Eftir árum

30. des. 2011

2011 -2012

Hafið það gott um áramótin kæru félagsmenn, aðrir vinir og vandamenn! Hittumst heil á nýju ári. Kveðja, KÍ.
Lesa meira

28. des. 2011

Morgunverðarfundur um réttindi og lýðræði í leikskóla

Þann 1. febrúar 2012 kl. 8:30 til 11 á Grand hóteli í Reykjavík verður haldinn fundur um réttindi og lýðræði í leikskóla. Fundarstjóri er Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara.
Lesa meira

28. des. 2011

Viðbótarlífeyrissparnaður úr 4% í 2%

Alþingi samþykkti rétt fyrir jól að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá byrjun janúar 2012 til ársloka 2014. Frá og með næstu áramótum lækkar því frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarlífeyrissparnað úr 4% í 2% af heildarlaunum.
Lesa meira

22. des. 2011

Jólalokun

Kennarahúsið verður lokað föstudaginn 23. desember, þriðjudaginn 27. desember og mánudaginn 2. janúar.
Lesa meira

20. des. 2011

Jólastyrkur í stað jólakorta

Kennarasamband Íslands veitir á hverju ári styrk til samtaka eða aðila sem tengja starf sitt börnum og ungmennum. Er styrkurinn veittur í stað þess að senda jólakort. Í ár fær Hjálparstarf kirkjunnar þennan styrk að upphæð 300.000 krónur sem skiptist í þrennt og fer í Velferðarsjóð barna, Framtíðarsjóð ungmenna og í „kortaleiðina“ í innanlandsaðstoðinni. Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ, Björg Bjarnadóttir varaformaður KÍ og Svanhildur María Ólafsdóttir formaður SÍ afhentu Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa Hjálparstarfsins styrkinn.
Lesa meira

14. des. 2011

Tiltektardagur í Kennarahúsinu í dag

Kennarahúsið verður lokað í dag, 14. desember, frá kl. 12:00-16:00 vegna tiltektardags starfsmanna. Venjulegur opnunartími á morgun.
Lesa meira

12. des. 2011

Ályktanir frá FL og FSL

Fimmtudaginn 8. desember sl. samþykktu stjórn og skólamálanefnd Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskólakennara ályktun um hávaða, ályktun um undirbúningstíma og áskorun vegna innleiðingar aðalnámskrár.
Lesa meira

6. des. 2011

Kynning á lokaverkefnum til M.Ed.-prófs frá Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 8. desember n.k. verður haldin kynning á lokaverkefnum nema til M.Ed. náms við Háskóla Íslands. Kynningin fer fram í húsnæði HÍ við Stakkahlíð í stofu E-301 og hefst kl. 09:00.
Lesa meira

6. des. 2011

Einelti meðal barna á Íslandi - málþing á morgun, 7. desember

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni í samstarfi við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Menntavísindasvið Háskóla Íslands bjóða til málþingsins Ábyrgð og aðgerðir miðvikudaginn 7. desember nk. Málþingið verður haldið í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 15:00 en lýkur kl. 17:00.
Lesa meira

6. des. 2011

Mikilvægt framtak í þágu framhaldsskólans

Starfshópur um málefni framhaldsskóla hefur verið settur á laggirnar á grunni samkomulags KÍ/framhaldsskóla og mennta- og menningarmálaráðherra. Hópurinn hélt sinn fyrsta fund 15. nóvember og á að skila niðurstöðum næsta vor. Meðal þess sem starfshópurinn á að fjalla um er vinnutilhögun kennara og aukin menntunarþörf í ljósi breytts hlutverks, samvinna kennara og aðgangur að sérfræðiþjónustu.
Lesa meira

2. des. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu ...

... um kjarasamning Kennarasambands Íslands / vegna Félags leikskólakennara og Sigöldu ehf.
Lesa meira

2. des. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009: Starfshættir í íslenskum grunnskólum

Þriðjudaginn 6. desember 2011 kl. 14:00-16:00 verður haldinn opinn umræðufundur um PISA 2009, þar sem umræðuefnið er starfshættir í íslenskum grunnskólum. Fundurinn verður haldinn í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A.
Lesa meira

30. nóv. 2011

Fræðsludagur, 5. desember nk., fyrir áhugafólk um skólamál

Félag íslenskra sérkennara efnir til fræðsludags mánudaginn 5. desember nk. á Grand Hótel í Reykjavík. Skemmtileg dagskrá og áhugaverðir fyrirlesarar.
Lesa meira

30. nóv. 2011

Útinám á Íslandi … hvað er í gangi?

Föstudaginn 2. desember 2011 verður haldin ráðstefna um útinám í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð kl. 10:00-16:30. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa við og hafa áhuga á útinámi og útivist, til dæmis þeim er starfa í skólum, í frístundastarfi, hjá félögum og í fyrirtækjum.
Lesa meira

29. nóv. 2011

Stöð 2 og sportrásir ekki lengur í boði í orlofshúsum

Stjórn Orlofssjóðs hefur upp á síðkastið unnið að því að endurskoða reksturinn og reyna að ná hagstæðari samningum varðandi ýmis liði í rekstri sjóðsins. Ljóst er að eftir mikla uppbyggingu Orlofssjóðs KÍ í Heiðarbyggð og endurbyggingu húsa í Ásabyggð eru skuldir sjóðsins orðnar verulegar en samkvæmt samþykkt á þingi KÍ frá því í vor skal unnið áfram að því á næsta kjörtímabili að greiða skuldir sjóðsins niður.
Lesa meira

25. nóv. 2011

Syngjum saman á degi íslenskrar tónlistar

Fimmtudaginn 1. desember næstkomandi verður dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og í tilefni hans munu allar útvarpsstöðvar landsins spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11:15. Íslendingar geta því sameinast við viðtækin og sungið lög til heiðurs íslenskri tónlist. Markmiðið er að fá sem flesta til að kveikja á útvarpinu kl. 11:15 og syngja með. Börn í skólum, fólk á vinnustöðum og bara allir allstaðar, syngja með.
Lesa meira

23. nóv. 2011

Undirritaður kjarasamningur vegna Leikskólans Aðalþings

22. nóvember var undirritaður kjarasamningur milli Sigöldu ehf. vegna Leikskólans Aðalþings og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Hér er um að ræða fyrsta heildræna kjarasamning sem KÍ/Félag leikskólakennara gerir við sjálfstætt starfandi skóla.
Lesa meira

22. nóv. 2011

Nám á Norðurlöndum: Möguleikar og hindranir

Málþingið Nám á Norðurlöndum: Möguleikar og hindranir verður haldið þriðjudaginn 29. nóvember á milli kl. 9:00 og 14:30 í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 25. nóvember nk.
Lesa meira

16. nóv. 2011

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er nú fagnað í sextánda sinn. Allt frá 1996 hafa skólar landsins og margar aðrar stofnanir og samtök haldið upp á daginn með margvíslegum hætti.
Lesa meira

16. nóv. 2011

Áskorun frá Velferðarvaktinni

Velferðarvaktin hefur sent fjárlaga- og velferðarnefnd Alþingis og öllum sveitastjórnum bréf þar sem skorað er viðkomandi að sýna aðgát við gerð fjárhagsáætlana. Í bréfinu er bent á að við hagræðingaraðgerðir verði að hafa í huga að bernskan kemur ekki aftur og hvert ár í lífi barns vegi þungt.
Lesa meira

16. nóv. 2011

Breyting á lykilorði fyrir Mínar síður og aðgengi að bókunarvef Orlofssjóðs

Undanfarna mánuði hafa félagsmenn getað sótt um styrki í sjúkra- og endurmenntunarsjóði á „Mínum síðum“ KÍ og farið þaðan á bókunarvef orlofssjóðs. Frá og með 15. nóvember næstkomandi verður bókunarvél orlofssjóðs einungis aðgengileg á „Mínum síðum“. Þetta er gert að kröfu Persónuverndar sem hefur gagnrýnt hversu opin bókunarvélin hefur verið fram að þessu.
Lesa meira

15. nóv. 2011

Virkur vinnustaður

Kennarasamband Íslands er einn af þeim vinnustöðum sem taka þátt í þróunarverkefni sem nefnist Virkur vinnustaður og er á vegum fyrirtækjasviðs VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Verkefnið er til þriggja ára og taka 12 fyrirtæki/stofnanir þátt, en undir þau tilheyra samtals 35 vinnustaðir með tæplega 1600 starfsmenn. Tilgangur verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og ráðgjöf við að móta og innleiða stefnu um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu.
Lesa meira

15. nóv. 2011

Tilboð frá Orlofssjóði

Á fundi stjórnar Orlofssjóðs nýverið, var samþykkt að lækka verð á leigu á salnum Fróða tímabundið eða fram að næstkomandi áramótum. Þetta er gert til að kynna aðstöðuna bæði fyrir vinnustaði og félagsmenn.
Lesa meira

11. nóv. 2011

Hvað má læra af rannsóknum á skólastarfi?

Dagana 18.-19. nóvember verður haldin ráðstefna í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð - Skriðu undir yfirskriftinni Hvað má læra af rannsóknum á skólastarfi? Ráðstefnan hefst föstudaginn 18. nóvember kl. 14:00.
Lesa meira

11. nóv. 2011

Staða skólamála

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skv. beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur o.fl. lagt fram á Alþingi skýrslu um stöðu skólamála.
Lesa meira

11. nóv. 2011

Málræktarþing: Æska í ólestri - mál okkar allra

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar, Æska í ólestri - mál okkar allra, verður haldið laugardaginn 12. nóvember í tilefni dags íslenskrar tungu 16. nóvember. Þingið fer fram í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð kl. 11-14. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

11. nóv. 2011

Úttekt á stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskafrávik

Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi vinnur að úttekt á stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskafrávik að beiðni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannsóknin er gerð að frumkvæði Menntamálanefndar Alþingis.
Lesa meira

9. nóv. 2011

Norrænn loftslagsdagur 11. nóvember

Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Norræna húsinu, þann 11. nóvember kl. 15-16:30, en átakið er sameiginlegt verkefni norrænu menntamálaráðherranna. Markmið dagsins er meðal annars að stuðla að þátttöku nemenda í umræðu um loftslagsmál og efla norrænt skólasamstarf á sviði loftslagsmála. Þema loftslagsdagsins í ár er matur og loftslag.
Lesa meira

9. nóv. 2011

Evrópska kennarasambandið ályktar um kreppuna og aðför að opinberum starfsmönnum

Á fundi sínum í Brussel 10. og 11. október sl. ályktuðu Evrópsku kennarasamtökin ETUCE um efnahagskreppuna og nýlega dýpkun hennar. Þar segir meðal annars að yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins og sambandinu sjálfu hafi brugðist of seint og illa við til að lægja öldurnar og hrinda keðjuverkun vaxtar af stað á nýjan leik. Ströng sparnaðarstefnan sem framkvæmdastjórn ESB, Alþjóðabankinn og Seðlabanki Evrópu boða hefur ekki stuðlað að því að draga úr kreppunni og er þar að auki siðferðilega óverjandi.
Lesa meira

9. nóv. 2011

Velferðarþjónusta í kreppu?

Á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember, verður haldið málþing Samtaka félagsmálastjóra í Menningar- og listamiðstöðinni Duus-húsum, Duusgötu 2-8, Reykjanesbæ. Málþingið hefst kl. 13:00 og því lýkur kl. 15:30.
Lesa meira

8. nóv. 2011

Opinn dagur í Listaháskóla Íslands 12. nóvember 2011

Laugardaginn 12. nóvember næstkomandi verður opinn dagur í Listaháskóla Íslands, í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 kl. 11-16. Áhugasömum er boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Þennan dag verða nemendur og kennarar til viðtals og upplýsingagjafar og til sýnis verða inntökumöppur og kynningar á inntökuferli, verkstæðum og aðstöðu skólans.
Lesa meira

7. nóv. 2011

8. nóvember dagur gegn einelti

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti stendur fyrir sérstökum degi gegn einelti á morgun, þriðjudaginn 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010.


Lesa meira

7. nóv. 2011

Handbók fyrir félagsdeildir FF

Handbókin fyrir félagsdeildir FF, sem kynnt var á fundi með trúnaðarmönnum og formönnum félagsdeilda FF, er nú aðgengileg á vef ff.ki.is.
Lesa meira

3. nóv. 2011

Eflum forvarnir - vöndum umræðuna

Eflum fræðslu og forvarnir gegn einelti. Í tilefni af umræðu DV nú á haustmánuðum um eineltismál í skólum spyrjum við hvaða tilgangi þjónar sá fréttaflutningur og umræða. Hér er ekki verið að draga úr þeirri staðreynd að fjölmiðlar vekja fólk til umhugsunar um mikilvæga málaflokka en það er vandasamt að tryggja að umfjöllunin verði uppbyggileg. Í framhaldi af fréttum um eineltismál fer því miður oft af stað óvönduð og ómálefnaleg umræða um viðkomandi mál og einstaka skóla á fréttavefjum og bloggsíðum. Því er spurt, er slíkum fréttaflutningi og umræðu ætlað að vekja athygli á og leysa eineltismál í skólum eða bæta á vandann?

Stjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla eru bundnir trúnaði um málefni nemenda. Þessi trúnaður ver börn og foreldra þeirra á þann hátt að enginn hefur aðgang að upplýsingum um fjölskylduna hvað varðar hagi, aðbúnað, námsárangur nemenda eða vandamál. Það er mikilvægt að þessi trúnaður sé til staðar. Þegar mál eins og eineltismál koma upp geta skólar ekki greint frá þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. Trúnaðurinn kemur í veg fyrir að svar þeirra verði annað en að unnið sé með viðkomandi mál miðað við eineltisáætlun skólans sem nær þá bæði til þolenda og gerenda. Stundum gengur þessi vinna vel, stundum tekur hún langan tíma en stundum er leiðin vandfundin. Skólasamfélagið lítur svo á að betra sé að vinna með málefni einstakra nemenda innan skóla eða sveitafélaga fremur en í fjölmiðlum.
Lesa meira

2. nóv. 2011

Kennarahúsið lokað 3. nóvember

Félagsmenn athugið! Kennarahúsið verður lokað fimmtudaginn 3. nóvember vegna starfsdags.
Lesa meira

2. nóv. 2011

Pestalozzi námskeið Menntamálaskrifstofa Evrópuráðsins

Símenntun, rannsóknir og ráðgjöf á Menntavísindasviði er fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins umboðsaðili fyrir Pestalozzi námskeið Menntamálaskrifstofa Evrópuráðsins. Pestalozzi býður kennurum fjölmörg námskeið og ráðstefnur um fagleg efni sem haldin eru í 50 löndum ráðsins. Námskeiðin spanna öll svið kennslu og skólastarfs en flest fjalla þau um samfélagsgreinar, mannréttindi og tungumál. Þátttaka er takmörkuð en í flestum tilfellum greiðir Evrópuráðið ferðastyrk og gestgjafinn uppihald.
Lesa meira

1. nóv. 2011

Samráðsþing FSL - nóvember 2011

Samráðsþing FSL verða nú haldin í fyrsta sinn og verða þau haldin á fjórum stöðum á landinu.
Lesa meira

1. nóv. 2011

370 milljóna niðurskurður

„Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er boðaður tæplega 370 milljóna króna niðurskurður til framhaldsskólanna eða um 2% að meðaltali á hvern skóla. Þessi niðurskurður samsvarar fjárframlagi til að kosta framhaldsskólanám um 500 nemenda á næsta ári.“ Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarp 2012 og niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla.
Lesa meira

27. okt. 2011

Forgangsröðun í þágu barna og ungmenna

Stjórn KÍ samþykkti á fundi sínum 21. október ályktun um forgangsröðun í þágu barna og ungmenna. Þar er því beint eindregið til ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um velferð og öryggi barna og ungmenna og tryggja að ekki verði gengið á hagsmuni þeirra í þeirri fjárhagsáætlanagerð sem nú stendur yfir. Stjórnin telur að nú þegar hafi ríki og sveitarfélög gengið of langt í niðurskurði í skólastarfi og að mál sé að linni. Þá segir: „Kennarasamband Íslands telur mjög brýnt að hlúð sé að skólastarfi, ekki síst á erfiðum tímum. Því er mikilvægt að ríki og sveitarstjórnir vandi vinnubrögð sín. Nám og starfsaðstæður hafa mótandi og varanleg áhrif á framtíð einstaklinga og því mikilvægt að skólastarf verði ekki fyrir frekari skaða vegna vanhugsaðra sparnaðaraðgerða. Að auki er mikilvægt að allri gjaldtöku í sambandi við skóla- og frístundastarf sé haldið í lágmarki til að tryggja jafnrétti nemenda óháð efnahag foreldra. Einnig bendir Kennarasambandið á að nýjar aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla gera breyttar kröfur til faglegrar vinnu og fjárhagslegra bjarga. Til að hægt verði að koma til móts við þær kröfur þarf fjármagn til skólastarfs að aukast frekar en hitt. Kennarasamband Íslands skorar á skólayfirvöld að hlúa vel að skólunum og setja með því hagsmuni og líðan barna og ungmenna í forgrunn.“
Lesa meira

27. okt. 2011

Innskráning á Mínar síður

Félagsmenn athugið! Vandræði eru með uppsetningu á skilríkjum frá Auðkenni vegna innskráningar á Mínar síður KÍ. Verið að vinna að lausn málsins. Vinsamlegast sýnið þolinmæði.
Lesa meira

26. okt. 2011

Afmælistónleikar TKÍ í Hörpu á föstudaginn

Í tilefni af sextíu ára afmæli Tónmenntakennarafélags Íslands verða haldnir afmælistónleikar í Norðurljósasalnum í Hörpu föstudaginn 28. október, kl. 16:00-17:30. Fram koma tónmenntanemendur fjölda grunnskóla þar sem sköpunargleði og fjölbreytileiki eru í fyrirrúmi.
Lesa meira

26. okt. 2011

Kennarastarfið er erilsamt og mótsagnakennt

Í hugleiðingu kennslukonu í vetrarfríi segir höfundur, Anna Lára Pálsdóttir, meðal annars: „ Í mínum huga samræmast stórar bekkjardeildir ekki hugsjóninni um skóla án aðgreiningar. Það er kennarinn sem dregur það hlass og trúið mér það er enn þyngra nú á tímum niðurskurðar.“ Lesið stórgóða hugleiðingu Önnu Láru um sektarkennd kennara, skólann sem barn módernismans og hina fjölmörgu þætti kennarastarfsins hér í fréttinni. Það er grunnskólastigið sem er til umræðu en hér er margt sem kennarar á öðrum skólastigum kannast við líka.
Lesa meira

25. okt. 2011

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara var stofnuð í sumar

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara á öllum skólastigum neðan háskólastigs var stofnuð í sumar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag eða sérstaka viljayfirlýsingu um samstarf á sviði símenntunar og mörg brýn og spennandi verkefni eru á borði samstarfsnefndarinnar.
Lesa meira

25. okt. 2011

Málþing um nýja aðalnámskrá leikskóla - skráning hafin

Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytið bjóða til málþings um nýja aðalnámskrá leikskóla í Reykjavík 7. nóvember og á Akureyri 14. nóvember. Meðal annars verður fjallað um nýjungar í þessari námskrá, skólastefnu sveitarfélaga og skólanámskrárgerð með heimspekikaffiaðferðinni.
Lesa meira

24. okt. 2011

Kennarahúsið verður lokað frá kl. 13:45 ...

... mánudaginn 24. október nk. vegna fundar starfsmanna. Opnað verður aftur á venjulegum tíma, kl. 9:00, á þriðjudagsmorguninn.
Lesa meira

21. okt. 2011

Yfirlýsing stjórnar KÍ - Samþykkt á stjórnarfundi 21. október 2011

Að undanförnu hefur verið ágreiningur milli stjórnar Vísindasjóðs FF og FS annars vegar og stjórnar KÍ hins vegar um atriði sem varða daglega umsýslu með fjármuni sjóðsins, bókhald og afgreiðslu umsókna um greiðslur úr sjóðnum. Stjórn KÍ hefur leitað leiða til að leysa þennan ágreining og fengið lögmann sambandsins til margra ára til að freista þess að finna lausn á málinu. Sú viðleitni hefur ekki borið árangur fram til þessa.

Stjórn KÍ hefur af þessu tilefni óskað eftir skriflegri skýrslu endurskoðenda sambandsins um það hvort bókhaldskerfi sem heldur utan um fjárreiður Vísindasjóðsins sé fullnægjandi og uppfylli þær kröfur sem til slíkra kerfa eru gerðar samkvæmt lögum. Jafnframt hafa endurskoðendurnir verið beðnir um yfirlýsingu um hvort fram hafi komið vísbendingar um að meðferð fjármuna og/eða bókhaldsleg umsýsla með málefnum sjóðsins hafi ekki verið í samræmi við viðurkennda framkvæmd samkvæmt bókhaldslögum.

Skýrsla endurskoðendanna var afhent formanni KÍ í gær og lögð fyrir á fundi stjórnar í dag. Í stuttu máli telja þeir athugasemdir sem fram hafa komið ekki gefa tilefni til alvarlegra aðfinnslna og að ekkert sé fram komið annað en að meðferð fjármuna sjóðsins sé í góðu lagi. Bókhald KÍ verður skoðað í samvinnu við lögfræðinga og löggilta endurskoðendur og þeir vankantar lagaðir sem koma í ljós. Stjórn KÍ þykir miður að stjórn Vísindasjóðsins skuli hafa kosið að fela umsýslu sjóðsins öðrum aðila en Kennarasambandi Íslands. Stjórn KÍ mun strax gera ráðstafanir til að afhenda sjóðsstjórninni þau gögn sem tilheyra sjóðnum og ekki hafa þegar verið afhent. Með hagsmuni félagsmanna í huga telur stjórn KÍ mjög mikilvægt að löggiltir endurskoðendur KÍ og sjóðstjórnarinnar tryggi að fullnægjandi bókhaldskerfi taki við umsýslu um málefni sjóðsins.

Fyrir hönd stjórnar KÍ,

Þórður Á. Hjaltested
Formaður KÍ


Lesa meira

20. okt. 2011

Mínar síður taka við Orlofsvefnum

Félagsmenn athugið! Frá og með 15. nóvember nk. verður lagður niður núverandi aðgangur að Orlofsvefnum og eingöngu hægt að fara þar inn í gegnum Mínar síður. „Mínar síður“ eru hér á forsíðu www.ki.is og undir hnappnum eru leiðbeiningar um nýskráningu. Með þessu er komið til móts við félagsmenn sem hafa bent á að auðvelt sé fyrir óviðkomandi að fara inn á síður þeirra á Orlofsvefnum. Munið að skrá ykkur á Mínar síður fyrir 15. nóvember!
Lesa meira

20. okt. 2011

Málstofa BÆR: Börn í velferðarríkjum Norðurlanda

Föstudaginn 4. nóvember kl. 14:00-16:15 verður haldin málstofan Bær: Börn í velferðarríkjum Norðurlanda í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, stofu H-001.

Rannsóknastofa í bernsku- og æskulýðsfræðum BÆR stendur fyrir málstofu um bókina Barnen och välfärdspolitken. Nordiska barndomar 1900 - 2000. Höfundar bókarinnar eru Astri Andresen, Ólöf Garðarsdóttir, Monika Janfelt, Cecilia Lindgren, Pirjo Markkola og Ingrid Söderlind. Útgefandi er Dialogos og er bókin til sölu í Bóksölu kennaranema.
Lesa meira

18. okt. 2011

Ályktun frá ársfundi Skólastjórafélags Íslands 15. október 2011

Ársfundur Skólastjórafélags Íslands haldinn í Reykjanesbæ 15. október 2011 beinir því til sveitarfélaga að standa vörð um velferð og öryggi nemenda og tryggja að ekki verði gengið á lögvarða hagsmuni þeirra í þeirri fjárhagsáætlunargerð sem nú stendur yfir. Skólastjórafélag Íslands telur brýnt að samstaða ríki um að hlúð sé að skólastarfinu, ekki síst á erfiðum tímum, og því er mikilvægt að sveitarstjórnir vandi vinnubrögð sín og leiti aukins samráðs við skólastjórnendur við gerð fjárhagsáætlana. Hafa ber í huga að grunnnám nemenda hefur mótandi og varanleg áhrif á framtíð þeirra og því mikilvægt að starf skólanna verði ekki fyrir varanlegum skaða vegna vanhugsaðra sparnaðaraðgerða.
Lesa meira

14. okt. 2011

Nýr vefur um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni

Vakin er athygli á nýjum vef um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni. Vefurinn kallast „Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni“, www.kolbrunbaldurs.is, og er búinn til af Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðingi. Á vefnum er að finna upplýsingar um viðbragðsáætlun ef upp koma eineltismál eða kvörtun um kynferðislegt áreiti. Einnig er þar að finna forvarnarfræðslu, upplýsingar um algengar birtingamyndir eineltis og kynferðislegrar áreitni og ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Vefurinn getur gagnast stjórnendum, starfsmönnum, kennurum, foreldrum og nemendum jafnt sem þolendum og gerendum eineltis.
Lesa meira

14. okt. 2011

Námsstefnan og ársfundur SÍ

Námsstefnan og ársfundur Skólastjórafélag Íslands verða haldin í dag og á morgun 14.-15. október í Stapanum, Reykjanesbæ. Um 175 félagsmenn hafa skráð sig á ráðstefnuna. Sjá hér dagskrá. Meginfyrirlestrar verða tveir, Börkur Hansen með erindið Þekkingarmolar úr rannsóknum á skólastarfi, gildi fyrir stjórnendur og Steinunn Helga sem mun fjalla um doktorsverkefni sitt Leiðtogar og lifsgildi. Fimm málstofur verða á meistaraverkefnum sem nokkrir félagar SÍ luku nú í vor. Þá verða erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um innleiðingu á nýrri aðalnamskrá og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga munu fjalla um hlutverk, þjónustu og samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga við stjórnendur grunnskóla.
Lesa meira

12. okt. 2011

Fróði á Flúðum

Um miðjan ágúst s.l. tók Orlofssjóður formlega í notkun nýjan ráðstefnu- og fundarsal sem staðsettur er í sumarhúsabyggð Kennarasambands Íslands í Heiðarbyggð. Salurinn er á neðri hæð húss númer 2.
Lesa meira

12. okt. 2011

Námsstefna Flatar 4.-5. nóvember

Árleg námsstefna Flatar verður haldin 4.-5. nóvember nk. Eftir skoðunarkönnun hjá félagsmönnum var ákveðið að halda námsstefnuna á Selfossi.
Lesa meira

11. okt. 2011

Aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent út dreifibréf til leikskólastjóra, sveitarfélaga, skólaskrifstofa og ýmissa hagsmunaaðila þar sem vakin er athygli á útgáfu aðalnámskrár leikskóla sem tók gildi 1. ágúst sl.
Lesa meira

11. okt. 2011

Fundaröð um framhaldsskólarannsóknir í október og nóvember 2011

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til fundaraðar um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Fundirnir verða í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 16:10-16:55 á mánudögum í október og nóvember 2011, í stofu K-207 (á 2. hæð í Kletti, byggingunni sem er syðst og vestast í húsaklasanum). Sambærileg fundaröð verður á vormisseri 2012. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 17. október nk. en þá mun Sigurlína Davíðsdóttir prófessor við Menntavísindasvið fjalla um áhrif skólastjórnenda á skólastarfið.
Lesa meira

11. okt. 2011

Erindið Menntastefna og framhaldsskólalög, umfjöllun og leiðréttingar

Á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara í mars sl. hélt Elna Katrín Jónsdóttir erindið Menntastefna og framhaldsskólalög. Erindið var síðan birt að mestu óbreytt í Skólavörðunni, 1. tbl. 2011. Höfundur fjallar hér um nokkur efnisatriði sem þarfnast ýmist leiðréttinga eða nánari skýringa.
Lesa meira

6. okt. 2011

Trúnaðarmannanámskeið FL

Í október fara fram námskeið fyrir trúnaðarmenn FL. Námskeiðin verða fimm talsins, þar af eitt í Reykjavík sem ætlað er nýliðum. Meðfylgjandi eru dagsetningar námskeiðanna ásamt dagskrám.
Lesa meira

6. okt. 2011

Frestur til að sækja um leyfisbréf

Alþingi samþykkti þann 17. september sl. lög um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum. Með breytingunni er þeim sem innrituðust í 180 eininga bakkalárnám til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum fyrir 1. júlí 2008, og áttu við lok vormissiris 2011 þrjátíu eða færri einingum ólokið til prófs, veittur frestur til að sækja um útgáfu leyfisbréfs til kennslu í leik-, grunn- og/eða framhaldsskóla til 1. júlí 2012. Sama gildir um þá sem innrituðust í 60 eininga diplómanám til kennslu í grunn- og framhaldsskólum fyrir 1. júlí 2010.
Lesa meira

6. okt. 2011

Húrra! Nemendur láta að sér kveða

Hér eru tenglar í tvær greinar eftir nemendur þar sem þeir fjalla um nám og kennslu, upplifun sína af skólum og sýn á framtíðina. Það er frábært að heyra frá nemendum sjálfum um þessi mál – mættum við fá meira að heyra.
Lesa meira

5. okt. 2011

Alþjóðadagur kennara er á Twitter og hashtag (auðkenni atburðar) er #wtd2011

Í tilefni dagsins eru hátíðahöld í höfuðstöðvum UNESCO í París. David Edwards hjá Alþjóðasambandi kennara (EI) stjórnar umræðum ásamt fleirum og hægt er að tísta um daginn og senda spurningar til Parísar á Twitter, hashtag er #wtd2011.
Lesa meira

5. okt. 2011

Alþjóðadagur kennara er í dag, 5. október - Kennarar berjast fyrir jafnrétti kynjanna

Árið 1994 var Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Við hljótum öll menntun og það er okkar hagur að búa að góðum kennurum sem láta sér annt um okkur og menntun okkar. Í þeim skilningi er þetta dagur sem við getum öll gert að okkar. Þann 5. október gefst kærkomið tækifæri til að vekja athygli á starfi kennara og þrýsta á um alþjóðlegar umbætur í skólamálum. Alþjóðasamband kennara, EI, nýtir sér daginn í þessu skyni og hvetur aðildarsamtök sín til að gera slíkt hið sama. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Unesco, vekur athygli á 5. október af sömu ástæðu. Kennarar eru burðarás menntunar.
Lesa meira

4. okt. 2011

Stefna Alþjóðasambands kennara, Education International, í menntamálum

Byggjum framtíðina á góðri menntun.
Lesa meira

4. okt. 2011

Stafræn verkfæri í skólastarfi

3f Félag um upplýsingatækni og menntun stendur nú fyrir könnun á nytsamlegustu stafrænu verkfærunum í skólastarfi. Í því skyni að afla upplýsinga um hvaða stafrænu verkfæri nýtast best í íslensku skólastarfi óskum við eftir því að kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar, námsefnishöfundar og aðrir sem starfa í kennslugeiranum deili með okkur lista yfir þau 10 stafrænu verkfæri sem komið hafa þeim að hvað bestum notum í starfinu.
Lesa meira

3. okt. 2011

Felix Bergsson syngur ljóð Páls Ólafssonar - tónleikar í Salnum

Felix Bergsson sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Þögul nóttin, þann 27. september. Það sama kvöld voru útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi. Þeir gengu svo vel að nú stendur til að endurtaka leikinn þriðjudagskvöldið 11. október í samstarfi við Landsbankann. Almennt miðaverð er 3.000 krónur en með þessu bréfi er kennurum boðnir miðar á tónleikana með 20% afslætti. Það eina sem þarf að gera er að hringja í miðasölu Salarins 5 700 400 og nefna þetta tilboð.
Lesa meira

29. sep. 2011

Menntakvika - Ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2011

Föstudaginn 30. september kl. 9:00-17:00 verður Menntakvika - ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2011 haldin í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Á dagskránni verða 189 fyrirlestrar í 53 málstofum um nýjustu rannsóknir í menntavísindum.
Lesa meira

27. sep. 2011

Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði

Laugardaginn 1. október verður haldin ráðstefna í HÍ undir heitinu „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði“.
Lesa meira

27. sep. 2011

Styrkir til norrænna verkefna með börnum og unglingum - Námskeið á Akureyri

Ungt fólk á Norðurlöndum á sífellt erfiðara með að skilja tungumál hvers annars, þrátt fyrir aukna umferð yfir landamæri. Norræna ráðherranefndin hefur ýtt úr vör spennandi verkefnum þar sem áhersla er lögð á að auka skilning norrænna barna á tungumálum grannþjóðanna. Eitt þessara verkefna er Norræna tungumálaátakið. Föstudaginn 30. september kl. 09:30-12:00 verður haldið námskeið á vegum Norrænu upplýsingaskrifstofunnar í Brekkuskóla á Akureyri.
Lesa meira

27. sep. 2011

Menntun til framtíðar - Horft 25 ár fram á veg

Fimmtudaginn 29. september kl. 15:00 heldur dr. Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs fyrirlestur á Menntavísindasviði við Stakkahlíð, Skriðu.
Lesa meira

26. sep. 2011

Ályktun frá Félagi leikskólakennara

Félag leikskólakennara sendi frá sér meðfylgjandi ályktun.
Lesa meira

26. sep. 2011

Hvers konar menntun í skólum stuðlar að sjálfbæru samfélagi?

Miðvikudaginn 28. september kl. 20:00-22:00 verður haldið örnámskeið fyrir foreldra í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-207 (gengið inn Háteigsvegsmegin).
Lesa meira

26. sep. 2011

Kynning á styrktarmöguleikum vegna norrænna verkefna tileinkuð börnum og ungmennum

Mánudaginn 3. október nk., milli 14:00 og 15:30, verður haldin kynning á styrktarmöguleikum vegna norrænna verkefna tileinkuð börnum og ungmennum í Norræna húsinu.
Lesa meira

26. sep. 2011

Erum við ekki snillingar að byggja húsdýragarð?

Föstudaginn 21. október nk. verður haldið málþing um einingakubba fyrir kennara í leik- og grunnskólum. Málþingið verður haldið í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og hefst það kl. 13:00 en lýkur kl. 16:20.
Lesa meira

23. sep. 2011

Hvernig kenna góðir kennarar?

Þriðjudaginn 27. september kl. 15:30 heldur dr. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið, fyrirlestur í Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Lesa meira

20. sep. 2011

Rafrænn umsóknarvefur: MÍNAR SÍÐUR

Síðastliðinn vetur var tekinn upp rafrænn umsóknarvefur, Mínar síður, fyrir sjóði Kennarasambands Íslands. Með því að skrá sig inn á Mínar síður geta félagsmenn sótt rafrænt um styrki endurmenntunarsjóða aðildarfélaganna, sjúkrasjóðs og bókað hjá Orlofssjóði. Hægt er að tengjast Mínum síðum frá forsíðu ki.is.
Lesa meira

20. sep. 2011

Tímaritið Uppeldi og menntun á vefinn

Föstudaginn 23. september næstkomandi kl. 15.45 verður því fagnað með stuttri samkomu að tímaritið Uppeldi og menntun er nú aðgengilegt á vefnum. Samkoman fer fram í stofu H-001 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og eru allir velkomnir.
Lesa meira

20. sep. 2011

Í átt að aukinni hollustu - börnunum komið á bragðið

Miðvikudaginn 21. september kl. 20:00-22:00 verður haldið örnámskeið fyrir foreldra í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-207 (gengið inn Háteigsvegsmegin).
Lesa meira

19. sep. 2011

ADHD vitundarvika 18.-25. september og málþing 23. september

Í gær, 18. september, hófst samevrópska ADHD vitundarvikan undir slagorðinu „ATHYGLI, JÁ TAKK“. Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD og auka skilning og efla stuðning við fólk með ADHD með opinskárri og skammarlausri umfjöllun. Þá verður haldið málþing föstudaginn 23. september undir yfirskriftinni Nýjar lausnir - ný sýn.
Lesa meira

19. sep. 2011

Er auðveldara að eiga fatlað barn nú en áður?

Miðvikudaginn 21. september nk. heldur Dóra S. Bjarnason kynningu á rannsókn sinni Reynsla foreldra fatlaðra barna af stuðningi árin 1974-2008. Kynningin stendur frá kl. 20:00 til 22:00 í stofu H-204 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Lesa meira

16. sep. 2011

Haustþing FL og FSL á Suðurlandi 7. október

8. haustþing Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla á Suðurlandi verður haldið í Hótel Selfoss, Selfossbíó, sal Hulduheima og sal Tónlistarskóla Árnessýslu, föstudaginn 7. október n.k. kl. 9:15-15:00. Allt starfsfólk leikskóla á Suðurlandi sækir þingið sem nú er í fyrsta skipti opið öðrum áhugasömum um leikskólastarf.
Lesa meira

16. sep. 2011

Opið hús á Menntavísindasviði laugardaginn 17. september

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð, er með opið hús laugardaginn 17. septeber kl. 13:00-16:00. Hægt verður að hlusta á kynningar frá leik-, grunn- og framhaldsskólum, taka þátt í smiðjum og leikjum og hlusta á tónlist á meðan er gætt sér á ljúffengum vöfflum og kaffi.
Lesa meira

16. sep. 2011

Kennarastarfið er pólitískt

Mánudaginn 19. september heldur Dr. Alistair Ross prófessor fyrirlestur í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu E 301, á milli kl. 15:00 og 16:00. Í fyrirlestrinum Kennarastarfið er pólitískt (Teaching as a Political Activity: The Teacher as a Political Actor) fjallar hann um þær áskoranir sem kennarar standa daglega frammi fyrir og felast í að ákveða hvað eigi að kenna og hvernig. Megináhersla verður lögð á kennslu sem tekur mið af mannréttindum og félagslegum samskiptum. Kennarar þurfa að taka þýðingarmiklar ákvarðanir um menntun ungra borgara og hvernig megi þroska hugsun þeirra um mannréttindi. Ross mun færa fyrir því rök að þessar ákvarðanir séu í eðli sínu pólitískar; kennarar séu pólitískir gerendur og kennslan sjálf í eðli sínu pólitískt athæfi.
Lesa meira

14. sep. 2011

Morgunverðarfundur og málþing 21. september nk.

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til tveggja aðskildra viðburða, morgunverðarfundar og málþings á Hótel Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. september n.k. kl. 8-12.
Lesa meira

12. sep. 2011

Háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun - Sýndarmennska eða veruleiki?

Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum stendur fyrir þremur opnum hádegisfyrirlestrum á haustmisseri í samvinnu við Átak félag fólks með þroskahömlun, Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhól ráðgjafamiðstöð og Þroskaþjálfafélag Íslands. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 14. september kl. 11:40-12:20 í stofu H-208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Lesa meira

12. sep. 2011

Hver eru raunveruleg áhrif tónlistarnáms á heilann?

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor í tónmennt við Kennaradeild Háskóla Íslands, heldur ókeypis örnámskeið fyrir foreldra miðvikudaginn 14. september kl. 20-22 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-207.
Lesa meira

12. sep. 2011

Málumhverfi og lestrarnám barna í 10 leikskólum

Í mars 2011 var sveitarfélögum sem vildu vekja athygli á málörvunarstarfi leikskóla boðið, í samráði við viðkomandi leikskóla, að senda mennta- og menningarmálaráðuneytinu lýsingu á áhugaverðum verkefnum á því sviði. Ráðuneytið fól Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur, lektor við Háskóla Íslands og Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur, leikskólakennara og MA í menntunarfræðum, að fara yfir þær tillögur sem bárust og velja tíu áhugaverðustu verkefnin.
Lesa meira

7. sep. 2011

Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor heldur örnámskeið fyrir foreldra miðvikudaginn 7. september kl. 20:00-22:00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-101.
Lesa meira

7. sep. 2011

Hjólum til framtíðar

Í upphafi samgönguviku, 16. sept. nk., standa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar með stuðningi og í samvinnu við Reykjavíkurborg, Landlæknisembættið og fleiri. Áhersla ráðstefnunnar er á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.
Lesa meira

7. sep. 2011

Leikskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning

Leikskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga með 92,2% atkvæða en 78,8% félagsmanna greiddu atkvæði. Nei sögðu 5,6% og auðir seðlar voru 2,2%.
Lesa meira

6. sep. 2011

Námsorlof framhaldsskólakennara og stjórnenda framhaldsskóla

Umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2012-2013 þurfa að berast mennta- og menningarmálaráðuneytinu eigi síðar en 1. október næstkomandi. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla.
Lesa meira

6. sep. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara lýkur í dag kl. 16:00

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning KÍ vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga sem hófst 1. september sl. lýkur í dag kl. 16:00. Atkvæðagreiðslan er rafræn og sjá trúnaðarmenn um framkvæmd hennar í leikskólum.
Lesa meira

5. sep. 2011

Fimm daga námskeið í sálrænum stuðningi í kjölfar alþjóðlegra hamfara

Rauði kross Íslands skipuleggur fimm daga þjálfun í sálrænum stuðningi eftir alþjóðlegar hamfarir. Þjálfunin er skipulögð í samstarfi við finnska og sænska Rauða krossinn, þekkingarsetur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Til að sækja um vinsamlegast sendið uppfærða ferilskrá og stutt bréf sem lýsir áhuga á þátttöku í námskeiðinu, á tölvupóstfangið: baldur hjá redcross.is. Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. september 2011.
Lesa meira

2. sep. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ/ vegna Félags leikskólakennara

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga fer fram 1. til 6. september nk. Atkvæðagreiðslan er rafræn og sjá trúnaðarmenn um framkvæmd hennar í leikskólunum, en send verða út lykilorð með nákvæmum upplýsingum varðandi atkvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 9:00 fimmtudaginn 1. september og lýkur kl. 16:00 þriðjudaginn 6. september.
Lesa meira

2. sep. 2011

Hugið vel að líðan barna - hvatning frá Velferðarvaktinni til sveitastjórna

Velferðarvaktin hefur sent hvatningu þar sem því er beint til allra sveitastjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs, nú þegar þrjú ár eru liðin frá efnahagshruninu. Sjá nánar hér.
Lesa meira

1. sep. 2011

Verum vinir - setjum okkur í spor annarra

Í bréfi sem Umboðsmaður barna sendi nýlega frá sér er vakin athygli á starfsemi embættisins og hlutverki umboðsmanns í þágu barna og unglinga. Þar kemur m.a. fram að hægt er að fá kynningu á starfinu fyrir börn og unglinga og almennt þá sem áhuga hafa jafnt með heimsóknum í skólana og með því að koma á skrifstofu embættisins.
Lesa meira

1. sep. 2011

Nýir starfsmenn Orlofssjóðs KÍ

Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi við húsnæði orlofssjóðs.

Sigrún Halla Runólfsdóttir, sem hefur starfað hjá okkur í 3 ár sem umsjónarmaður við Sóleyjargötuhúsin hefur hætt störfum og þökkum við henni samstarfið. Nú eru tveir nýir starfsmenn í 50% starfi hvor að hefja störf við húsin okkar við Sóleyjargötu. Það eru Vilborg Ámundadóttir og Einar Clausen. Þau munu hafa umsjón með sitt hvoru húsinu og svara símanum 862-9033 þegar félagsmenn þurfa að ná í þau.

Á Flúðum hefur Arndís Eiðsdóttir starfsmaður hætt störfum við eftirlit og þrif með húsum okkar þar og þökkum við henni samstarfið. Í stað hennar höfum við ráðið Auði Kolbeinsdóttur sem mun hefja störf næstkomandi mánudag.
Lesa meira

1. sep. 2011

Skólaþing Alþingis

Skólaþing er kennsluver Alþingis þar sem grunnskólanemum í 8.-10. bekk gefst kostur á að setja sig í spor þingmanna með því að fara í hlutverkaleik. Í leiknum er notast við margmiðlun og tölvutækni til að miðla upplýsingum og stýra leiknum. Með Skólaþingi er leitast við að efla skilning og þekkingu nemenda á stjórnskipulagi okkar, störfum Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum. Efni Skólaþings tengist vel námsefni í lífsleikni og samfélagsgreinum.
Lesa meira

1. sep. 2011

Umsóknir um námslaun vegna framhaldsnáms skólaárið 2012-2013 - Athugið breytt umsóknarferli!

Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum félagsmanna í grunnskólum um námslaun vegna framhaldsnáms á skólaárinu 2012-2013. Einungis er hægt að sækja um rafrænt til og með 3. október 2011 á vef Kennarasambands Íslands, Mínar síður. Öll fylgiskjöl þurfa að fylgja með rafrænni umsókn þar sem ekki er tekið við gögnum eftir á.
Lesa meira

1. sep. 2011

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2012 - 2013

Stjórn Námsleyfasjóðs hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2012-2013. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2011.
Lesa meira

31. ágú. 2011

Opið hús í Menntavísindasviði HÍ og aðrir viðburðir í september

Áætlað er að hafa Opið hús í húsnæði sviðsins við Stakkahlíð laugardaginn 17. september. Dagskráin er í samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskóla sem kynna áhugaverð verkefni sem unnið er að í skólunum. Boðið verður upp á kaffihús, upplestur, tónlistaratriði, ljósmyndasýningu, uppistand, útileiki og ýmiskonar smiðjur. Dagurinn er ætlaður allri fjölskyldunni. Meðfylgjandi er yfirlit yfir aðra viðburði á Menntavísindasviði í september og dagskrárbæklingur.
Lesa meira

30. ágú. 2011

Kjarasamningur FL

Hér má finna nýgerðan kjarasamning Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

30. ágú. 2011

SNILLINGARNIR - Námskeið fyrir börn með ADHD

Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun standa fyrir leiðbeinendanámskeiðum í september 2011 fyrir þá sem hafa áhuga á að halda Snillinganámskeið fyrir börn með ADHD.
Lesa meira

29. ágú. 2011

Öndvegisfyrirlesari Menntavísindasviðs HÍ

Dr. Linda Darling-Hammond prófessor í menntavísindum við Stanford háskóla í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur í Hátíðasal HÍ, aðalbyggingu, fimmtudaginn 1. september kl. 15:00. Fyrirlesturinn nefnist „Menntun og kennsla á 21. öld (Teaching and Learning for the 21st Century).“
Lesa meira

25. ágú. 2011

Nú er nóg komið!

„Nú er nóg komið“ er yfirskrift greinar eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur, ritstjóra Skólavörðunnar, sem birt var í Fréttablaðinu 24. ágúst.
Lesa meira

24. ágú. 2011

Kynningarfundir á nýgerðum kjarasamningi KÍ/FL

Hér má finna lista yfir hvar og hvenær kynningarfundir vegna nýgerðs kjarasamnings verða haldnir.
Lesa meira

23. ágú. 2011

Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum

Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum verður haldin föstudaginn 23. september 2011 frá kl.13:00-17:00 á Grand Hótel í Reykjavík. Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing, sem ætlað er börnum, foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur.
Lesa meira

23. ágú. 2011

Öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs

Dr. Noam Chomsky prófessor emeritus í málvísindum við Massachusetts Institute of Technology (MIT), heldur fyrirlestur í Háskólabíói, stóra sal, föstudagur 9. september kl. 15:00. Þar mun Chomsky fjalla um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi undir yfirskriftinni: ,,The two 9/11s: Their historical significance“.
Lesa meira

23. ágú. 2011

Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum

Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag heimspekikennara munu standa að ráðstefnu um gagnrýna hugsun og siðfræði laugardaginn 1. október næstkomandi í Háskóla Íslands. Efni ráðstefnunnar er efling kennslu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Dagskráin hefst klukkan 10:00 og stendur til 15:00. Aðstandendur ráðstefnunnar auglýsa því eftir stuttum erindum fyrir málstofurnar fjórar. Erindin eru hugsuð sem 15 mín. frásagnir af rannsóknum, reynslu eða hugmyndum um gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum og fræðastarfi. Senda þarf stutta samantekt af erindinu til Henrys Alexanders Henryssonar á netfangið hah hjá hi.is fyrir 9. september 2011.
Lesa meira

23. ágú. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009: Læsi á rafrænan texta

Þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 14:00-16:00 í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A verður fyrsti fundur vetrarins um PISA rannsóknina haldinn. Hann er opinn öllu áhugafólki um grunnmenntun og grunnskóla.
Lesa meira

22. ágú. 2011

Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir nýjan kjarasamning Kennarasamband Íslands vegna Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 20. ágúst síðastliðinn. Boðuðu verkfalli FL hefur verið frestað. Fyrsti kynningarfundurinn verður á morgun í Hofsstaðaskóla.
Lesa meira

21. ágú. 2011

Samið við leikskólakennara

Samkomulag náðist á milli FL og SNS á sjötta tímanum í gær. Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum í þessari og næstu viku.
Lesa meira

20. ágú. 2011

Verkfall – nei takk!!

Samninganefnd sveitarfélaga gangið strax að réttmætri kröfu leikskólakennara

Enn eina ferðina stendur kennarahópur frammi fyrir því að þurfa að boða til verkfalls til að ná fram sanngjörnum kröfum sínum, sorgleg staðreynd vægast sagt. Leikskólakennarar grípa nú til þessa neyðarúrræðis í fyrsta skipti eftir að Félag leikskólakennara (FL) fékk samningsrétt árið 1988. Allar götur síðan hefur þessi hópur verið öflugur í kjarabaráttu og sem betur fer komist hjá því að grípa til aðgerða.
Lesa meira

19. ágú. 2011

Stuðningsyfirlýsing frá Leikskólanum Aðalþingi

Leikskólakennarar í leikskólanum Aðalþingi fara ekki í verkfall en lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðir kollega sinna í leikskólum sveitarfélaganna. ... Leikskólakennarar í Aðalþingi lýsa jafnframt yfir vonbrigðum sínum með þá lítilsvirðingu sem störfum kennara er sýnd þegar sveitarstjórnarmenn og og embættismenn halda því fram að hægt sé að halda skólunum opnum án kennara. Slíkar fullyrðingar lýsa ekki einungis vankunnáttu og yfirlæti, þær eru einnig til þess fallnar að hleypa illu blóði í deiluna og eru jarðvegur fyrir vantraust og trúnaðarbrest.
Lesa meira

19. ágú. 2011

Fjölbreytt endurmenntunarnámskeið fyrir listkennara

Listkennsludeild LHÍ býður upp á úrval spennandi endurmenntunarnámskeiða fyrir listgreinakennara í haust undir merkjum Opna Listaháskólans. Námskeiðin eru öll á mastersstigi en þátttakendur geta valið hvort þeir taka námskeiðin til eininga eða ekki.
Lesa meira

19. ágú. 2011

Ályktun stjórnar KÍ vegna kjaradeilu Félags leikskólakennara

Á stjórnarfundi KÍ rétt í þessu var eftirfarandi ályktun samþykkt varðandi kjaradeildu Félags leikskólakennara:
Lesa meira

19. ágú. 2011

Foreldraráð leikskólans Steinahlíðar fundaði þann 17. ágúst 2011 ...

... og samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu til stuðnings leikskólakennurum: „Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.“
Lesa meira

19. ágú. 2011

Stuðningsyfirlýsing frá Foreldrafélagi Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði

Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði, styður að fullu kröfur leikskólakennara í baráttu þeirra um bætt kjör. Leikskólakennarar eru fagstétt og ein af máttarstólpum þjóðfélagsins. Við felum þeim daglega fjársjóð framtíðarinnar og um leið ábyrgðarfullt og vandasamt verkefni.
Lesa meira

18. ágú. 2011

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla vill koma eftirfarandi á framfæri:

Framtíð leikskóla er stefnt í hættu ef laun leikskólakennara verða ekki leiðrétt. Það er með öllu óviðunandi að leikskólakennarar skuli ekki vera með sambærileg laun og kennarar annarra skólastiga.
Lesa meira

18. ágú. 2011

Yfirlýsing frá Félagi stjórnenda leikskóla

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla hvetur félagsmenn sína til dáða í þeim aðstæðum sem geta skapast ef kemur til verkfalls Félags leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst nk.
Lesa meira

18. ágú. 2011

Formaður FL hress að venju!

Yfirvofandi verkfall Félags leikskólakennara hefur áhrif víða. Í Morgunblaðinu í dag, 18. ágúst, er fín mynd af formanni FL, Haraldi F. Gíslasyni, þar sem hann ber trommur af miklu afli, brosmildur að vanda.
Lesa meira

18. ágú. 2011

Ályktun frá miðstjórn BHM 17. ágúst

Í ályktuninni kemur m.a. fram: „BHM fordæmir tilburði vinnuveitenda til verkfallsbrota í yfirstandandi kjaradeilu leikskólakennara enda óheimilt samkvæmt íslenskri vinnulöggjöf að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli.“
Lesa meira

12. ágú. 2011

Stöndum með leikskólanum!

Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Félag tónlistarskólakennara styðja leikskólakennara í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og leiðréttingu launa.
Lesa meira

11. ágú. 2011

Starfsmenn óskast

Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir að ráða tvo starfsmenn, í um 50% starf hvorn, til að sjá um þrif, þvotta, minniháttar viðhald og umsjón með orlofshúsum Kennarasambands Íslands við Sóleyjargötu 25 og 33 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk.
Lesa meira

8. ágú. 2011

Boðun verkfalls

Í samræmi við ákvæði 16. gr. laga nr. 94/1986 hefur Kennarasamband Íslands fyrir hönd Félags leikskólakennara boðað til verkfalls þeirra félagsmanna sem vinna hjá sveitarfélögum og taka laun samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þeirra sveitarfélaga og/eða samtaka á þeirra vegum sem Kennarasamband Íslands hefur samningsumboð fyrir, sbr. 18. gr. laga nr.94/1986.
Lesa meira

3. ágú. 2011

Hugmyndasamkeppni um nafn á fundar- og ráðstefnusalinn í Heiðarbyggð

Stjórn Orlofssjóðs hefur ákveðið að taka í notkun fundar- og ráðstefnusal í sumarhúsabyggðinni í Heiðarbyggð á Flúðum um miðjan ágúst 2011.
Lesa meira

2. ágú. 2011

Umgengni í orlofshúsum

Að gefnu tilefni vill stjórn Orlofssjóðs ítreka að félagsmenn gangi vel um orlofshús á vegum KÍ. Oftast nær er frágangur leigutaka til fyrirmyndar en að undanförnu hefur verið töluvert um kvartanir yfir slæmri umgengni í húsum sambandsins, sérstaklega húsum í flakkaraleigu.
Lesa meira

25. júl. 2011

Heimsþing Alþjóðasambands kennara, Educational International (EI) í Höfðaborg

Heimsþing Alþjóðasambands kennara, Educational International (EI) er haldið í Höfðaborg (Cape Town) í Suður- Afríku dagana 20. – 26. júlí. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Building the Future through Quality Education“.
Lesa meira

15. júl. 2011

Ólögmæt uppsögn trúnaðarmanns

Þann 27. júní sl. var kveðinn upp félagsdómur í máli nr. 6/2011, BSRB f.h Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gegn Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Lesa meira

8. júl. 2011

Fæðingarorlof og eingreiðslur samkvæmt nýgerðum kjarasamningum

Samninganefnd sveitarfélaganna (SNS) neitar að standa við gefið loforð um að þeir sem eru í fæðingarorlofi fái eingreiðslurnar (þ.e. ekkert viðmiðunartímabil) miðað við starfshlutfall.
Lesa meira

6. júl. 2011

Kennarahúsið verður lokað frá 11. júlí til og með 2. ágúst

Skrifstofur Kennarasambands Íslands og aðildarfélaga þess verða lokaðar í þrjár vikur vegna sumarleyfa, frá mánudeginum 11. júlí. Við opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 9 árdegis. Þeir sem þurfa að ná sambandi við ORLOFSSJÓÐ meðan á sumarlokun stendur geta hringt í síma 595 1170 milli kl. 10 og 14.
Lesa meira

4. júl. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags stjórnenda leikskóla

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru sem hér segir: ...
Lesa meira

27. jún. 2011

Skrifstofa Kennarasambands Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí til 2. ágúst.

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 11. júlí til 2. ágúst. Lágmarksþjónusta verður fyrir félagsmenn sem þurfa aðstoð vegna Orlofssjóðs.
Lesa meira

23. jún. 2011

Gildistaka laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla - Leyfisbréf

Vakin er athygli á því að hinn 1. júlí nk. taka lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 að fullu gildi.
Lesa meira

23. jún. 2011

Athygli er vakin á að daglega eru afbókaðar 10 – 15 leigueiningar

Stjórn Orlofssjóðs vekur athygli á að daglega eru 10 – 15 leigueiningar, sem félagsmenn hafa bókað og borgað, afbókaðar.
Lesa meira

23. jún. 2011

Tilboð frá Orlofssjóði

Tilboð frá Orlofssjóði - Þrjár nætur á verði tveggja og engir orlofspunktar dregnir frá vegna leigunnar.
Lesa meira

22. jún. 2011

Kjarasamningur Félags stjórnenda leikskóla var undirritaður í gærkvöldi

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi var skrifað undir kjarasamning Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn hljóðar upp á sömu hækkanir og almennt gerist.
Lesa meira

16. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning tónlistarskólakennara

Niðurstöður í rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga liggja nú fyrir.
Lesa meira

16. jún. 2011

Laus sæti í gönguferð á Hornstrandir

Vegna forfalla hafa losnað þrjú sæti í gönguferð á Hornstrandir sem farin verður 22. júní n.k.
Lesa meira

14. jún. 2011

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

Þann 14. júní 2011 lauk rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem skrifað var undir þann 26. maí sl. með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Lesa meira

14. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara (FL)

Í morgun lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara (FL) innan Kennarasambands Íslands um boðun verkfalls félagsmanna í Félagi leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögum. Greidd voru atkvæði um að verkfall hefjist 22. ágúst 2011.
Lesa meira

14. jún. 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning SÍ

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

9. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ/framhaldsskóla fer fram 8. júní til 14. júní nk.
Lesa meira

8. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Skólastjórafélags Íslands er hafin

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Skólastjórafélags Íslands hófst í dag miðvikudaginn 8. júní kl. 9:00 og stendur til kl. 08:00 þriðjudaginn 14. júní. Kjörstjórn Kennarasambands Íslands sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem fer fram á rafrænu formi.
Lesa meira

7. jún. 2011

Úthlutun úr Sprotasjóði 2011

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2011-2012. Sjá nánar frétt á vefsíðu Sprotasjóðs og jafnframt frétt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Lesa meira

7. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning tónlistarskólakennara hefst föstudaginn 10. júní kl. 9:00

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning tónlistarskólakennara hefst föstudaginn 10. júní kl. 9:00 og stendur til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. júní. Kjörstjórn Kennarasambands Íslands sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem fer fram í rafrænu formi. Kjörstjórn mun póstleggja bréf til félagsmanna í dag þar sem fram koma allar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og lykilorð hvers og eins.
Lesa meira

2. jún. 2011

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Félagi leikskólakennara

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls félagsmanna í Félagi leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögum, hefst miðvikudaginn 8. júní nk. kl 9:00 og lýkur þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 08:00. Greitt er atkvæði um að verkfall hefjist 22. ágúst 2011. Atkvæðagreiðslan er rafræn og sjá trúnaðarmenn um framkvæmd hennar í leikskólunum, en send verða út lykilorð með nákvæmum upplýsingum varðandi atkvæðagreiðsluna.
Lesa meira

1. jún. 2011

Tónlistarskólakennarar undirrituðu kjarasamning aðfararnótt 31. maí

Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna sem gera sameiginlega kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning við sambandið aðfararnótt 31. maí s.l. með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Félagsmenn hafa fengið kjarasamninginn og samantekt með helstu breytingum í netpósti en einnig verður kynningarbréf sent í pósti á næstu dögum.
Lesa meira

31. maí 2011

Ný stjórn FG og aðrar trúnaðarstöður

Á nýafstöðnum aðalfundi FG var kosið í allar trúnaðarstöður félagsins fyrir árin 2011-2014. Talsverð endurnýjun varð í flestum ráðum og nefndum. Fráfarandi fólki í trúnaðarstöðum eru færðar þakkir fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu stéttarinnar. Nýtt fólk er boðið velkomið og því óskað velfarnaðar í störfum sínum. Sjá nánar hér.
Lesa meira

31. maí 2011

Kynningarfundir um nýjan kjarasamning KÍ/framhaldsskóla

FF og FS halda kynningarfundi um nýjan kjarasamning sem hér segir: Miðvikudagur 1. júní í Rauða sal Verzlunarskóla Íslands, kl. 15:00. Gengið inn gegnt Borgarleikhúsinu. Föstudagur 3. júní í Verkmenntaskólanum á Akureyri, kl. 11:30, salur M-01.
Lesa meira

30. maí 2011

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning ...

... milli Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

30. maí 2011

Skólastjórar búnir að semja

Kennarasamband Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands og Samninganefnd sveitarfélaga hafa skrifað undir nýjan kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið á undanförnum dögum á almennum og opinberum markaði. Félögum hefur verið sendur samningurinn og kynningarbréf með yfirliti yfir það helsta sem í honum felst.
Lesa meira

26. maí 2011

Framhaldsskólakennarar búnir að semja

Kennarasamband Íslands/framhaldsskóli og Samninganefnd ríkisins hafa skrifað undir kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og kjarasamningar á almennum markaði. Samhliða hefur menntamálaráðherra og KÍ/framhaldsskóli undirritað samstarfssamning um samvinnu við innleiðingu framhaldsskólalaganna sem taka að fullu gildi 2015.
Lesa meira

25. maí 2011

Ný skólamálanefnd FF

Á fundi FF og formanna fagfélaga í morgun, þann 25. maí 2011, var kosin skólamálanefnd fyrir FF á grundvelli tilnefninga félagsins. Leitast var við að gæta jafnvægis milli faggreina og sviða við kosningu fulltrúanna.
Lesa meira

24. maí 2011

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning KÍ vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti á netinu og hefst miðvikudaginn 25. maí kl. 9:00 og lýkur mánudaginn 30. maí kl 14:00. Atkvæðagreiðslan er leynileg og leggur kjörstjórn áherslu á að félagsmenn virði það í hvívetna.
Lesa meira

21. maí 2011

Samninganefnd ríkisins bakkar út úr samningaviðræðum við KÍ/framhaldsskóla

Viðræður um endurnýjun kjarasamnings framhaldsskólans hafa staðið yfir að undanförnu. Nokkur mynd var komin að mati samninganefndar KÍ/framhaldsskóla á efni nýs kjarasamnings. SNR hafði ítrekað vilja sinn til að gera kjarasamning í vor áður en framhaldsskólarnir lykju störfum. Það kom því verulega á óvart þegar SNR tilkynnti í gær að hún hefði ekki umboð til að gera kjarasamning við KÍ/framhaldsskóla á þeim nótum sem um hafði verið rætt. Mikil samningavinna að undanförnu er unnin fyrir gýg og dýrmætum tíma eytt og tækifærum að ná niðurstöðu fyrir framhaldsskólana.
Lesa meira

19. maí 2011

Grunnþættir menntunar og framhaldsskólastarf

Menntavísindasvið HÍ, að undirlagi Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara, býður framhaldsskólakennurum og stjórnendum 10 eininga námskeið um grunnþætti nýrrar námskrár: Grunnþættir menntunar og framhaldsskólastarf (KEN001M). Námskeið þetta hefur nokkra sérstöðu þar sem því er ætlað að styðja menntalög frá 2008. Hér er tækifæri til að byggja upp nýja þekkingu í framhaldsskólunum sem nýtist við innleiðingu nýrrar námskrár og styður þá þverfaglegu nálgun sem þar birtist í grunnþáttunum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Lesa meira

19. maí 2011

Þing norænna sagnaþula á Íslandi 2011 - LÆKKAÐ VERÐ

Dagana 24. til 30. júlí nk. verður þing norræna sagnaþula haldið að Núpi í Dýrafirði. Þá verða einnig í boði fimm námskeið með leiðbeinendum frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Englandi. Þetta eru skemmtileg námskeið fyrir alla sem hafa gaman af að hlusta á sögur og segja frá.
Lesa meira

19. maí 2011

Nýr formaður FL tók við að loknum aðalfundi

Að loknum aðalfundi Félags leikskólakennara í gær, 18. maí, tók Haraldur F. Gíslason við formannsembættinu af Mörtu Dögg Sigurðardóttur.
Lesa meira

18. maí 2011

Kosið um nýjan samning Félags grunnskólakennara á næstunni

Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara var undirritaður laugardaginn 14. maí. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Samningurinn fylgir með í viðhengi.
Lesa meira

18. maí 2011

Aðalfundir FG, FL og FSL standa yfir

Á Grand hóteli Reykjavík standa nú yfir aðalfundir FG, FL og FSL. Í gær, 17. maí, sátu nefndir yfir tillögum til ályktanna sem ræddar verða á fundunum í dag. Áhugasamir geta séð fyrirliggjandi tillögur á heimasíðum viðkomandi félaga og samþykktir verða einnig aðgengilegar þar á næstu vikum.
Lesa meira

13. maí 2011

Stjórnarfundur NLS haldinn í Reykjavík 3. maí 2011

Fundurinn hófst með því að Eiríkur Jónsson sagði af sér formennsku NLS en hann sem formaður KÍ hafði verið formaður NLS frá síðustu áramótum. Nýr formaður KÍ, Þórður Á. Hjaltested var kosinn nýr formaður NLS út árið 2011 og tók við stjórnun fundarins. Fimm aðildarlönd NLS skipta með sér forystuhlutverki NLS og fer Ísland með formennsku fimmta hvert ár.
Lesa meira

13. maí 2011

Myndir frá viðburðum KÍ

Núna er hægt að skoða myndir frá m.a. 5. þingi KÍ hér, en þingið var haldið 6.-8. apríl sl.
Lesa meira

12. maí 2011

Fréttir af stöðu samningamála hjá FL

Eins og fram hefur komið lagði samninganefnd FL fram tilboð um kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga þann 2. maí sl. Samninganefnd sveitarfélaga setti síðan fram tillögur sínar um launaliði og gildistíma kjarasamnings þann 9. maí sl. Tillögur samninganefndar sveitarfélaga eru að mati samninganefndar FL algjörlega óásættanlegar þar sem gert er ráð fyrir þriggja ára gildistíma kjarasamningsins og að sá launamunur sem nú er á milli leikskólakennara og samanburðarhópa haldist óbreyttur þann tíma. Í ljósi þessara aðstæðna hefur samninganefnd FL ákveðið að óska eftir stuðningi aðalfundar félagsins við þá ákvörðun að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagsmanna. Verði boðun verkfalls samþykkt er gert ráð fyrir að það hefjist þann 22. ágúst nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira

11. maí 2011

Samþykkt FKE frá aðalfundi 7. maí sl.

Kennarasambandinu barst eftirfarandi samþykkt frá Félagi kennara á eftirlaunum.
Lesa meira

10. maí 2011

Ný vinnuumhverfisbóla um vinnuskilyrði þungaðra kvenna

Vinnuumhverfisbóla maí mánaðar fjallar um vinnuskilyrði þungaðra kvenna. Að vinnuskilyrði sem undir venjulegum kringumstæðum teljast í lagi geta orðið óviðunandi þegar þungaðar konur eiga í hlut.
Lesa meira

9. maí 2011

Nú er vetur úr bæ - stóri leikskóladagurinn.

Föstudaginn 27. maí nk. kl. 10:00 - 15:00 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð verður STÓRI leikskóladagurinn haldinn hátíðlegur. Mikið verður um að vera og má sem dæmi nefna áhugaverða fyrirlestra, skemmtilegar kynningar og sýning á margvíslegum verkefnum sem unnið er að í leikskólum Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

6. maí 2011

Málstofa um miðlamennt - ATH breyttur tími!

Miðlamennt (media education) hefur öðlast sess í námskrám margra þjóða og hún er meðal forgangsmála í menntastefnu Evrópusambandsins. Þótt talað hafi verið um miðlamennt sem „náms- og kennslufræði 21. aldarinnar“ glímir fræðafólk enn við áleitnar spurningar sem varða eðli hennar og útfærslu í skólastarfi. Rannum (Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun) boðar til málstofu um miðlamennt miðvikudaginn 18. maí. Verður hún haldin í Hamri, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, kl. 10-12 í stofu H201. Þar mun dr. Leo Pekkala segja frá fræðastarfi sem tengist miðlamennt í Háskólanum í Lapplandi, þar sem hann starfar, og ræða hugmyndir sínar um miðlalæsi og miðlamennt við málstofugesti.
Lesa meira

6. maí 2011

Hjólað í vinnuna

Undanfarin átta ár hefur ÍSÍ staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með átakinu „Hjólað í vinnuna“. Hjólað í vinnuna fer nú fram dagana 4.-24. maí.
Lesa meira

3. maí 2011

Ályktun samninganefnda FF og FS um stöðuna í kjaraviðræðum

Samninganefndir FF og FS ályktuðu um stöðuna í kjaraviðræðum. Þar kemur m.a. fram að nefndirnar krefjast þess að þegar verði gengið til viðræðna um að ljúka við gerð kjarasamnings félagsmanna KÍ í framhaldsskólum.
Lesa meira

2. maí 2011

List- og menningarfræðsla á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið réðst í umfangsmikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi árin 2008 - 2009. Niðurstöður úttektarinnar eru nú komnar út í íslenskri þýðingu og má sjá þær hér.
Lesa meira

2. maí 2011

Gagnrýnin hugsun í skólastarfi - Gamall arfur, nýjar áherslur, brýnt viðfangsefni

Föstudaginn 6. maí efna Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Menntavísindasvið Háskóla Íslands til ráðstefnu um gagnrýna hugsun í skólastarfi. Markmið ráðstefnunnar er að efla skilning á eðli gagnrýninnar hugsunar og ræða möguleika á að iðka hana og efla í skólastarfi á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður haldin í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg, föstudaginn 6. maí kl. 12–17.
Lesa meira

29. apr. 2011

Takið virkan þátt í hátíðarhöldunum 1. maí

Kennarasamband Íslands hvetur félagsmenn sína um land allt til að taka þátt í kröfugöngum og baráttufundum 1. maí. Kröfugangan í Reykjavík leggur af stað frá horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti að Austurvelli. Útifundur hefst þar kl. 14:10. Yfirskrift sameiginlegs 1. maí ávarps Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra framhaldsskólanema er „Aukum atvinnu - bætum kjörin“.
Lesa meira

29. apr. 2011

„Tónlistin og lífið“ í Hörpu 7. maí

Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og lífið“ laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kaldalóni í Hörpu. Við þessi tímamót þykir við hæfi að halda á lofti merki tónlistar sem hornsteins í íslenskri menningu.
Lesa meira

28. apr. 2011

Athyglisverð erindi nú aðgengileg á Netinu

Þrjú athyglisverð erindi sem flutt voru á 5. þingi KÍ dagana 6. til 8. apríl sl. eru nú aðgengileg á vef Kennarasambandsins. Um er að ræða fyrirlestur Peters Mortimore „The dilemmas and challenges of education today“ og ávörp Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Fred van Leeuwen framkvæmdastjóra Alþjóðasambands kennara.
Lesa meira

26. apr. 2011

Málþing um stærðfræðimenntun ungra barna

Málþing um stærðfræðimenntun ungra barna á vegum Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Rannsóknarstofu í stærðfræðimenntun verður haldið 28. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Meðal fyrirlesara er Dr. Bob Perry, prófessor við Charles Sturt University, New South Wales í Ástralíu sem flytur fyrirlesturinn Young children and their teachers become powerful mathematicians through inquiry, reflection and documentation: Thoughts from Australia.
Lesa meira

26. apr. 2011

Tilkynning frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði - Vonarsjóði

Af gefnu tilefni vill stjórn Vonarsjóðs koma eftirfarandi á framfæri. Þeir félagsmenn SÍ og FG sem hafa fengið úthlutað hópstyrkjum í ferðir á vegum félaganna hafa álitið að sú úthlutun komi ekki í veg fyrir að þeir geti notið hópstyrks, fari þeir í hópferð með skólum sem þeir starfa við, þó ekki hafi liðið að jafnaði þrjú ár milli ferða.
Lesa meira

22. apr. 2011

Námskeið um meðferð og túlkun á niðurstöðum PISA

Þann 11. maí nk. verður haldið námskeið um meðferð og túlkun á niðurstöðum PISA.
Lesa meira

22. apr. 2011

Ráðstefna um menntamál: Skólaþróun í Evrópu

Föstudaginn 29. apríl nk. verður haldin ráðstefna um menntamál undir heitinu Skólaþróun í Evrópu.
Lesa meira

21. apr. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009 þriðjudaginn 26. apríl

Þriðjudaginn 26. apríl 2011 kl. 14:00-16:00 verður opinn umræðufundur um PISA 2009 í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A. Þetta er fjórði fundur vetrarins um niðurstöður PISA rannsóknarinnar. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um grunnmenntun og grunnskóla. Efni og upptökur af fyrri fundum er aðgengilegt á heimasíðu Námsmatsstofnunar.
Lesa meira

18. apr. 2011

Tilkynning frá 1. deild Félags leikskólakennara

Þriðjudaginn 19. apríl verða tillögur Menntaráðs um sameiningar leikskóla teknar fyrir í borgarstjórn og lagðar fram til samþykktar. Af því tilefni viljum við hvetja alla félagsmenn til að fjölmenna niður í Ráðhús Reykjavíkur og sýna meirihlutanum að okkur stendur ekki á sama um skólamál í borginni. Við sitjum ekki aðgerðarlaus hjá meðan verið er að kollvarpa leikskólum borgarinnar og starfi þeirra.
Lesa meira

15. apr. 2011

Stjórn FL fordæmir vinnubrögð og mótmælir sameiningaráformum í Reykjavík

Stjórn Félags leikskólakennara fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík. Þessi vinnubrögð hafa valdið gríðarlegu álagi og óvissu hjá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leikskólanna í borginni sem ekki sér fyrir endann á. Þá harmar stjórn félagsins að meirihluti Menntaráðs skuli ekki taka mark á varnaðarorðum Menntamálaráðherra og umsögnum fagfólks, m.a. frá Kennarasambandi Íslands og Menntavísindasiði Háskóla Íslands. Í umsögn Menntaráðs kemur til að mynda fram mikil vanþekking á faglegu hlutverki leikskólastjóra.
Lesa meira

15. apr. 2011

Gjafabréf í flug

Orlofssjóður verður því miður að tilkynna að gjafabréf í flug hafa hækkað. Orlofssjóður niðurgreiðir áfram með sömu upphæð en söluverð gjafabréfanna frá Icelandair og Iceland Express hafa hækkað.
Lesa meira

15. apr. 2011

Fullt jafnrétti til náms óháð efnahag

Á 5. þingi Kennarasambands Íslands var mörkuð stefna sambandsins í skólamálum fyrir kjörtímabilið 2011-2014 sem tekur til skólastiganna þriggja, leik-, grunn- og framhaldsskóla, svo og tónlistarskóla. Í fyrsta kafla skólastefnunnar sem ber yfirskriftina skólastarf og menntun segir að skólaganga, uppeldi og menntun nemenda sé víðtækt samvinnuverkefni í þjóðfélaginu. Efna þurfi á öllum skólastigum markmið laga um skóla fyrir alla, jafnan rétt til skólagöngu og menntunar sem tekur mið af þörfum einstaklingsins jafnt sem heildarinnar. Ennfremur er lögð áhersla á fullt jafnrétti til náms óháð efnahag. Bent er á að á Íslandi þurfi enn að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir skóladvöl barna og unglinga. Þessi kostnaður fáist aðeins að óverulegu leyti bættur gegnum skattakerfi eða aðrar opinberar ráðstafanir. KÍ leggur áherslu á að gjaldtöku verði lágmörkuð.
Lesa meira

14. apr. 2011

Ályktun um tungumálakennslu frá aðalfundi Samtaka tungumálakennara, STÍL

Á aðalfundi Samtaka tungumálakennara, STÍL, sem haldinn var 8. apríl, var rætt um þá miklu óvissu sem nú ríkir um framtíð kennslu þriðja máls og dönsku í framhaldsskólum. Létu fundarmenn í ljós miklar áhyggjur yfir stöðunni, þar sem þeir óttast að hún muni leiða til hnignunar tungumálakunnáttu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskt þjóðfélag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun og óskað eftir að hún yrði send yfirvöldum menntamála.
Lesa meira

14. apr. 2011

Vilt þú taka þátt í Menntakviku 2011?

Hér með er kallað eftir ágripum að erindum fyrir Menntakviku: rannsóknir, nýbreytni og þróun, ráðstefnu í menntavísindum sem haldin verður föstudaginn 30. september 2011 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum og þróun í menntavísindum á Íslandi og tengdum efnum. Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði menntavísinda og öðrum fræðasviðum sem hafa tengingu við sviðið, er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 15. maí 2011. Ágrip þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar eða þróunarverkefnis, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi.
Lesa meira

13. apr. 2011

Krafa gerð um tafarlausa samninga

Í sérstakri samþykkt 5. þings KÍ um stöðu samningamála er lýst yfir megnri óánægju með stöðu samningamála aðildarfélaga KÍ. Bent er á að brátt eru liðin tvö ár frá því samningar um 80% félagsmanna runnu út. Hér er um að ræða félagsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum með samninga við sveitarfélögin. Félagsmenn KÍ í framhaldsskólum hafa einnig verið samningslausir við ríkið svo mánuðum skiptir. Krefst þingið þess að þegar í stað verði hafist handa við raunverulega kjarasamningagerð og að gengið verði frá kjarasamningum án frekari tafa. Ennfremur var á þinginu gerð almenn samþykkt um kjara- og réttindamál félagsmanna Kennarasambandsins þar sem áhersla er lögð á að kennarastarfið sé metið að verðleikum.
Lesa meira

12. apr. 2011

Samþykktir og glærur frá 5. þingi KÍ

Glærur frá erindi Peters Mortimore fyrrverandi forstöðumanns Menntavísindasviðs Háskólans í London eru komnar inn á vefinn undir Samþykktir frá 5. þingi KÍ. Þar verða einnig settar samþykktir frá þinginu og þegar upptökur erinda verða tilbúnar verður hægt að nálgast þær þar.
Lesa meira

12. apr. 2011

Laun kennara standist samanburð við laun annarra sérfræðinga

Í kjaramálastefnu 5. þings Kennarasambands Íslands 2011 - 2014 er lögð áhersla á að laun og starfskjör félagsmanna sambandsins verði flokkuð með störfum annarra sérfræðinga og laun þeirra standist ávallt samanburð við kjör annarra stjórnenda á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru regluleg laun fullvinnandi sérfræðinga á almennum vinnumarkaði að meðaltali 557 þús. kr. á mánuði árið 2009 en heildarlaun þeirra voru að meðaltali 604 þús. kr. Mikið vantar á að kennarar og námsráðgjafar í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistaskólum standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði.
Lesa meira

11. apr. 2011

Til kennara í grunnskólum Reykjavíkur

Aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Loftleiðum föstudaginn 29. apríl 2011 kl. 19:30.
Lesa meira

6. apr. 2011

„Ný staða - ný vinnubrögð. Rannsókn á viðbrögðum stjórnvalda í Finnlandi við kreppunni 1991“

Margt bendir til þess að hægt sé nýta reynsluna í dreifstýrðu menntakerfi Finna hér á land. Finnar sýndu fram á að hægt var að ná fram samfélagslegum ávinningi og á sama tíma auka gæði og nýsköpun í kennslu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Capacent hefur unnið fyrir Kennarasambandið um viðbrögð Finna í kreppunni 1991.
Lesa meira

6. apr. 2011

Lágmarksþjónusta meðan á þingi stendur

Miklar annir verða hjá starfsfólki Kennarahússins meðan á 5. þingi KÍ stendur, dagana 6. - 8. apríl. Af þeim sökum verður aðeins veitt lágmarksþjónusta á skrifstofum sambandsins þingdagana. Skrifstofur KÍ og aðildarfélaga verða alveg lokaðar frá kl. 12 miðvikudaginn 6. apríl og milli kl. 9 og 13 fimmtudaginn 7. apríl. Afgreiðsla KÍ verður opin föstudaginn 8. apríl.
Lesa meira

6. apr. 2011

Beinar útsendingar frá 5. þingi KÍ

Það sem gerist á þingi Kennarasambandsins kemur öllum félagsmönnum við, ekki aðeins þeim sem þingið sitja. Til þess að aðrir félagsmenn en þingfulltrúar geti fylgst með helstu atriðum þess hefur verið ákveðið að sjónvarpa beint frá þinginu í gegnum heimasíðu. Eina sem þarf að gera er að smella á dagsetningarnar fyrir hvert rennsli.
Lesa meira

6. apr. 2011

Alþjóðleg ráðstefna 29. apríl nk.

Föstudaginn 29. apríl n.k. mun Mentor ásamt Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu. Við fáum til okkar frábæra fyrirlesara frá fjórum löndum sem allir eru sérfræðingar í málefnum skóla. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast í fræðum og þróun skólamála í Evrópu. Ráðstefnan verður haldin á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og stendur frá kl. 9-16. Ráðstefnugjald er 11.900 ef skráð er fyrir 15.apríl en 14.900 ef skráð er eftir þann tíma.
Lesa meira

6. apr. 2011

Frambjóðendur til trúnaðarstarfa

Á 5. þingi KÍ verður kosið til ýmissa trúnaðarstarfa á vegum sambandsins næsta kjörtímabil. Upplýsingar um frambjóðendur hafa nú verið settar inn á síðuna „5. þing KÍ“.
Lesa meira

5. apr. 2011

Haraldur F Gíslason verður næsti formaður Félags leikskólakennara

Lokið er allsherjaratkvæðagreiðslu í formanns- og stjórnarkjöri Félags leikskólakennara fyrir kjörtímabilið 2011 - 2014. Tveir voru í framboði til formanns, núverandi formaður Marta Dögg Sigurðardóttir og Haraldur F. Gíslason deildarstjóri leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Á kjörskrá voru 2007 félagsmenn og tóku 1001 þátt eða 49,9% félagsmanna. Haraldur fékk 507 atkvæði og Marta Dögg 484 atkvæði.
Lesa meira

5. apr. 2011

Stjórnarkjöri í Félagi stjórnenda leikskóla lokið

Lokið er allsherjaratkvæðagreiðslu í stjórnarkjöri Félags stjórnenda leikskóla fyrir kjörtímabilið 2011 - 2014. Ingibjörg Kristleifsdóttir núverandi formaður var sjálfkjörin.
Lesa meira

5. apr. 2011

Nám samhliða starfi fyrir félaga í KÍ í framhaldsskólum

Skólaárið 2011- 2012 býður Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara upp á vettvangsnám fyrir stjórnendur í framhaldsskólum, fyrir samfélaggreinakennara og fyrir kennara á starfsbrautum í framhaldsskólum. Vettvangsnámið hefur yfirleitt verið mjög vinsælt meðal framhaldsskólakennara og færri hafa komist að en viljað. Áhugasömum er bent á að umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2011.
Lesa meira

4. apr. 2011

Sameining skóla rædd í Borgarstjórn á morgun

Vakin er athygli á fundi í Borgarstjórn Reykjavíkur þriðjudaginn 5. apríl 2011 og hefst hann kl. 14:00. Málið er númer tvö á dagskrá. Önnur umræða um fyrirhugaðar sameiningar grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna).
Lesa meira

4. apr. 2011

Punktastýrð úthlutun

Við viljum vekja athygli á að punktastýrð úthlutun á orlofshúsum í vikuleigu hófst 4. apríl. Punktastýrð úthlutun á leigu á flakkara hefst 2. maí n.k.
Lesa meira

4. apr. 2011

Atvinnurekendur sæti ábyrgð tefji þeir samningagerð að óþörfu

Í drögum að ályktun um kjaramál sem verða til afgreiðslu á 5. þingi KÍ er m.a. lögð áhersla á að endurskoðunarákvæði sem sett eru í kjarasamninga verði virt sem og önnur ákvæði kjarasamninga. Jafnframt verði tryggt með löggjöf að vinnuveitendur sem að ástæðulausu tefja samningagerð sæti ábyrgð.
Lesa meira

1. apr. 2011

Níu tónlistaratriði hlutu verðlaunagripinn „Nótuna“ fyrir framúrskarandi flutning á lokatónleikum uppskeruhátíðar tónlistarskóla

Nótunni 2011 - uppskeruhátíð tónlistarskóla - lauk með pompi og prakt síðastliðinn laugardag með tvennum glæsilegum lokatónleikum ásamt lokaathöfn sem fram fór í Langholtskirkju í Reykjavík. Tónleikagestir troðfylltu Langholtskirkju og á lokaathöfninni fylltist einnig safnaðarheimilið og kirkjan var hreinlega opnuð upp á gátt og troðið var út úr dyrum. Stemmingin var gríðarleg þar sem spilagleði, metnaður og eftirvænting einkenndi andrúmsloftið.
Lesa meira

1. apr. 2011

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara 2011

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara var haldinn 17. – 18. mars sl. og sóttu hann um 70 fulltrúar úr öllum framhaldsskólunum. Á fundinum voru kjaramálin, skólamálin og starfsaðstæður framhaldsskólakennara í brennidepli en yfirskrift fundarins var „Staða framhaldsskólans“.
Lesa meira

1. apr. 2011

Sumarnámskeið Ísbrúar 2011

Ísbrú heldur áttunda sumarnámskeið sitt fyrir kennara á öllum skólastigum sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál.
Lesa meira

31. mar. 2011

Framkvæmdastjóri Education International sækir KÍ þing heim

Fred van Leeuwen, framkvæmdastjóri Education International, Alþjóðasambands kennara, verður gestur á 5. þingi KÍ. Hann ávarpar þingið fimmtudaginn 7. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri EI sækir íslenska kennara heim. Education International eru langfjölmennustu samtök kennara í heiminum. Innan vébanda EI eru um 30 milljónir félagsmanna í tæplega 350 samtökum kennara í 166 löndum.
Lesa meira

31. mar. 2011

Umsagnir um tillögur um sameiningu og samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík

Fjölmargir aðilar sendu umsagnir um tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Í hópi umsagnaraðila eru 30 foreldraráð leikskóla, 33 skólaráð grunnskóla og 10 sérfræðingar og ýmsar stofnanir, þar á meðal Kennarasamband Íslands en félögin sem málið snertu kusu að senda eina sameiginlega umsögn.
Lesa meira

30. mar. 2011

Áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra staðfestir í bréfi til Kennarasambands Íslands að af hans hálfu hafi aldrei verið gert ráð fyrir því að áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verði sérstaklega skert, eða þeim breytt á einhvern hátt án þess að um slíkar breytingar sé viðhaft fullt samráð við heildarsamtökin.
Lesa meira

30. mar. 2011

Norma 11 í Reykjavík 11. til 14. maí 2011

Norma 11 er ráðstefna um rannsóknir á stærðfræðimenntun og verður hún haldin í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, 11. til 14. maí 2011. Ráðstefnan er haldin af samtökum norræna og baltneskra félaga um rannsóknir á þessu sviði. Á ráðstefnunni verða flutt um 100 erindi af þátttakendum frá Norðurlöndunum, baltnesku löndunum, Bretlandi, Spáni, Portúgal og Þýskalandi. Tækifæri verða gefin til að ræða rannsóknir og byggja upp tengslanet rannsakenda á fræðasviðinu. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Lesa meira

29. mar. 2011

Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara

Nú liggja fyrir upplýsingar um sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara. Að þessu sinni býður Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara í samstarfi við hin ýmsu faggreinafélög upp á 22 námskeið.
Lesa meira

29. mar. 2011

Í skólanum, í skólanum er framtíð þjóðar falin

„Í skólanum, í skólanum er framtíð þjóðar falin“ er yfirskrift 5. þings Kennarasambands Íslands sem haldið verður á Grand hóteli Reykjavík dagana 6. – 8. apríl nk.
Lesa meira

29. mar. 2011

Skattframtal 2011

Ábendingar um greiðslur úr endurmenntunarsjóðum KÍ (VÍS FF og FS, VÍS FL og FSL, Vonarsjóður FG og SÍ) og Sjúkrasjóðs KÍ vegna skattframtals 2011.
Lesa meira

25. mar. 2011

Umsögn KÍ um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samreksturs og /eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík

Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri og Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs óskuðu eftir umsögn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á leik- og grunnskólastigi um tillögur um sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Félögin sem í hlut eiga ákváðu að gera eina sameiginlega umsögn. Þeir sem skrifa undir umsögnina eru formenn Félags leikskólakennara og 1. deildar Félags leikskólakennara, Félags grunnskólakennara og Kennarafélags Reykjavíkur, Félags stjórnenda leikskóla og 1. deildar Félags stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélags Íslands og Félags skólastjórnenda í Reykjavík.
Lesa meira

25. mar. 2011

Ályktun frá Félagi þýzkukennara

Á aðalfundi Félags þýzkukennara sem haldinn var 18. mars 2011 spunnust miklar umræður um stöðu og framtíðarhorfur þýskunáms og -kennslu í framhaldsskólum landsins í ljósi nýrra laga og námskrárdraga. Félag þýzkukennara kallar eftir skýrari tilmælum ráðuneytisins til skólastjórnenda um hvaða stigi nemendur eigi að ná í þriðja máli skv. viðmiðunarramma Evrópuráðsins. Til að námið komi nemendum að raunverulega gagni, þurfa þeir að ná A2/B1 skv. viðmiðunarrammanum til að geta t.d. stundað háskólanám í þýskumælandi löndum. Félagið væntir þess að ráðherra og ráðuneyti leiti eftir samráði við fagfélög tungumálakennara og aðra þá sem málið varðar. Meðfylgjandi er ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum.
Lesa meira

25. mar. 2011

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla

Á vef mennta- og menningarálaráðuneytisins er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2011 og frekari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins.
Lesa meira

24. mar. 2011

„Vandamál og áskoranir í skólamálum í dag“

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur erindi í upphafi þingfundar fimmtudaginn 7. apríl. Að loknu erindi hennar flytur gestafyrirlesari þingsins, Peter Mortimore, fyrrverandi prófessor, fyrirlestur sem hann nefnir „Vandamál og áskoranir í skólamálum í dag“ (The dilemmas and challenges of education today). Mortimore er vinsæll fyrirlesari um skólamál enda kunnur fyrir störf sín og rannsóknir á því sviði m.a. rannsóknir á árangri í skólastarfi, skólastjórnun og vandamálum í skólastarfi. Í seinni tíð hefur hann vakið athygli fyrir greinarskrif sín um skólamál í breska stórblaðinu the Guardian.
Lesa meira

23. mar. 2011

Niðurskurður sem bitnar á börnum

Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra sveitarfélaga stílað á sveitarstjóra og sveitarstjórnarmenn. Í bréfinu lýsir umboðsmaður barna yfir áhyggjum sínum af þeim niðurskurði sem hefur átt sér stað og er fyrirhugaður hjá sveitarfélögum landsins, ekki síst í leik- og grunnskólum og tómstundastarfi.
Lesa meira

23. mar. 2011

„Þingmolinn“ - Fróðleikur um 5. þing KÍ

5. þing Kennarasambands Íslands verður haldið dagana 6. - 8. apríl 2011 á Grand hóteli Reykjavík. Fram að þingi verður birtur hér á heimasíðu KÍ ýmis fróðleikur sem tengist þinginu undir fyrirsögninni „Þingmolinn“.
Lesa meira

22. mar. 2011

Kjaradeilu Félags leikskólakennara vísað til sáttasemjara

Samninganefnd Félags leikskólakennara ákvað í dag að vísa kjaradeilu leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Við höfum fundað ítrekað frá því í byrjun desember og lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt. Það er því mat samninganefndar félagsins að tímabært sé að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Samningur FL við sveitarfélögin rann út 31. ágúst 2009. Samninganefnd ítrekar að ábyrgð sveitafélagana er mikil að halda svo stórum hópi starfsmanna sinna samningslausum þetta lengi. Þolinmæði leikskólakennara er á þrotum.
Lesa meira

21. mar. 2011

Gönguferðir sumarið 2011

Eins og undanfarin ár býður Orlofssjóður Kennarasambandsins upp á niðurgreiðslu í alls konar útivistarferðir. Fyrir neðan er hægt að skoða auglýsingar í viðkomandi ferðir ásamt tenglum á heimasíður þeirra sem sjá um ferðirnar. Panta þarf á bókunarvef Orlofssjóðs.
Lesa meira

21. mar. 2011

Formanns- og stjórnarkosningar FL hafnar

Kjörstjórn FL hefur sent trúnaðarmönnun bréf með kjörgögnum og leiðbeiningum vegna kosninganna félagsmanna. Þeir sem eru í fæðingarorlofi, á atvinnuleysisbótum eða í launalausu leyfi fá kjörgögnin send heim. Kosning hófst kl. 9:00 mánudaginn 21. mars og lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 4. apríl nk. Atkvæðagreiðslan er rafræn.
Lesa meira

17. mar. 2011

Ferðablað 2011

Ferðablað Orlofssjóðs KÍ er komið út og verður það sent í skóla í dag. Nú þegar er komin rafræn útgáfa á heimasíðu Orlofssjóðs, sjá hér.
Lesa meira

16. mar. 2011

Fréttatilkynning frá stjórn Félags framhaldsskólakennara

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík, dagana 17. og 18. mars nk. Á fundinum verða kjaramál í framhaldsskólum og starfsaðstæður framhaldsskólakennara í brennidepli en yfirskrift fundarins er „Staða framhaldsskólans“. Kjarasamningur félagsmanna KÍ í framhaldsskólum rann út í lok nóvember á síðasta ári og er mikill seinagangur í viðræðum um endurnýjun hans. Framhaldsskólinn stóð verulega höllum fæti í launamálum í nokkur ár áður en kreppan skall á og alvarlegur niðurskurður fjármuna til framhaldsskólastarfs hefur aukið enn á vandann. Hálfur annar milljarður hefur þegar verið tekinn út úr rekstri framhaldsskóla með beinum niðurskurði fjárframlaga og önnur eins upphæð sem ætluð var til framkvæmdar nýrra framhaldsskólalaga aldrei komist til skólanna heldur er horfin í skuldahít Ríkissjóðs.
Lesa meira

16. mar. 2011

Kynning á framhaldsnámi við Menntavísindasvið

Fimmtudaginn 24. mars kl. 16:00 til 18:00 verður kynning á framhaldsnámi við Menntavísindasvið í Fjöru, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Kennarar og nemendur taka á móti gestum og kynna fjölbreytt framhaldsnám í þremur deildum Menntavísindasviðs.
Lesa meira

15. mar. 2011

Ráðstefna fimmtudaginn 31. mars nk.

Fimmtudaginn 31. mars nk. verður haldinn ráðstefna í Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Lesa meira

15. mar. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009 þriðjudaginn 22. mars nk.

Þriðjudaginn 22. mars nk. verður haldinn opinn umræðufundur um Pisa 2009. Fundurinn er haldinn í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7a og hefst kl. 14:00 en lýkur kl. 15:30.
Lesa meira

11. mar. 2011

Þemadagar í mars

Vinnuumhverfisnefnd (VUN) hvetur alla skóla til að taka frá tíma í marsmánuði þar sem hugað verði sérstaklega að vinnuumhverfismálum og þema vorannar sem er líkamsbeiting og aðbúnaður á vinnustað. Tilgangur þemadags/þemaviku er að stuðla að umræðu í skólanum um málefnið og um ábyrgð einstaklinga og vinnustaðarins í heild.
Lesa meira

9. mar. 2011

Skólastjórar sem leggja kennara í einelti

VUN barst nýlega grein frá Hörpu Hreinsdóttur, kennara, um skólastjóra sem leggja kennara í einelti. Greinin er samantekt á rannsóknum um efnið.
Lesa meira

8. mar. 2011

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars, er áhugaverð dagskrá í boði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Dagskráin hefst kl. 17:00 með ávarpi frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Lesa meira

7. mar. 2011

Ráðstefna og stofnun rannsóknarstofu í tónlistarfræðum

Föstudaginn 25. febrúar síðast liðinn var haldin ráðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi. Á ráðstefnunni var stofnuð rannsóknarstofa í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem flutt voru tíu ólík erindi á sviði tónlistarfræða. Efni ráðstefnunnar verður birt á vefsíðu rannsóknarstofunnar www.vefir.hi.is/rannton á næstu dögum og hafa nú þegar einhver erindi skilað sér inn á vefinn. Formaður og varaformaður Félags tónlistarskólakennara kynntu umgjörð á könnun félagsins „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“. Í umræðum undir lok ráðstefnunnar spunnust miklar og áhugaverðar umræður um tónlistarmenntun.
Lesa meira

4. mar. 2011

Opinn málfundur 7. mars nk.

Mánudaginn 7. mars nk. kl. 12:00 til 13:15 stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Fræðasetur um þriðja geirann boða fyrir opnum málfundi, í Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 101, undir heitinu Eru þjónustusamningar ekki að virka?
Lesa meira

4. mar. 2011

Alþjóðalegur baráttudagur kvenna - Er þetta allt að koma?

Þriðjudaginn 8. mars nk. verður hádegisfundur á Hótel KEA kl. 12:00 til 13:30, undir heitinu Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - Er þetta allt að koma?
Lesa meira

3. mar. 2011

Námskeið hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vorið 2011

Í vor býður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins upp á margs konar fræðslunámskeið. Þau eru ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskaraskanir og eru jafnframt opin aðstandendum. Námskeiðin eru bæði fræðileg og hagnýt.
Lesa meira

2. mar. 2011

Staða konunnar er laus til umsóknar - Jafnrétti úr viðjum vanans!

Þriðjudaginn 8. mars nk. verður haldinn fundur á Grand Hótel Reykjavík undir heitinu Staða konunnar er laus til umsóknar - Jafnrétti úr viðjum vanans!
Lesa meira

2. mar. 2011

Safnfræðsla - að læra og kenna á safni/setri

Einstakt helgarnámskeið í töfrandi umhverfi á vegum námsbrautar í safnafræðum, Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands og Sumarháskóla Hrafnseyrar. Námskeiðið verður haldið á Hrafnseyri við Arnarfjörð, dagana 26. til 28. ágúst 2011 og kostar 30.000 kr.
Lesa meira

1. mar. 2011

Framtíðin er núna ... tækni fyrir alla

Árleg ráðstefna 3f, Félags um upplýsingatækni og menntun, verður haldin í samstarfi við Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs föstudaginn 11. mars nk. kl. 13:00–17:00 að Ásbrú á Miðnesheiði. Að þessu sinni verður megin viðfangsefnið upplýsingatækni nútímans. Fjallað verður um þær miklu breytingar sem eru í upplýsingatækni í námi og kennslu. Lögð áhersla á hagnýt atriði er nýtast kennurum á öllum skólastigum. Kennurum gefst tækifæri til að prófa hluti, ræða saman og skiptast á hugmyndum. Ráðstefnan er haldin í nýuppgerðu húsnæði Keilis sem er glæsilegt í alla staði. Gott rými er ætlað fyrirtækjum í upplýsingatækni til að kynna það helsta sem þau hafa fram að færa í tæknibúnaði.
Lesa meira

25. feb. 2011

Ályktun frá stjórn Félags stjórnenda leikskóla vegna leikskólafulltrúa og ráðgjafa

Leikskólafulltrúar og ráðgjafar á vegum sveitarfélaga eru lykilmenn í framkvæmd leikskólastarfs í hverju sveitarfélagi. Þeir eru sérfræðingar í málefnum leikskóla og hafa sem slíkir yfirsýn og eftirlit með faglegu starfi . Rödd leikskólafulltrúa tengir stjórnsýsluna við leikskólann og miðlar faglegri sýn til sveitastjórnarmanna. Leikskóla- og sérkennsluráðgjafar tengja saman stjórnsýslu, faglegt starf og framkvæmd þess. Enn hafa Félagi stjórnenda leikskóla borist upplýsingar um að stöður leikskólafulltrúa og ráðgjafa hafi verið lagðar niður og annars staðar séu hugmyndir á kreiki um skerðingu á stöðugildum. Slík skerðing bitnar á faglegu starfi leikskólanna og stuðningi við stjórnendur, starfsfólk og foreldra, auk þess að vera brot á lögum um leikskóla.
Lesa meira

25. feb. 2011

Velferð í vinnunni – Fræðsluátak fyrir stjórnendur í skólum á vegum KÍ með aðkomu ráðgjafa VIRK

Í nóvember s.l. stóð Kennarasambandið fyrir fræðsluátaki undir nafninu „Velferð í vinnunni“. Á tímabilinu 3. – 25.nóvember voru haldnir alls 11 fundir víðsvegar um landið fyrir skólastjóra á öllum skólastigum. Fræðsluna sóttu alls 212 stjórnendur. Í lok fræðslunnar var lagt fyrir matsblað og voru svör og athugasemdir þátttakenda almennt mjög jákvæðar.
Lesa meira

25. feb. 2011

Stjórnarkosningar FL – kynning á frambjóðendum

Nýtt kjörtímabil (2011 – 2014) Félags leikskólakennara hefst í kjölfar aðalfundar FL sem haldinn verður 17. og 18. maí nk. Lögum samkvæmt hefur uppstillinganefnd FL lagt fram nafnalista um frambjóðendur til stjórnar og einnig nafnalista þeirra sem bjóða sig fram til annarra trúnaðarstarfa. Uppstillingarnefnd hefur afhent kjörstjórn FL þessa lista, en kjörstjórn stýrir allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórnarkjör og öðrum kosningum sem henni er falið. Kjörstjórn FL undirbýr nú atkvæðagreiðsluna sem mun fara fram með rafrænum hætti dagana 21. mars til 3. apríl nk. Nánari upplýsingar frá kjörstjórn munu berast til allra félagsmanna þegar nær dregur.
Lesa meira

25. feb. 2011

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2011-2012

Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands (Vonarsjóður) auglýsir styrki til félagsmanna sinna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í kennsluháttum í grunnskólum skólaárið 2011-2012.
Lesa meira

24. feb. 2011

Ályktun stjórnar FSL vegna aðfarar að skólastjórnun

Stjórn FSL skorar á Menntaráð Reykjavíkur að draga nú þegar til baka tillögur um sameiningu og samrekstur skóla. Breytingar á skólastarfi þurfa að koma innan frá í nánu samstarfi stjórnenda, kennara og foreldra. Farsælar breytingar eru unnar af fagmennsku sem byggir á skýrri framtíðarsýn.
Lesa meira

22. feb. 2011

Tilkynning frá Kjörstjórn Félags framhaldsskólakennara ...

... um niðurstöður í stjórnarkjöri Félags framhaldsskólakennara 2011.
Lesa meira

22. feb. 2011

Skóli í Mið-Noregi leitar eftir samstarfsaðila

Grunnskólinn Steinkjer í Mið-Noregi er að leita eftir samstarsaðila í verkefninu Nordplus Junior Class Mobility vorið 2012. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars 2011. Bekkur með 42 nemendur (14 til 15 ára, 9 bekkur) myndi gjarnan vilja finna samstarfsbekk á Íslandi. Þema samstarfsins þarf að vera innan ramma Nordplus-verkefnisins.
Lesa meira

22. feb. 2011

Skertur símatími hjá endurmenntunarsjóðunum og Sjúkrasjóði

Frá og með föstudeginum 18. febrúar til og með föstudagsins 25. febrúar nk. verður símatími fulltrúa endurmenntunarsjóðanna og Sjúkrasjóðs skertur. Fulltrúar munu svara í símann á milli 15:00 til 16:00 þessa daga. Ástæða þessa er nýtt rafrænt umsóknarkerfi og aukið álag vegna þessa. Félagsmenn eru beðnir um að sýna biðlund. Senda má fyrirspurnir á ki hjá ki.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er.
Lesa meira

21. feb. 2011

Yfirlýsing frá Félagi grunnskólakennara (FG)

Undanfarnar vikur hefur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldór Halldórsson komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig efnislega um ýmis atriði er lúta að kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS), áður Launanefnd. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Félags grunnskólakennara hafa á undanförnum vikum átt í kjaraviðræðum og hafa verið haldnir nokkrir fundir auk vinnufunda undirnefnda.
Lesa meira

21. feb. 2011

Morgunverðarfundur 23. febrúar nk.

Eru breytingar framundan á stjórnendastefnu ríkisins? Hvaða hugmyndir liggja að baki ráðningarvaldi ráðherra og hvernig samræmast þær kenningum stjórnsýslufræðanna? Er ríkið að fá það besta út úr verðmæti mannafla þess? Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar miðvikudaginn 23. febrúar kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.
Lesa meira

21. feb. 2011

Auglýsing um námskeið

Þann 1. mars nk. byrjar námskeið í markvissri þjálfun í list og tækni leikarans. Umsókn þarf að berast fyrir 25. febrúar nk.
Lesa meira

18. feb. 2011

Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitafélögum landsins.

Stjórn Félags leikskólakennara sendir frá sér eftirfarandi ályktun vegna niðurskurðar hjá sveitafélögum landsins. Stjórn Félags leikskólakennara lýsir þungum áhyggjum af þróun leikskólastarfs vegna gríðarlegs niðurskurðar hjá sveitafélögum landsins og varar eindregið við frekari niðurskurði til leikskóla.
Lesa meira

16. feb. 2011

Að þekkja menninguna, verjum tónlistarskólana

Tónlistarfólki bárust góðar kveðjur og stuðningur við málstað sinn frá Ágústi Einarssyni, prófessor, fyrrverandi rektor og fyrrverandi alþingismanni, í formi greinar sem birtist í Fréttablaðinu 14. febrúar sl. Áhugasamir geta rýnt í efnið hér.
Lesa meira

16. feb. 2011

Ályktanir frá stjórn Skólastjórafélags Íslands

Á fundi föstudaginn 11. febrúar sl. samþykkti stjórn SÍ tvær ályktanir.
Lesa meira

15. feb. 2011

Ráðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi 25. febrúar nk.

Föstudaginn 25. febrúar nk. stendur Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um tónlistarrannsóknir á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Listgreinahúsi Háskóla Íslands, Skipholti 37 og stendur frá kl. 8:30 til 15:00.
Lesa meira

15. feb. 2011

Háskóladagurinn - Opið hús í Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður landsmönnum á öllum aldri í heimsókn laugardaginn 19. febrúar milli kl. 11:00 og 16:00. Þar verða í boði ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.
Lesa meira

15. feb. 2011

Áhugavert málþing 25. febrúar

Félagsmenn athugið: Öryrkjabandalag Íslands, Velferðarráðuneytið, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir málþingi föstudaginn 25. febrúar nk. Yfirskrift málþingsins er Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja.
Lesa meira

11. feb. 2011

Opinn umræðufundur um PISA 2009 næsta þriðjudag

Opinn umræðufundur um PISA 2009 verður næsta þriðjudag, 22. febrúar, í sal Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A, kl. 14:00-15:30. Þetta er annar fundur vetrarins um niðurstöður PISA 2009 og þar verður haldið áfram að ræða um jafnrétti til náms og tengsl bakgrunns nemenda við árangur. Auk þessa verður meðal annars fjallað um stöðu lesskilnings í grunnskólum með tilliti til nokkurra breyta og skoðað hvers konar lesskilningaverkefni veitast nemendum auðveld og erfið.
Lesa meira

10. feb. 2011

Hvatningarleikurinn Lífshlaupið

Lífshlaupið er hvatningarverkefni ÍSÍ og er tilgangur þess er að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og að þessu sinni mun hvatningarleikur Lífshlaupsins fyrir vinnustaði og grunnskóla fara fram dagana 2. - 22. febrúar 2011.
Lesa meira

10. feb. 2011

Námskeið hjá Vinnueftirlitinu

Vinnueftirlitið hefur sett inn á heimasíðu sína, www.vinnueftirlit.is, áætlun yfir námskeið sem haldin verða til vors 2011.
Lesa meira

9. feb. 2011

Mínar síður

Félagsmenn athugið. Mínar síður er hnappur hér vinstra megin á forsíðu ki.is þar sem hægt er að skrá sig inn og halda utan um sín mál hjá Kennarasambandinu. Til dæmis umsóknir til sjúkrasjóðs og endurmenntunarsjóða. Þetta er glæný þjónusta og verður bætt við hana fleiri þjónustuþáttum þegar fram líða stundir. Mínar síður verða einnig kynntar sérstaklega í tölvupósti til félagsmanna og víðar.
Lesa meira

9. feb. 2011

Hvað var mest lesið á ki.is í síðasta mánuði?

Undanfarinn mánuð hafa þrír hlutar vefjarins okkar verið vinsælastir hjá lesendum. Það eru eftirtaldir: Sjúkrasjóður, launatöflur Félags leikskólakennara (FL) og laus störf.
Lesa meira

8. feb. 2011

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur mótmælir niðurskurði

Á fundi starfsfólks Grunnskóla Grindavíkur var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur starfsmanna Grunnskóla Grindavíkur mótmælir harðlega niðurskurði bæjarstjórnar til fræðslumála í Grindavík fyrir næsta skólaár. Með þessum aðgerðum er vegið að grunnstoðum samfélagsins og þjónustu við börn og unglinga. Á tímum sem þessum geta slíkar aðgerðir verið afdrifaríkar og óbætanlegt tjón hlotist af...“
Lesa meira

7. feb. 2011

Formaður FG sjálfkjörinn

Framboðsfresti til embættis formanns Félags grunnskólakennara (FG) lauk 3. febrúar síðastliðinn. Eitt framboð barst, frá Ólafi Loftssyni núverandi formanni FG. Ólafur er því sjálfkjörinn formaður FG fyrir tímabilið 2011-2014, skv. reglum uppstillingarnefndar og lögum FG.
Lesa meira

7. feb. 2011

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.
Lesa meira

6. feb. 2011

Úrslit í stuttmyndakeppni leikskólanna

Stuttmyndahátíð leikskólanna var haldin á Degi leikskólans í Bíó Paradís. Á hátíðinni voru sýndar þær myndir sem tilnefndar höfðu verið til verðlauna. Þátttaka í stuttmyndakeppninni fór fram úr björtustu vonum, en alls bárust 54 stuttmyndir í keppnina, alls staðar að af landinu. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir skemmtilegustu stuttmyndina, athyglisverðustu stuttmyndina og bestu stuttmyndina. Bíó Paradís, ELKÓ og Krumma styrktu stuttmyndakeppnina og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira

3. feb. 2011

Áhrif kreppunnar á börn og ungmenni - ráðstefna á vegum Lionshreyfingarinnar

Opin ráðstefna um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni verður haldin á vegum Lions í Norræna húsinu fimmtudaginn 10. febrúar nk. kl. 16:30-18:30. „Þetta er frábær fræðsla fyrir alla, jafnt foreldra, fagfólk og aðra sem láta sig varða velferð barna og ungmenna“, segir einn aðstandenda ráðstefnunnar. „Aukin þekking og umræða getur stuðlað að betra lífi barna og ungmenna og þessi ráðstefna er innlegg í þá baráttu.“ Fyrirlesarar eru viðurkenndir sérfræðingar hver á sínu sviði, sem fjalla um vandann og hvernig við leitum lausna.
Lesa meira

2. feb. 2011

Fjölmennur félagsfundur FL og FSL

Þriðjudagskvöldið 1. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur FL og FSL. Framsögu á fundinum höfðu Marta Dögg formaður FL, Ingibjörg formaður FSL, Oddný formaður Menntaráðs, Þorbjörg Helga og Óttar borgarfulltrúar. Fundurinn var boðaður til þess að ræða um sparnaðar- og hagræðingaráform hjá Reykjavíkurborg. Mikill fjöldi mætti á fundinn (300-350 manns) og samstaða stéttarinnar kom berlega í ljós og það var mikill hugur í fólki.
Lesa meira

2. feb. 2011

Yfir þúsund manns mótmæltu niðurskurði til tónlistarmenntunar

Mótmælafundur undir yfirskriftinni „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“ var haldinn þriðjudaginn 1. febrúar fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur. Við upphaf fundar léku tónlistarnemendur ættjarðarlög og síðan tóku við ávörp flutt af Sigrúnu Grendal, formanni Félags tónlistarskólakennara og Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur, tónlistarnema. Þá ávarpaði borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, fundinn og tók við ályktun sem samþykkt var á fundinum. Mikil eindrægni ríkti meðal fundarmanna sem sameinuðust í fjöldasöng á milli ávarpa undir stjórn Garðars Cortes, skólastjóra Söngskólans í Reykjavík. Yfir þúsund manns sóttu fundinn og að honum loknum fylltu fundarmenn palla og salarkynni Ráðhússins þar sem málefni tónlistarskólanna voru á dagskrá borgarstjórnarfundar.
Lesa meira

1. feb. 2011

Punktastýrð úthlutun á orlofshúsum næsta sumar

Meðfylgjandi reglur gilda um úthlutun orlofshúsa næsta sumar. Upplýsingar um orlofshús verða birtar í Ferðablaði Orlofssjóðs sem kemur út um miðjan mars mánuð.
Lesa meira

1. feb. 2011

Tónlistarnemendur mótmæla

Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara heldur hvatningarávarp í boði tónlistarnema á mótmælafundi þeirra gegn fyrirhuguðum niðurskurði fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í dag. Boðað er til mótmælastöðu klukkan 13:00 en formleg dagskrá hefst klukkan 13:30. Gífurlegur niðurskurður er fyrirhugaður í fjárveitingum til tónlistarskóla í Reykjavík og er talinn vera ein alvarlegasta atlaga sem gerð hefur verið að íslenskri tónlistarmenntun, ef af verður.
Lesa meira

31. jan. 2011

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn sunnudaginn 6. febrúar 2011. Þar sem dagurinn er á sunnudegi er mælst til þess að leikskólar landsins haldi daginn hátíðlegan á föstudeginum 4. febrúar.
Lesa meira

27. jan. 2011

Heimili og skóli krefjast þess að gæði skólastarfs séu tryggð

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa sent frá sér gagnorða ályktun sem varðar skólastarf á öllum skólastigum. Þar er þess krafist að ríkisstjórn og sveitarfélög landsins tryggi gæði skólastarfs og gangi ekki á lögbundin réttindi skólabarna. Þá er farið fram á að haft sé samráð við foreldra áður en breytingar á skólastarfi eru ákveðnar .
Lesa meira

25. jan. 2011

Styrkir úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2011

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2011-2012. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011. Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is.
Lesa meira

24. jan. 2011

Björg Bjarnadóttir næsti varaformaður KÍ

Kjöri til varaformannsembættis KÍ er lokið. Eitt framboð barst og er Björg Bjarnadóttir sjálfkjörinn varaformaður Kennarasambands Íslands. Björg tekur við varaformennsku á þingi KÍ í apríl en hún gegndi áður formennsku í Félagi leikskólakennara sem kunnugt er.
Lesa meira

24. jan. 2011

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2011-2012

Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands auglýsir styrki til félagsmanna sinna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í kennsluháttum í grunnskólum skólaárið 2011-2012. Umsóknarfrestur er frá 1. febrúar til og með 28. febrúar.
Lesa meira

18. jan. 2011

Fréttir af kjaramálum FL

Eins og fram kom í fréttatilkynningu frá Kennarasambandinu í desember sl. ákvað sameiginlegur fundur stjórna og samninganefnda aðildarfélaga sambandsins að taka ekki þátt í heildarsamfloti um gerð kjarasamninga. Þrátt fyrir að hafna heildarsamfloti lýsti KÍ sig tilbúið til samvinnu um afmarkaða þætti við undirbúning kjarasamninga, en forsenda slíks samstarfs væri að það yrði unnið undir verkstjórn og á ábyrgð ríkissáttasemjara. Önnur stór bandalög s.s. BSRB og BHM tóku í sama streng. Í kjölfarið hafði ríkissáttasemjari samband við helstu hagsmunaaðila á vinnumarkaði og setti fram lýsingu á þremur verkefnum sem hann taldi samstöðu um að væri gagnlegt að vinna að í undirbúningi kjaraviðræðna. KÍ tilnefndi fulltrúa sinn í hver hópanna þriggja.
Lesa meira

17. jan. 2011

Símenntun kennara – innihaldsrík skýrsla um endurskipulagningu komin út

Út er komin skýrsla um endurskipulagningu símenntunar kennara. Í henni eru meginniðurstöður settar fram á fjórum sviðum og tilgreind markmið og leiðir á hverju þeirra um sig. Sviðin eru eftirfarandi: 1. Þarfagreining og stefnumótun, 2. Viðhorf og verklag, 3. Skipulag og framkvæmd og 4. Símenntun þvert á skólastig. Skýrslan var rædd á samráðsfundi á menntavísindasviði HÍ þann 12. janúar sl. en til hans var boðað af samstarfsnefnd sviðsins og KÍ. Vinnuhópur og ráðuneytið taka nú við hnoðanu frá skýrsluhöfundum og koma málefninu í farveg framkvæmda.
Lesa meira

17. jan. 2011

Opnað fyrir styrkumsóknir í Nordplus

Fjölmargir kennarar hafa á undanförnum árum nýtt sér styrki Nordplus áætlunarinnar til að auðga kennslu og víkka sjóndeildarhring nemenda sinna. Menntaáætlun Nordplus er skipt í fernt og er einn hluti hennar - Nordplus Junior - sérstaklega hugsaður fyrir grunn- og framhaldsskóla á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Kennarar geta sótt um styrki til kennsluheimsókna og tekið þátt í samstarfsnetum og einnig er boðið upp á styrki til bekkjaheimsókna. Umsóknarfrestur í Nordplus er 1. mars 2011.
Lesa meira

12. jan. 2011

Skráningu lokið á námstefnu FSL

FSL félagar athugið. Skráningu á námstefnuna „Kraftmikil stjórnun skapar verðmæti“ lauk klukkan ellefu í dag. Hafið samband við Ingibjörgu Kristleifsdóttur formann félagsins ef ykkur vantar nánari upplýsingar.
Lesa meira

11. jan. 2011

Auglýsing um aðalfund Félags framhaldsskólakennara 2011

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara 2011 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudag og föstudag 17.-18. mars og hefst kl. 13:00.
Lesa meira

6. jan. 2011

Okkar kona!

Helga Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi leikskólastjóri á Sauðárkróki er önnur tveggja kvenna sem hlaut titilinn Maður ársins 2010 á Norðurlandi vestra. Hin er Bóthildur Halldórsdóttir á Blönduósi. Helga hefur alla tíð verið mikil baráttumannseskja. Á fundi fyrir meira en tuttugu árum var manneskja beðin um að halda henni upptekinni á fundi svo hægt væri að ná tilteknu máli í gegn án hennar afskipta. Það tókst auðvitað ekki! Til hamingju Helga og Bóthildur.
Lesa meira

5. jan. 2011

Námskeið í notkun forrits sem auðveldar prófauppsetningu og námsmat

Námskeið í notkun próftökuforritsins Question Writer verður haldið á vegum EHÍ 19. janúar nk. Ætla má að mörgum kennurum geti fundist þetta áhugavert því um er að ræða forrit þar sem hægt er að byggja upp spurningabanka í nokkrum flokkum og láta síðan forritið velja spurningar af handahófi úr bankanum.Nokkrir kennarar í Háskóla Íslands, í framhalds- og grunnskólum hafa á undanförnum árum notað próftökuforritið Question Writer með góðum árangri.
Lesa meira

5. jan. 2011

Vinningshafar í Dælulykilshappdrætti KÍ og Atlantsolíu

Til hamingju og gleðilegt ár! Vinninga má vitja á skrifstofu KÍ, Laufásvegi 81 í Reykjavík.
Lesa meira
Aukaval


Fagfélög


Leturstærð og tungumál


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli