyrirhugað að halda sýningu á innsendum tillögum og veita aukaverðlaun: „Jákvæðasta tillagan“. Með því að senda inn tillögu í samkeppnina heimilar viðkomandi þátttakandi Skólavörðunni/KÍ afnotarétt á tillögum til ofangreindra nota.
Lesa meira

31. mar. 2010

Gleðilega páska!

Kennarasamband Íslands óskar öllum félagsmönnum sínum gleðilegra páska. Skrifstofur KÍ opna aftur 6. apríl.
Lesa meira

29. mar. 2010

Haítí þarfnast enn stuðnings

Í frétt á vef Rauða krossins er sagt frá söfnun nemenda í þriðja bekk Melaskóla til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands á Haítí en börnin söfnuðu rúmlega 44 þúsund krónum. Á nýliðinni Hátíð franskrar tungu var einn dagur hátíðarinnar tileinkaður Haítí og menningu landsins með fjölbreytilegri dagskrá í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Haítíski leikstjórinn Raoul Peck átti mynd á hátíðinni en hann missti bæði vini og ættingja í jarðskjálftanum 12. janúar sl. Peck sagði meðal annars í ávarpi sínu á kvikmyndahátíð í Berlín nýverið að langur vegur væri framundan en Haítí væri ekki einungis fórnarlamb heldur venjulegt land með sína erfiðleika og hamingjustundir rétt eins og aðrar þjóðir. Menning væri þar mjög ríkuleg og hefði ávallt leikið stórt hlutverk í endurfæðingum samfélagsins í gegnum tíðina en hættan væri sú að stuðningi linnti þegar landið hyrfi úr fréttum. „Ég óttast að þegar ljósin slokkna standi enginn lengur við hliðina á okkur,“ sagði Peck. Það er full ástæða til að hvetja fleiri til að fylgja fordæmi barnanna í þriðja bekk Melaskóla.
Lesa meira

25. mar. 2010

Nótan - nýr vefur og lokatónleikar!

Búið er að opna vefsíðu fyrir hina glænýju og spennandi uppskeruhátíð tónlistarskóla sem kallast Nótan, www.notan.is. Nótan er árleg tónlistarhátíð og þátttakendur eru frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Á laugardaginn 27. mars fara fram lokatónleikar Nótunnar 2010 í Langholtskirkju. Grunn- og miðnámstónleikar eru kl. 11 og framhaldsnámstónleikar kl. 13. Lokaathöfn þar sem borgarstjóri og menntamálaráðherra veita viðurkenningar og verðlaunahafar spila sín verk hefst kl. 16.
Lesa meira

23. mar. 2010

Frétt af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis: Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Umsóknarfresturinn rennur út 7. maí nk.
Lesa meira

22. mar. 2010

Kynning á framhaldsnámi við Háskóla Íslands 25. mars

Fimmtudaginn 25. mars milli kl. 16 og 18 verður kynning á framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Kynningin verður á Háskólatorgi og taka öll fimm fræðasvið skólans þátt í henni. Á Menntavísindasviði er boðið upp á fjölbreyttar námsleiðir í þremur deildum sviðsins.
Lesa meira

22. mar. 2010

Ánægðir með grunnskólastarf í Reykjavík

Nýverið kom út skýrsla með niðurstöðum viðhorfskönnunar í Reykjavík þar sem foreldrar grunnskólabarna voru spurðir ýmissa spurninga. Þetta er í sjötta sinn sem könnun af þessu tagi hefur verið lögð fyrir reykvíska foreldra, í fyrsta sinn árið 2000. Meðal annars kemur fram að heildaránægja með skóla barns hefur breyst umtalsvert til hins betra frá 2008, farið úr 77,6% í 83,7%. Ánægja foreldra yngri barna er almennt meiri en foreldra eldri barna. Ánægja með umsjónarkennara hefur alltaf verið mikil meðal foreldra og er enn. Þá telur mikill meirihluti foreldra telur að börnum þeirra líði vel í skólanum, bæði almennum kennslustundum og frímínútum.
Lesa meira

22. mar. 2010

Launamiðar ekki sendir heim

Kennarasamband Íslands hefur ákveðið að senda ekki afrit launamiða heim til félagsmanna. Launamiðar hafa verið sendir rafrænt til skattstjóra og allar upphæðir eru forskráðar á framtöl þeirra sem fengið hafa greiðslur úr sjóðum KÍ. Launamiðar eru einnig sendir í tölvupósti til þeirra félagsmanna sem eru með netfang skráð í félagakerfi KÍ.
Lesa meira

22. mar. 2010

Ekki þráðlaust net á Flúðum eftir 1. júní 2010

Mikið hefur verið kvartað yfir ófullnægjandi netsambandi í orlofsbyggðum Kennarasambandsins á Flúðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að laga það þannig að ásættanlegt sé. Því hefur stjórn Orlofssjóðs ákveðið að segja upp áskriftinni frá og með 1. júní nk. Athugið þó að gsm samband er á Flúðum þannig að möguleiki er fyrir þá sem eru með „netpung“ að komast í tölvusamband.
Lesa meira

19. mar. 2010

Ferðablað Orlofssjóðs er komið út!

Þessa dagana er verið að dreifa Ferðablaði Orlofssjóðs fyrir árið 2010 í skólana. Fáeinar villur slæddust inn í prentuðu útgáfu Ferðablaðsins eins og endranær en í vefútgáfunni hafa þær verið leiðréttar og gildir sú útgáfa ef munur er á.
Lesa meira

19. mar. 2010

Starfsmaður átti rétt á ótímabundinni ráðningu eftir tveggja ára starf

Í gær féll dómur í máli framhaldsskólakennara gegn íslenska ríkinu. Ríkið var dæmt til þess að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 900.000 auk vaxta og kr. 627.500 í málskostnað.
Lesa meira

19. mar. 2010

Gagnvirk námstæki auka virkni nemenda og þykja meðal annars gefast vel í sérkennslu

Margt bendir til að notkun gagnvirkra taflna, eða snjalltaflna, auki virkni nemenda sem ella láta minna að sér kveða en samnemendur. Ýmsir nýmiðlar gefast oft vel til slíkrar eflingar, til að mynda hefur Sæmundur Helgason formaður Samtaka móðurmálskennara og kennari í Langholtsskóla prófað að bjóða upp á verkefnaskil á myndbandsformi og fengið með því nemendur til þátttöku sem áður sátu gjarnan hjá í lengri textaverkefnum. Í nýju þróunarverkefni, „Gagnvirka taflan“, á Jótlandi eru kannaðir möguleikar slíkra taflna í sérkennslu umfram gömlu krítartöfluna og mikið magn af pappír sem er algengur fylgifiskur náms og kennslu. Með notkun töflunnar geta nemendur lært með stuðningi af hljóði og mynd ásamt því að sýna hvað þeir hafa lært með myndböndum eða hljóðupptökum.
Lesa meira

16. mar. 2010

Dagur án eineltis

Í nóvember í fyrra var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að tiltekinn dagur ár hvert yrði helgaður baráttu gegn einelti í borginni. Nú er sá fyrsti að renna upp. Í tilefni af honum verður málþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur um lausnir gegn einelti á morgun, miðvikudaginn 17. mars. Yfirskrift þingsins er „Dagur án eineltis - virðing, ábyrgð og vellíðan í borgarsamfélaginu“.
Lesa meira

16. mar. 2010

Fyrirlestrar í Reykjavík, Akureyri og á Reyðarfirði um einelti og sjálfsvíg

Fyrirlestraröðin „Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og Sjálfsvíg, forvarnir og sorg“ (Bullying in the workplace, home and school, and suicide prevention and grief) er að fara í gang. Fyrirlestrarnir eru á ensku og öllum að kostnaðarlausu.
Lesa meira

15. mar. 2010

Verjum nemendur og menntun fyrir áföllum

Félag framhaldsskólakennara ályktaði um menntamál á fundi sínum þann 12. mars sl. Í ályktuninni segir meðal annars: Skammsýnar ákvarðanir um menntun og skólastarf í landinu geta valdið óbætanlegum skaða. Ungmenni á framhaldsskólaaldri þurfa að geta innritast í nám og lokið því hindrunarlaust. Samfélagið þarf alltaf á fagmennsku kennara að halda - ekki síst núna!
Lesa meira

13. mar. 2010

Ókeypis tónleikar um allt land: Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla

Annar hluti unppskeruhátíðar tónlistarskóla er í dag, laugardaginn 13. mars. Í þessum hluta halda tónlistarskólar landshlutatónleika, þ.e. svæðisbundna tónleika á fjórum stöðum á landinu, og bjóða landsmenn velkomna sér að kostnaðarlausu.
Lesa meira

12. mar. 2010

Franskir kennarar mótmæla

Átta stéttarfélög franskra framhaldsskólakennara og háskólakennara blésu til verkfalls og mótmæla víða um land í dag, 12. mars, vegna sk. umbóta á menntakerfinu undir forystu menntamálaráðherrans Luc Chatel. Mikið er skorið niður í Frakklandi eins og víðar og kennarar ásaka ráðamenn um skammsýni og 2007 hugsunarhátt í þeim aðgerðum. Lögð sé áhersla á stuttar námsleiðir sem koma fólki hratt út á vinnumarkaðinn og nám sem krefjist tíma og íhygli líði fyrir vikið. Vegið sé að vinnuaðstæðum kennara með margvíslegum hætti og þeim teflt hverjum gegn öðrum. Foreldrar hafa víða lagst á sveif með kennurum í þessum aðgerðum en forsvarsmenn þeirra kalla umbætur Chatel fordæmislausa árás á menntakerfið sem geti leitt til spennu og togstreitu innan skóla og gífurlegrar samkeppni skóla á milli.
Lesa meira

12. mar. 2010

Ályktun frá Félagi þýzkukennara

Þann 10. mars sl. sendi Félag þýskukennara frá sér ályktun með yfirskriftinni stöndum vörð um tungumálakennslu í framhaldsskólum landsins.
Lesa meira

11. mar. 2010

Aðalfundur Fékkst 18. mars nk.

Aðalfundur Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum verður haldinn í Víkurskóla fimmtudaginn 18. mars nk. kl. 16:00.
Lesa meira

11. mar. 2010

Rúmlega 66 milljónir til 79 verkefna

Í fréttatilkynningu á vef menntamálaráðuneytis kemur fram að þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum 2010. Umsóknir voru 175 og fjárbeiðnir námu rúmlega 254 millj. kr. en til ráðstöfunar voru 66,5 millj. kr. Stjórnin hefur ákveðið að veita samtals 66,387 millj. kr. til 79 verkefna.
Lesa meira

10. mar. 2010

Mottumars á leikskólanum Hörðuvöllum

Karlarnir á Leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styðja gott málefni. Nú hafa þeir af sönnum íþrótta- og keppnisanda skráð sig í liðakeppni Krabbameinsfélagsins og ætla allir sem einn að safna mottu í mars.
Lesa meira

10. mar. 2010

Sameiginlegir trúnaðarmannafundir allra aðildarfélaga KÍ í mars 2010, enn er hægt að skrá sig

Kennarasamband Íslands gengst fyrir fundum með trúnaðarmönnum í öllum aðildarfélögum dagana 9. til 18. mars 2010. Haldnir verða alls þrettán fundir víða um land. Fjallað verður meðal annars um starfskjör kennara á Íslandi og í OECD ríkjunum, hlutverk KÍ og trúnaðarmanna, launagreiningu, kjarasamningaumhverfið og mikilvægi skóla á þrengingatímum.
Lesa meira

10. mar. 2010

Málþing 18. mars

Fimmtudaginn 18. mars nk. verður haldið málþing þar sem kynnt verður námsbrautin Menntastjórnun og matsfræði sem og kynnt nýleg meistaraprófsvefefni sem unnin hafa verið við brautina. Meðal annarra kynnir Kristín Eiríksdóttir efni sitt „Hefur leikskólakennari það í hendi sinni hvernig leikskólastarfið gengur?“.
Lesa meira

10. mar. 2010

Fækkar körlum enn í kennarastétt?

Konur eru í miklum meirihluta í kennarastétt og okkur í Kennarahúsinu var því brugðið þegar við lásum skúbb DV af mikilvægri vísindauppgötvun í dag, raunar svo brugðið að við komumst ekki lengra í lestrinum en í gegnum fyrirsögnina. Hún er þessi: Karlar deyja frekar en konur. Sannarlega hörmuleg tíðindi fyrir menntun í landinu.
Lesa meira

10. mar. 2010

Meðmæli á mjólkurfernu

Einhver albestu meðmæli með kennurum og menntun sem um getur er hægt að lesa af bakhlið mjólkurfernu í ljóði Sæunnar Heiðu Marteinsdóttur nemanda í Engjaskóla en hún var tólf ára þegar hún orti það. Í síðari hluta ljóðsins yrkir Sæunn: Ég geng menntaveginn/í skóla sem er í hverfinu mínu./Ég er með frábæran kennara/enda í frábærum skóla./Án kennara og skóla/veit ég ekki hvar ég væri núna.
Lesa meira

10. mar. 2010

Dapurt menntaþing?

Heldur var dapurt hljóðið í tveimur kennurum sem blaðamaður KÍ hitti að máli eftir menntaþing menntamálaráðuneytisins sl. föstudag. Þeir gagnrýndu fyrst og fremst að rætt var um málin eins og allt væri hægt að gera og engu þyrfti að fórna, á meðan vitað væri að staðan væri allt önnur.
Lesa meira

9. mar. 2010

Réttmæt laun strax - herferð Alþjóðasambands kennara (EI - Education International) kynnt á baráttudegi kvenna

Kynferðið er konum um allan heim fjötur um fót í margvíslegu tilliti. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í gær, 8. mars, kynnti Alþjóðasamband kennara (EI) herferð fyrir jafnræði í launum (pay equity, innskot blm.) með sérstaka áherslu á að berjast gegn kynbundnu launamisrétti.
Lesa meira

9. mar. 2010

Hádegisfyrirlestur Rannsóknarstofu í vinnuvernd 12. mars

Í hádegisfyrirlestri Rannsóknastofu í vinnuvernd þann 12. mars nk. mun Ásta Snorradóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins fjalla um líðan starfsfólks á vinnustöðum í kjölfar skipulagsbreytinga og niðurskurðar. Í fyrirlestrinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja stóð að í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Háskóla Íslands meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja í kjölfar bankahrunsins.
Lesa meira

9. mar. 2010

Trúnaðarmenn athugið! Fundirnir hefjast í dag. Skráið ykkur.

Enn er hægt að skrá sig á trúnaðarmannafundi sem KÍ stendur fyrir í marsmánuði. Fyrsti fundur er í Gerðubergi í Reykjavík í dag og sá næsti á morgun í Norræna húsinu. Sjá dagskrá, tíma- og staðsetningar funda í annarri frétt hér fyrir neðan. Athugið að þetta eru fundir fyrir trúnaðarmenn í öllum aðildarfélögum KÍ og við hvetjum alla til að mæta. Upplýsandi erindi, mikilvægur samstarfsvettvangur.
Lesa meira

9. mar. 2010

Ráðstefna um kynbundið ofbeldi 16. apríl

Föstudaginn 16. apríl nk. verður haldin ráðstefna um kynbundið ofbeldi undir heitinu „Þögul þjáning“. Ráðstefnan verður haldin í stofu L201 á Sólborg, Háskólanum á Akureyri og stendur hún frá 9:00 til 16:00.
Lesa meira

8. mar. 2010

Fulltrúafundur FF 12. mars nk.

Þann 12. mars nk. verður fulltrúafundur FF haldinn í Hvammi á Grand Hóteli í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:45 með afhendingu gagna.
Lesa meira

8. mar. 2010

Athugið! Tveir fundir í dag í Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna á hundrað ára ártíð

Kennarasambandið á hlutdeild í tveimur viðburðum í höfuðborginni í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í dag, 8. mars. Sá fyrri hefst í Hvammi á Grand hóteli kl. 11:45 og sá síðari í ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:00. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á annan eða báða þessara funda eftir því sem aðstæður þeirra leyfa. Sjá nánar um báða fundina í fréttum hér neðar á síðunni.
Lesa meira

8. mar. 2010

Hlustum á konur!

Rauði krossinn vekur athygli á þrengingum stríðsflóttakvenna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Þegar fólk flosnar upp frá heimilum sínum vegna stríðs er lítill gaumur gefinn að konum eða hlustað á það sem þær hafa að segja. Nadine Puechguirbal hjá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) segir að staðalmynd af konum sem óvirkum (passífum) þiggjendum geti leitt til þess að þeim sé meinaður aðgangur að ákvörðunum sem hafa bein áhrif á líf þeirra. „Ef ekki er leitað til kvenna um ráðgjöf í tengslum við hverjar þarfir þeirra eru og hvernig hægt sé að mæta þeim er hætt við að hjálpin verði rýr að gæðum og ávinningur lítill“, segir Nadine.
Lesa meira

8. mar. 2010

Dagskrá í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Fjölmennum í ráðhús Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í dag klukkan fimm. Góð dagskrá með yfirskriftina: Við getum betur! Frábærir fyrirlesarar.
Lesa meira

8. mar. 2010

Frelsi til fjölskyldulífs- samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er í dag, 8. mars. Kennarasambandið stendur fyrir hadegisfundi ásamt fleiri stéttarfélögum í tilefni dagsins á Grand hóteli Reykjavík - Hvammi kl. 11:45-13:00. Framsögumenn verða Gyða Margrét Pétursdóttir, Ingólfur V. Gíslason og Heiða Björk Rúnarsdóttir. Í upphafi fundar verður framreidd súpa, gratínerað brauð og kaffi, verð 1.750 kr. Yfirskrift fundarins er „Frelsi til fjölskyldulífs- samræming fjölskyldu og atvinnulífs“.
Lesa meira

2. mar. 2010

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti 8. mars fagnar 100 ára afmæli

Sameiginlegur fundur fjölda samtaka verður í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 8. mars kl. 17 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti undir yfirskriftinni ,,Við getum betur“.
Lesa meira

22. feb. 2010

Ekki fjárfest í fyrirtækjum undir stjórn ...

... þeirra sem valdið hafa lífeyrissjóðum tjóni.
Lesa meira

22. feb. 2010

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2010-2011

Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands auglýsir styrki til félagsmanna sinna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í kennsluháttum í grunnskólum skólaárið 2010-2011.
Lesa meira

22. feb. 2010

Málþing um íþróttir í framhaldsskólum

Íþróttakennarafélag Íslands stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 3. mars um íþróttir í framhaldsskólum landsins undir slagorðinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þingið fer fram í nýju húsnæði HR við Nauthólsvík í Reykjavík frá kl. 13:00 – 16:15.
Lesa meira

22. feb. 2010

Styrkir fyrir skólaárið 2010-2011: Íslensk - ameríska félagið

Íslensk - ameríska félagið auglýsir styrki fyrir skólaárið 2010 til 2011. Um er að ræða styrk fyrir starfandi kennara til að sækja fjögurra vikna námskeið við Luther College í Decorah, Iowa í júlí 2010. Styrkupphæðin er 2.000 dollarar. Umsóknarfresturinn rennur út 15. mars nk.
Lesa meira

19. feb. 2010

Skólaþing Lýðheilsustöðvar 9. apríl 2010

Lýðheilsustöð stendur fyrir skólaþingi 9. apríl nk. í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þingið fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6.
Lesa meira

17. feb. 2010

Morgunverðarfundur um leikskólann 19. febrúar nk.

Rýnt verður í málefni sem nú eru í brennidepli hjá leikskólafólki á morgunverðarfundi þann 19. febrúar á Grand hóteli í Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 8:30 en dagskrá stendur frá 9:00 til 11:00.
Lesa meira

17. feb. 2010

Frétt frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Heildstæð menntun á umbrotatímum - menntaþing haldið 5. mars

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur fyrir menntaþingi þann 5. mars nk. í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum. Tilgangur þingsins er að efna til opinnar umræðu um menntastefnu.
Lesa meira

17. feb. 2010

Úrslit úr nemendasamkeppni SAFT og Nýherja

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn 9. febrúar sl. Voru þá útslit kunngerð í samkeppni meðal grunn- og framhaldsskólanema um gerð jafningjafræðsluefnis sem stuðla á að jákvæðri og öryggri netnotkun.
Lesa meira

17. feb. 2010

Morgunverðarfundur FFR (Félag forstöðumanna ríkisstofnana) og Stofnunar stjórnsýslufræða 25. febrúar nk.

Fimmtudaginn 25. febrúar nk. verður haldin morgunverðarfundur FFR og Stofnunar stjórnsýslufræða á Grand hótel í Reykjavík. Fundurinn hefst með morgunverði kl. 8:00 en dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til 10:00.
Lesa meira

17. feb. 2010

Málþing Sjónarhóls um greiningar og þjónustu

Fimmtudaginn 4. mars nk. stendur Sjónarhóll fyrir málþingi um greiningar og þjónustu á Hótel Nordica. Málþingið hefst kl. 12:30 og því lýkur kl. 16:30. Fundarstjóri er Sölvi Tryggvason fréttamaður og er Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra á meðal þeirra sem halda ávarp.
Lesa meira

15. feb. 2010

Að lyfta upp starfsandanum - niðurstöður könnunar

Vinnuumhverfisnefnd (VUN) kannaði í lok síðustu annar (haust 2009) meðal félagsmanna KÍ hvað þeir gera saman til að lyfta upp starfsandanum á vinnustaðnum. Könnunin var á rafrænu formi og alls 2.245 svör bárust. Það jafngildir því að rúm 19% félagsmanna KÍ hafa svarað könnuninni. Spurt var um aðildarfélag innan KÍ og hvað fólk geri til að lyfta upp starfsandanum á vinnustaðnum.
Lesa meira

12. feb. 2010

Leikur að læra í sextíu ár - afmæli FL á Degi leikskólans

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn laugardaginn 6. febrúar sl. Þá fögnuðu leikskólakennarar jafnframt sextíu ára afmæli félags síns með útgáfu bókarinnar Spor í sögu stéttar. Félagið var stofnað 6. febrúar árið 1950 af tuttugu og tveimur leikskólakennurum sem höfðu útskrifast hér á landi, þeir fyrstu útskrifuðust frá Uppeldisskóla Sumargjafar í febrúar 1948. Félag leikskólakennara er næstfjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands og félagar þess eru um 2400. Tímamótanna var minnst um allt land um leið og haldið var upp á Dag leikskólans, bæði á föstudegi 5. febrúar og á laugardeginum. Afmælis félagsins og útgáfu bókarinnar var meðal annars fagnað á sérstökum hátíðarfundi föstudaginn 5. febrúar kl. 16:30 í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Á fundinum var Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra afhent fyrsta eintak bókarinnar. Myndir, útdráttur úr bókinni, ávörp, tenglar í fjölmiðlaumfjöllun og fleira efni fylgir þessari frétt.
Lesa meira

12. feb. 2010

Fræðslufundur skólamálaráðs, glærur frá Jóni Hrólfi

Komnar eru inn glærur frá Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, einum fyrirlesara á síðasta fræðslufundi skólamálaráðs KÍ, um listfræðslu á Íslandi.
Lesa meira

10. feb. 2010

Að vaxa í starfi - síðdegisþing um starfendarannsóknir

Félag um starfendarannsóknir og Félag áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu um starfendarannsóknir föstudaginn 16. apríl kl. 14:00-17:00. Ráðstefnan verður haldin í Verslunarskóla Íslands. Þar munu kennarar af öllum skólastigum kynna rannsóknir sínar og síðan verða umræður í hópum um starfendarannsóknir.
Lesa meira

9. feb. 2010

Nýr evrópskur kennaravefur um heilsu og öryggi á vinnustað

Heilsa og vinnuöryggi kennara er viðfangsefnið á nýjum vef ETUCE (European trade union committee for education). Þarna er safnað saman miklu magni bæklinga, frétta, verkefna og hugmynda þessu að lútandi. Meðal umræðuefna sem enn hafa lítil skil verið gerð hérlendis en er að finna á þessum vef er umræða um netáreiti í garð kennara. Tenging er við spjallhópa ETUCE um málaflokkinn og margt fleira forvitnilegt rekur á fjörur þess sem gefur sér tíma til að staldra við og skoða.
Lesa meira

8. feb. 2010

Sumarleiga, gönguferðir, gjafabréf í flug og fleira

Orlofssjóður vill benda á ýmis atriði sem gott er að vita varðandi það sem boðið er upp á í sumarleigu. Meðal annars verða til sölu gjafabréf (afsláttarávísanir) í flug með Iceland Express og Icelandair og hefst sala þeirra kl. 12:00 nk. fimmtudag, 11. febrúar. Takmarkað magn!
Lesa meira

8. feb. 2010

Hádegisfyrirlestrar Rannsóknastofu í vinnuvernd (RIV) vorið 2010

Hádegisfyrirlestrar Rannsóknastofu í vinnuvernd (RIV) vorið 2010 eru haldnir í Háskóla Íslands í stofu 201 í Odda og standa frá kl. 12:00 – 13:00.
Lesa meira

5. feb. 2010

Punktastýrð úthlutun Orlofssjóðs hefst 6. apríl


Lesa meira

5. feb. 2010

Reglur Orlofssjóðs KÍ um leigu orlofshúsnæðis og aðra þjónustu sem stendur sjóðsfélögum til boða

Á fundi Orlofssjóðs voru samþykktar reglur um leigu orlofshúsnæðis og aðra þjónustu sem stendur félagsmönnum til boða.
Lesa meira

3. feb. 2010

Fræðslufundur Skólamálaráðs 27. janúar sl. - Fleiri glærur komnar inn

Komnar eru inn glærur frá Gerði G. Óskarsdóttur varðandi niðurstöður rannsóknar um nám á mörkum leik- og grunnskóla annars vegar og grunn- og framhaldsskóla hins vegar 2007-2009.
Lesa meira

29. jan. 2010

Glærur frá fundi Skólamálaráðs KÍ að koma inn

Glærur frá fróðlegum fundi Skólamálaráðs, sem haldinn var miðvikudaginn 27. janúar sl., verða aðgengilegar á vef KÍ. Nú þegar er efni frá Hafdísi Ingvarsdóttur komið inn en hún gerði grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á reynslu framhaldsskólakennara á fyrsta starfsári.
Lesa meira

28. jan. 2010

Styrkir til vinnuverndarverkefna

Norræna vinnuverndarnefndin auglýsir eftir styrkumsóknum á sviði vinnuverndar fyrir árið 2010, um er að ræða viðbótarúthlutun. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun verður 1 milljón danskra króna. Skilafrestur umsókna er 10. febrúar 2010.
Lesa meira

25. jan. 2010

Fundur Skólamálaráðs KÍ miðvikudaginn 27. janúar

Á fundi Skólamálaráðs KÍ, sem haldinn verður nk. miðvikudag 27. janúar, verður fjallað um þrjár áhugaverðar nýlegar rannsóknir um skólastarf. Fundurinn verður haldinn í Háteigi 2 á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 13:00 en lýkur kl. 17:00. Boðið er upp á léttan hádegisverð í upphafi fundar.
Lesa meira

25. jan. 2010

Sameiginlegur fræðslufundur stjórnenda og trúnaðarmanna 28. janúar og fræðslunámskeið fyrir trúnaðarmenn 29. janúar

Fimmtudaginn 28. janúar n.k. verður haldinn fræðslufundur fjármálaráðuneytis og KÍ/framhaldsskóla fyrir stjórnendur og trúnaðarmenn í framhaldsskólum og daginn eftir, föstudaginn 29. janúar, heldur FF fræðslunámskeið fyrir trúnaðarmenn í framhaldsskólum.
Lesa meira

20. jan. 2010

Dagur leikskólans 6. febrúar '10

Þann 6. febrúar n.k. er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Daginn ber að þessu sinni upp á laugardag og því er mælst til þess að honum verði fagnað í leikskólum föstudaginn 5. febrúar. Leikskólakennarar munu þennan sama dag fagna 60 ára afmæli félagsins m.a. með útgáfu veglegs afmælisrits.
Lesa meira

20. jan. 2010

Breytingar á stjórn og samninganefnd FF

Þær breytingar urðu á stjórn og samninganefnd FF nú í byrjun janúar að Magnús Ingólfsson lét af trúnaðarstörfum fyrir félagið en Magnús hefur verið varaformaður FF frá aðalfundi FF 2008. Stjórn FF samþykkti á fundi sínum 18. janúar s.l. að Ásdís Ingólfsdóttir gjaldkeri félagsins taki einnig að sér störf varaformanns. Vegna þessara breytinga tekur Kolbrún Elfa Sigurðardóttir sæti sem aðalmaður í stjórn og samninganefnd FF en hún hefur verið varamaður í stjórn félagsins frá aðalfundi 2008. Félagið þakkar Magnúsi mikil og góð störf á liðnum árum. Ennfremur urðu þær breytingar á stjórn FF í haust að Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir lét af störfum sem varamaður. Félagið þakkar Valgerði sömuleiðis fyrir störf hennar og samfylgdina.
Lesa meira

19. jan. 2010

Námsdvöl í Japan fyrir framhaldsskólanema 15-18 ára

Stjórnvöld í Japan bjóða nú upp á skiptinámsdvalir fyrir evrópska framhaldsskólanema. Þetta kemur fram í frétt á vef menntamálaráðuneytis. Annars vegar er boðið upp á fimm vikna dvöl og hins vegar fimm mánaða dvöl. Meðan á dvölinni stendur munu styrkþegar sækja japanska skóla, dveljast á venjulegum japönskum heimilum og taka þátt í ýmsum viðburðum í Japan. Tveir íslenskir nemendur fá styrk til styttri námsdvalar á þessu ári en enn er óákveðið hversu margir munu hljóta styrk til lengri námsdvalar.
Lesa meira

19. jan. 2010

Nýjar úthlutunarreglur

Það er gaman að geta fært góðar fréttir af Sjúkrasjóði KÍ. Nýjar úthlutunarreglur tóku gildi 1. janúar 2010 og hafa margir flokkar verið hækkaðir og ýmislegt verið fært til betri vegar og hagsbóta fyrir félagsmenn. Viljum við sérstaklega benda á styrki vegna kaupa á gleraugum en þar hefur verið gerð sú breyting að bæði sjóngler og umgjarðir eru styrkhæf og kemur það án efa umsækjendum til góða. Úthlutunarreglurnar eru komnar á heimasíðu Kennarasambandsins og viljum við hvetja kennara til að kynna sér breytingarnar vel. Sjúkrasjóður er mikilvægur fyrir félagsmenn og nauðsynlegt að allir viti af honum, ef og þegar fólk þarf á honum að halda.
Lesa meira

19. jan. 2010

Leiðin til læsis

Laugardaginn 6. febrúar halda Samtök móðurmálskennara ráðstefnu um læsi í Bratta við Stakkahlíð í Reykjavík. Ráðstefnan er ætluð kennurum á öllum skólastigum og öðrum áhugasömum um málefnið og flutt verða erindi um stöðu læsis og leiðir í átt til betra læsis. Eftir hádegi geta ráðstefnugestir valið að heimsækja mismunandi smiðjur þar sem kynntar eru áhugaverðar leiðir sem farnar eru á ýmsum skólastigum. Fólk er hvatt til að skrá sig fyrir 1. febrúar en dagskráin er ókeypis.
Lesa meira

19. jan. 2010

Allir að horfa á stöð eitt í kvöld!

Í kvöld, þriðjudaginn 19. janúar kl. 21:30, verður sýndur í ríkissjónvarpinu heimildaþáttur um rannsóknarverkefnið „Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu“. Þátturinn heitir Hreyfing og hollusta, lykill að framtíð og dagskrárgerð önnuðust Karl Jeppesen og Samúel Örn Erlingsson.
Lesa meira

18. jan. 2010

Námsúrræði fyrir unga atvinnuleitendur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið hafa undirritað samkomulag um námstækifæri á framhaldsskólastigi fyrir unga atvinnuleitendur. Samkomulagið er gert í framhaldi af sameiginlegri skýrslu ráðuneytanna: Ungt fólk án atvinnu – virkni þess og menntun. Hún var unnin af mjög öflugum hópi á einungis tveimur mánuðum til að leita skjótra úrræða vegna fjórföldunar atvinnuleysis á einu ári.
Lesa meira

18. jan. 2010

Kennarasambandið sendir tvær milljónir til Haítí

Kennarasamband Íslands ákvað á stjórnarfundi sl. föstudag að leggja ellefu þúsund evrur eða um 2.000.000 ISK inn á söfnunarsjóðsreikning Alþjóðasambands kennara til styrktar Haítí. Féð verður notað til uppbyggingar menntunar og skólastarfs og stuðnings nemendum og kennurum í landinu.
Lesa meira

14. jan. 2010

Vinnuumhverfisbóla janúarmánaðar

Þema Vinnuumhverfisnefndar KÍ á vorönn er „Vinnuumhverfið – Hljóð, rödd, loft og lýsing“ en vinnuumhverfisbóla janúarmánaðar er bleik og fjallar um birtu á vinnustað.
Lesa meira

14. jan. 2010

Taka ber tillit til skoðana barna

Í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að nefnd sem skipuð var í desember 2008 til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni hefur nú skilað Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra tillögum sínum að breytingum á lögunum með frumvarpi og ítarlegri greinargerð. Meðal annars er bætt við nýjum kafla um réttindi barnsins þar sem kveðið er á um að barn eigi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skuli tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.
Lesa meira

14. jan. 2010

Fyrsta úthlutun Sprotasjóðs

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2009-2010. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu stjórnar, að veita styrki til 44 verkefna að upphæð tæplega 44. millj. kr., en samtals voru umsóknir 143.
Lesa meira

12. jan. 2010

Fundaröð Námsmatsstofnunar - Menntun kennara: Er munur á kennurum eftir menntun?

Næsti fundur í fundaröð Námsmatsstofnunar um niðurstöður TALIS rannsóknarinnar verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 13. janúar, kl. 13:30 til 15:00 í fundarsal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7a. Umræðuefnið í þetta sinn er menntun kennara en yfirskriftin er Menntun kennara: Er munur á kennurum eftir menntun? Menntunarhópar kennara eru bornir saman á mælikvörðum TALIS og eru þær upplýsingar nýttar til þess að greina frekar menntunarþörf íslenskra kennara.
Lesa meira

4. jan. 2010

Lækkun félagsgjalda í 1%

Í tilefni af lækkun félagsgjalda 1. janúar 2010 biðjum við félagsmenn um að fylgjast með því hvort gjöldin hafi ekki lækkað hjá þeim niður í 1%.
Lesa meira

4. jan. 2010

Samstarfsverkefni enskukennara í Litháen og á Íslandi

Skóli í Litháen með nemendur á aldrinum 14 – 18 ára leitar eftir samstarfi við íslenskan skóla um verkefni þar sem sótt yrði um styrk frá Evrópusambandinu. Um er að ræða um samband við enskukennara og nemendur hans/hennar í 9. eða 10. bekk.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli